Svona innréttar þú eldhúsið á praktískan máta

Það er ekki bara útlit og stíll sem ætti að vera í forgrunni þegar þú ert að innrétta nýja eldhúsið þitt. Praktísk og innrétting sem virkar ætti að vera forgangsatriði ef þú og fjölskyldan þín ætlið að njóta eldhússins til fulls. Lestu áfram til að fá góð ráð og hugmyndir um hvernig þú getur innréttað praktískt eldhús sem virkar og sem þú verður ánægður með.

Eldhúsið er án efa eitt af mikilvægustu herbergjum heimilisins, þar sem margir eyða miklum tíma. Þess vegna er mikilvægt að eldhúsið sé notalegt að vera í, að það bjóði upp á matreiðslu og samveru með fjölskyldunni og að það sé praktískt innréttað svo að virkni sé í hámarki. Það er hægt að gera á marga vegu sem þú getur haft í huga þegar þú innréttar eldhúsið þitt. Fyrst og fremst er kostur að hafa góða vinnuaðstöðu í eldhúsinu. Þessi vinnusvæði eru sérstaklega nytsamleg við vaskinn, eldavélina og eldhúsborðið því þar fer mikið af vinnu í tengslum við matreiðslu, uppvask og hreingerningu fram.

ELDHÚS INNRÉTTING MEÐ PLÁSS TIL AÐ VERA SKAPANDI

Mikilvægt er að það sé pláss til að vera skapandi í eldhúsinu, bæði hvað varðar matreiðslu og hreingerningu. Það er hægt að gera með því að forgangsraða góðum vinnuborðum þegar þú innréttar þitt nýja eldhús. 

Til dæmis getur þú umkringt eldhúsvaskinn með vinnuborðum á báðum hliðum, svo að það sé pláss til að geyma uppvaskið. Ef þú ert svo heppinn að eiga stórt eldhús getur þú íhugað að hafa tvo vaska hlið við hlið. Þá er bæði pláss til að vaska upp, skola salat og þvo hendur þegar fleiri fjölskyldumeðlimir eru í eldhúsinu.

Ef þú hefur áform um að setja inn uppþvottavél, þá skaltu reyna að setja hana eins nálægt eldhúsvasknum og ruslatunnunum og mögulegt er. Þá er auðvelt að kasta matarleifum í lífræna ruslið og skola af diskunum í vaskinum áður en þeir fara í uppþvottavélina. Það er líka praktískast að hafa vask og uppþvottavél saman, hvað varðar vatn og frárennsli. Almennt ættir þú að íhuga vel staðsetningu heimilistækja þegar þú innréttar nýtt eldhús. Það felur í sér að ísskápur, vaskur og eldavél eru nálægt hverju öðru, svo að þú minnkar skrefafjöldann á milli heimilistækjanna sem þú notar oftast. Það er stundum ráðlagt að setja ísskápinn, vaskinn og eldavélina í þríhyrning í eldhúsinu, því það býður upp á skynsamlega hreyfingu um eldhúsið.

SKAPAÐU GOTT ANDRÚMSLOFT MEÐ PRAKTÍSKRI ELDHÚSINNRÉTTINGU

Praktísk innrétting í eldhúsinu snýst að miklu leyti um að skapa gott andrúmsloft og gott vinnuumhverfi sem hvetur til samverustunda fjölskyldunnar í eldhúsinu. Það er meðal annars gert með því að tryggja að eldhúsið hafi skynsamlega og góða lýsingu. Það má gera með því að setja ljós undir efri skápana eða á veggina yfir eldhúsborðinu, svo að þú fáir góða vinnulýsingu þegar þú ert að sýsla í eldhúsinu. Líkt og góð lýsing eru góð loftgæði einnig mikilvæg í eldhúsinu. Þess vegna er vinsælt að setja upp góðan háf eða viftu, sem er ómissandi í hverju eldhúsi. Passaðu að velja hljóðláta viftu, svo að þú ærist ekki af hávaða á meðan á matreiðslunni stendur.

Til að skapa pláss og yfirburði í eldhúsinu þínu ættir þú að fela stór eldhústæki eins og örbylgjuofna og blandara í lokuðum eldhússkápum. Þannig kemur þú í veg fyrir að þau taki dýrmætt pláss á eldhúsborðinu, sem þú getur í staðinn nýtt til fulls við eldamennskuna. Hvað varðar praktíska innréttingu fyrir eldhúsið er mikilvægt að þú finnir lausn sem hentar þér og þínum þörfum. Það getur virkað óyfirstíganlegt að fá alla þætti málsins til að ganga upp , þegar þú ert að innrétta þitt nýja eldhús, en sem betur fer er mikið af aðstoð að fá. Hjá eldhúsframleiðanda eins og Schmidt höfum við sérstaklega mikla reynslu af því að hanna eldhús sem virka með viðskiptavinum okkar. Þú færð innblástur hjá okkur og alla þá ráðgjöf sem þú þarft á að halda. Hjá Schmidt getur þú eignast eldhús sem er sérsniðið að heimilinu þínu.

SKOÐAÐU ELDHÚSBÆKLINGINN OKKAR

Mikilvægasta verkefnið okkar er að aðstoða þig við að setja saman eldhús þar sem fjölskyldan getur verið saman og þar sem daglegt líf gengur vel. Kíktu á bæklinginn okkar og fáðu innblástur fyrir þitt framtíðareldhús áður en þú pantar fund með okkur.

MEIRI INNBLÁSTUR

FÁÐU GÓÐAR HUGMYNDIR FYRIR NÝJA ELDHÚSIÐ ÞITTErtu að leita að

HÖNNUNARELDHÚSEldhúsið er hjarta heimilisins, og mikilvægt er að stíllinn passi

HVAÐ KOSTAR NÝTT ELDHÚS?Þegar þú ert að fara að kaupa

HVERNIG Á ÞITT SÉRHANNAÐA ELDHÚS AÐ LÍTA ÚT? Ef þú

ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top