HVAÐA STÍLL ER ÞINN STÍLL?














BYRJAÐU
ELDHÚS- FERÐALAGIÐ ÞITT
TÍMI FYRIR NÝTT ELDHÚS ?
Eldhúsið er hjarta heimilisins ! Staðurinn þar sem fjölskyldan safnast saman til að spjalla, elda góðan mat, njóta og borða. Sem miðpunkturinn og helsti samverustaður heimilisins ættu innréttingin, hönnunin og gæðin að vera upp á tíu í eldhúsinu þínu. Hjá Schmidt færðu góða og faglega hjálp við að láta þína eldhúsdrauma rætast. Hjá okkur getur þú hannað þitt eigið einstaka draumaeldhús með sérsniðnum skápum, framhliðum, borðplötum og mörgum öðrum sérstökum smáatriðum, alveg eins og þú vilt. Finndu þinn eigin stíl fyrir eldhúsið hér.
Við bjóðum upp á sérsniðnar eldhúslausnir í mörgum mismunandi stílum, í fjölda lita og margskonar efni svo við getum framkallað þinn einstaka stíl. Hjá okkur finnurðu breitt úrval bæði klassískra og nútímalegra eldhúsa, sem þú getur sett persónulegt yfirbragð á – sama hvort þú vilt:
- Einstakt eldhús með persónuleika
- Minimalískt eldhús með hreinum línum
- Nordískt eldhús í spónlagðri eik
- Retro eldhús í hefðbundinni hönnun
Dreymir þig um nútímalegt, opið eldhús með stórri eyju, eða viltu sjarmerandi og fallegt eldhús fyrir afmarkaðra pláss? Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir sem nýta alltaf styrkleika og möguleika rýmisins. Eldhúsið er á marga vegu hjarta heimilisins, þar sem bæði matreiðsla og margar yndislegar samverustundir eiga sér stað. Þess vegna skiptir miklu máli að velja gæða-eldhús sem virkar vel, og getur verið notalegur samverustaður fyrir fjölskylduna um ókomin ár.
VIÐ KOMUM OG MÆLUM UPP ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU.
Þegar þú kaupir eldhús eða aðra innréttingu frá Schmidt, þá er hún algjörlega sérsniðin að þér og þínu heimili. Við viljum vera viss um að þú getir notið hennar um ókomin ár og það skiptir okkur miklu máli að hún passi niður í minnstu smáatriði. Þess vegna er það sjálfsagður hluti af ferlinu að við komum að mæla rýmið, án aukakostnaðar fyrir þig.
Saman skoðum við möguleika og áskoranir í rýminu og sé þörf fyrir sérstakar einstaklingsmiðaðar lausnir, þá sérframleiðum við þær fyrir þig. Einingarnar okkar byggjast á stöðluðum stærðum en þegar það þarf, þá framleiðum við þær í sérmálum svo þær passi upp á 10 inn á heimilið þitt.
BYRJAÐU ÞITT
SCHMIDT FERÐALAG
GÆÐI & SJÁLFBÆRNI
HALDAST Í HENDUR
Hjá Schmidt hugsum við um náttúruna í kringum okkur . Óskir okkar um að búa í fallegum híbýlum eiga ekki að vera á kostnað barna okkar og afkomenda. Þess vegna leggjum við áherslu á umhverfissjónarmið þegar nýjungar og hagræðing í framleiðslunni eru skoðaðar. Allt timbur sem við notum kemur úr sjálfbærri skógrækt.
Saman getum við skipt máli!
SKAPAÐU PERSÓNULEGT YFIRBRAGÐ
Við viljum að þú njótir nýja eldhússins þíns í mörg ár fram í tímann. Það eru margar ákvarðanir sem þarf að taka svo að þú getir verið viss um að þú veljir réttu lausnina. Innvols, aukahlutir og hin minnstu smáatriði geta haft afgerandi áhrif á lokaniðurstöðuna. Hönnuðir okkar og eldhúsráðgjafar aðstoða þig á faglegan hátt og geta gefið þér margar hugmyndir og ráð varðandi nýja eldhúsinnréttingu svo þú getir velt fyrir þér mikilvægum spurningum eins og:
- Hvaða tegund borðplötu?
- Hvers konar skápar?
- Hvernig framhliðar og höldur?
- Hvaða litir og efni?
- Hversu mikið borðpláss?
- Hversu mikið geymslupláss?
- Hvaða aukahlutir?
Með þínar þarfir að leiðarljósi hönnum við persónulegt eldhús fyrir þig. Öll eldhúsin okkar koma með fallegum smáatriðum, sniðugum skápalausnum, stílhreinum framhliðum og hentugum aukahlutum – allt með gæði, hönnun og sjálfbærni í forgrunni. Þú getur einnig valið úr mörgum mismunandi efnum og 24 innri skápalitum, sem gefur innréttingunni aukna dýpt og sjarma.
GEFÐU NÝJA ELDHÚSINU ÞÍNU LÍF
Hjá Schmidt getur þú skapað rétta andrúmsloftið í rýminu þínu með öllum þeim litum sem við höfum upp á að bjóða og þú getur valið úr. Með rétta litnum og réttu borðplötunni í hæsta gæðaflokki fær innrétting heimilisins þann sjarma og þá sál sem þig dreymir um, þar sem litirnir og gæðin frá góðu handverki koma fram. Við bjóðum upp á einstakar eldhúslausnir í mörgum mismunandi verðflokkum, en sameiginlegt með þeim öllum eru þeir kostir sem þú færð hjá okkur. Sama hvort þú kýst klassísk eða nútímaleg eldhús þá færðu hjá okkur mikil gæði, falleg smáatriði, sérsniðna hönnun og margt fleira. Þú getur lesið meira um alla okkar einstöku kosti hér.
Dreymdu stórt og bókaðu fund hjá ráðgjafa þar sem þú getur fengið innblástur og skoðað sýningarsalinn okkar. Við erum með margra ára reynslu í framkvæmdum og erum tilbúin til að leiða þig áfram í átt að draumaeldhúsinu með persónulegri hönnunarvinnu, svo að þú getir skapað þitt einstaka eldhús. Möguleikarnir eru margir, en valið er þitt. Láttu þína drauma rætast með Schmidt. Hafðu það tímalaust og klassískt, eða legðu í nýjustu trendin – þú ákveður. Þú getur fylgst með nýjustu litatrendunum í eldhúsinnréttingum hér.
Valkostirnir eru fjölmargir. Sama hvaða framhlið og borðplata hentar þínu draumaeldhúsi, hönnum við eldhúsið þitt í smáatriðum nákvæmlega eins og þú vilt hafa það. Hjá okkur geturðu sameinað fallega innréttingu og þá praktísku lausn sem passar fyrir þig. Vantar þig fleiri góðar hugmyndir fyrir innréttingu nýs eldhúss? Fáðu meiri innblástur fyrir eldhúsið þitt hér.
MEIRI INNBLÁSTUR
FÁÐU GÓÐAR HUGMYNDIR FYRIR NÝJA ELDHÚSIÐ ÞITTErtu að leita að
HÖNNUNARELDHÚSEldhúsið er hjarta heimilisins, og mikilvægt er að stíllinn passi
BÓKAÐU HÖNNUNARFUND
Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði. Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.
Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.