SCHMIDT
FATASKÁPAR

MEIRA EN "BARA" FATASKÁPAR

FATASKÁPAR

FÁÐU INNBLÁSTUR FYRIR NÝJAN FATASKÁP

Dreymir þig um nýjan, sérsmíðaðan fataskáp? Kannski ertu að íhuga walk-in skáp þar sem þú hefur fulla yfirsýn – nóg pláss til að hengja upp föt og sérstakar hillur fyrir fylgihluti? Eða er lokaður fataskápur lausnin sem hentar þér? Hjá Schmidt finnur þú fataskápa í öllum stærðum og gerðum, svo þú getir fengið lausn sem passar fullkomlega fyrir þig og fjölskylduna. Veldu fataskáp sem þú getur innréttað nákvæmlega eins og þig langar og sem passar fullkomlega á milli veggja.

Ertu að leita að nýjum fataskáp fyrir svefnherbergið, í forstofuna eða annars staðar? Sama hvernig herbergi þú þarft fataskáp fyrir – þú finnur hann hjá Schmidt. Við komum gjarnan heim til þín til að taka mælingar, svo þú fáir fataskáp sem er algjörlega sniðinn að herberginu niður í minnstu smáatriði. Með sérsmíðuðum fataskáp kemur þú í veg fyrir sóun á plássi og færð eins rúmgóðan skáp og mögulegt er.

Komdu við í verslun okkar til að fá innblástur fyrir nýjan fataskáp. Þú getur bókað fund með einum af ráðgjöfum okkar og saman gerum við drauma þína að veruleika. Við ráðleggjum þér hvað varðar liti, áferð og uppröðun inn í skápinn. Saman finnum við nákvæmlega þá lausn sem hentar þínum markmiðum, og ekki síst sem passar fullkomlega inn á heimilið þitt.

Dreymdu stórt, hugsaðu stórt og láttu fataskápadrauma þína rætast hjá Schmidt.

VIÐ KOMUM HEIM TIL ÞÍN OG TÖKUM MÆLINGAR ALVEG ÓKEYPIS

Þegar þú pantar eldhús eða aðra innréttingu hjá Schmidt, er hún framleidd eingöngu fyrir þig og heimilið þitt. Við viljum tryggja ánægju viðskiptavina okkar og þess vegna er það afar mikilvægt fyrir okkur að það sem við afhendum passi að öllu leyti. Þess vegna er það sjálfsagt að mælingin heima hjá þér sé hluti af ferlinu, og það gerum við án kostnaðar fyrir þig.

Saman skoðum við möguleika og áskoranir í rýminu, og ef þörf er á sérlausnum, þá framleiðum við þær. Einingar okkar eru byggðar á staðlaðri stærð, en þegar þess þarf þá framleiðum við einstakar einingar í sérstærðum, svo þær passi fullkomlega og verði nákvæmlega eins og þú hefur hugsað þér.

Bæredygtighed
Bæredygtighed
Bæredygtighed
Bæredygtighed
Bæredygtighed
NÁTTÚRA & HEIMILI

GÆÐI & SJÁLFBÆRNI
HALDAST Í HENDUR

Hjá Schmidt hugsum við um náttúruna í kringum okkur . Óskir okkar um að búa í fallegum híbýlum eiga ekki að vera á kostnað barna okkar og afkomenda. Þess vegna leggjum við áherslu á umhverfissjónarmið þegar nýjungar og hagræðing í framleiðslunni eru skoðaðar. Allt timbur sem við notum kemur úr sjálfbærri skógrækt.


Saman getum við skipt máli!

BYRJAÐU
FATASKÁPA-FERÐALAGIÐ

ALLT SEM ÞÚ ÞARFT FYRIR FATASKÁPINN ÞINN

MEIRI INNBLÁSTUR

Ekkert heimili er fullkomið án alvöru walk-in fataskáps, og í

Dreymir þig um fataskáp sem er sérsniðinn að þínum þörfum?Fataskápur

Ertu að fara að innrétta nýjan skáp á heimilinu en

ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top