• Um Schmidt
  • Eldhústæki
  • Vörulistar
    • Við höfum samband
  • Við höfum samband
  • ELDHÚS
    • Eldhús og eldhúsinnréttingar
      • Nútímalegt eldhús
      • Klassísk eldhús
      • Retro Eldhús
      • Svart eldhús
      • Hvítt eldhús
      • Eldhús eyja
      • Alrými
      • Colormix
    • Borðplötur
      • Eldhúsborðplötur
    • Eldhússkápar
      • Eldhússkápar
      • Veldu á milli 24 mismunandi lita á skápa
      • Höldur fyrir eldhússkápa
    • Innblástur
      • Eldhúshugmyndir
      • Eldhústilboð
  • BAÐHERBERGI
  • FATASKÁPAR
    • Fataherbergi
    • Fataskápur Með Lamahurðum
    • Fataskápar Með Vængjahurðum
    • Fataskápar Með Rennihurðum
  • INNRÉTTINGAR
    • FORSTOFA
    • SVEFNHERBERGI
    • STOFA
    • SKRIFSTOFUR
    • Hillukerfi fyrir herbergi og stofu
    • BÚRSKÁPAR
  • Kostir Schmidt
  • Um Schmidt
  • Eldhústæki
  • Vörulistar
    • Við höfum samband
  • Við höfum samband

Forside / Sérsniðnir skápar / Fataherbergi

Forside / Sérsniðnir skápar / Fataherbergi

Fataherbergi

Fataherbergi hafa notið aukinna vinsælla síðustu ár. Í nýbyggingum er gert ráð fyrir þeim í hönnun frá upphafi til að anna eftirspurn.

Ef þú þarft að innrétta fataherbergi en vantar innblástur fyrir fallega og skilvirka lausn, getum við hjá Schmidt Eldhúsum hjálpað þér með að skapa þína eigin fataherbergisinnréttingu.

Það getur verið umfangsmikið verkefni að innrétta eigið fataherbergi, hvar á að byrja? Margir sjá fyrir sér fataherbergi Carrie Bradshaw úr Sex and the City þegar hanna skal fataherbergi, nóg til að draga móðinn úr hverjum sem er.

Þetta getur sannarlega verið einfaldara en það fataherbergi, en þó eru gryfjur sem ber að varast að falla í. Það er mikilvægt að hanna fataherbergið út frá magni/umfangi fata, skóa, taska osfrv. svo að lausnin verði skilvirk á sem fallegastan máta.

Hvaða þarfir þarf fataherbergisskápur að uppfylla?

Fyrst og fremst þarft þú að meta hvaða þarfir þú hefur með tilliti til stærðar rýmisins, ásamt því hvaða stíl þú vilt hafa á fataherbergisskápnum.

Ef þú hefur þetta tvennt í huga, geturðu verið viss um að fataherbergisinnréttingin mun uppfylla bæði fegurðar- og nýtingarþarfir þínar.

Hér að neðan eru nokkrar spurningar sem ættu að geta hjálpað til við valið á réttu lausninni fyrir fataherbergsinnréttingu sem uppfyllir þínar óskir og þarfir.

  • Hvað viltu geyma? Einungis föt eða viltu einnig hafa pláss fyrir skó, töskur eða aukahluti?
  • Viltu brjóta fötin saman eða hengja upp á herðatré? Hugsaðu þig um hvort þú viljir vera með hillur/skúffur, fataslár eða bæði.
  • Viltu geyma föt í skúffum? Nærbuxur, sokkar, húfur, hanska?
  • Hversu margir á heimilinu munu nota fataherbergið? Mun maki þinn einnig nota það?

Löngun eftir fataherbergisskápum

Þessi lausn verður þér að skapi. Það er raunhæfur draumur að vera með fataherbergi á heimilinu. Sama hvort plássið sé lítið eða mikið. Það er alveg hægt að gera það, burtséð frá því hversu marga fermetra þú hefur að moða úr.

Margir eru mjög ánægðir með fataherbergi sem hægt er að ganga inn í, hafa góða yfirsýn og velja föt í ró og næði. Þar er pláss fyrir allt.

Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að þú einblínir bæði á hið praktíska og hið fagurfræðilega þegar kemur að því að innrétta fataherbergi.

Því væri miður að enda með útfærslu sem leggur einungis áherslu á nýtinguna, og gerir ekki mikið fyrir augað. Á hinn bóginn má fataherbergisskápurinn ekki vera of fagurfræðilega hannaður með litla sem enga áherslu á notkun og nýtingu.

Fáðu fataherbisskápa sniðna eftir nákvæmu máli.

Ef þig dreymir um fullkomna, klæðskerasniðna lausn fyrir fataherbergið, getur þú hjá Schmidt Eldhúsum fengið þá lausn í öllum mögulegum útfærslum, sem hönnuð er nákvæmlega eftir þínum óskum og þörfum. Við sjáum um allt, allt frá máltöku að uppsetningu.

Okkar mikilvægasta verkefni er að vera með í að sníða besta mögulega fataherbergisskápinn fyrir þig, svo hann passi vel við heimili þitt, bæði útlitslega og hvað varðar nýtingu. Með úrvali okkar af hinum ýmsu litum, efnum og hönnunarútfærslum munum við saman útbúa hinn fullkomna fataherbergisskáp.

Ef þú pantar inréttingu hjá Schmidt Eldhús, mun hún verða smíðuð fyrir þig og þínar þarfir. Sé þörf á máltöku, vegna þess að venjulegar stærðir muni ekki falla vel inn, munum við að sjálfsögðu taka málin svo að fataherbergisskápurinn þinn falli fullkomlega inn í rýmið. Máltakan er hluti af ferlinu og hún er þér að kostnaðarlausu.

Smáatriðin í útfærslunni

Við leggjum mikla áherslu á smáatriðin í innréttingum okkar. Gæðin eiga að vera jafnt í smáatriðunum sem og stóru hlutunum. Fataherbergisskáparnir okkar eru þar engin undantekning. Við klæðskerasníðum einnig innvolsið í skápinn þinn. Hjá Schmidt Eldhús njótum við góðs af tækni sem við höfum sjálf þróað, þar sem við aðlögum breidd, dýpt og hæð. Þetta gerum við til að hámarka geymsluplássið.

Skáparnir verða nákvæmlega eftir þeim málum sem þörf er á. Aðlögun að rýminu á allt að þremur skápum er viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Sömuleiðis veitir Opti-Line vörulínan okkar möguleikann á því að fullnýta lofthæðina í rýminu, svo plássþarfir þínar séu uppfylltar.

Við borum ekki óþarfa göt í skápana. Við pössum vel uppá öll smáatriði í innréttingum okkar. Þannig fáum við slétta og fallega fleti sem gera heildarupplífun af fataherberginu mun betri.

Þetta helst hönd í hönd við faglega ábyrgð sem við höfum gagnvart viðskiptavinum okkar. Við erum með þér, alveg frá ákvörðunartöku að uppsetningu.

Hefur þú áhuga á fataskápslausn frá Schmidt Eldhúsum? Skoðaðu síðuna um okkur og hafðu samband við okkur eða fáðu okkur til að slá á þráðinn til þín.

 

Sérframleiddar fataskápalausnir

Hjá Schmidt er hver fataskápur nýtt verkefni. Þitt verkefni er mótað eftir þínum smekk, stærðum, þörfum og óskum sem gera verkefnið einstakt. Vegna þess að þú ert ekki eins og allir aðrir.

   

FINNDU VERSLUN NÁLÆGT ÞÉR

Líttu við í sýningarsal nálægt þér

FINNA VERSLUN
FINNDU INNBLÁSTURINN Í FATASKÁPABÆKLINGI OKKAR

– Fáðu innblástur og skoðaðu það nýjasta

SÆKJA BÆKLING
BÓKAÐU FUND ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU

Leyfðu starfsfólki okkar að sýna þér fjölda útfærslna og samsetningarmöguleika.

BÓKA FUND

Þess vegna velurðu Schmidt

Hjá Schmidt
SNÍÐUM VIÐ SKÁPANA EFTIR ÞÍNUM MÁLUM

Skúffur og skápa er hægt að framleiða upp á millimeter til að nýta allt plássið – og fást í eldhús, baðherbergi, svefnherbergið og annarsstaðar.

LESA MEIRA
Hjá Schmidt
GETURÐU VALIÐ UM 24 SKÁPALITI

– að innan sem utan og yfir 1000 litasamsetningar á skápunum þínum, án aukakostnaðar.

LESA MEIRA
Hjá Schmidt
ERU STANDARDSKÚFFUR ÚTBÚNAR FALLEGUM SMÁATRIÐUM

Glerhliðar, gúmmímottur, aukin hryggjarhæð, aukin brautarlengd, ljúflokur, til að nefna fáein atriði. Þar að auki þola skúffurnar okkar upp að 65 kílóa þunga.

LESA MEIRA
Hjá Schmidt
FÆRÐ ÞÚ BESTU SKÁPANA

Þú færð þykkari hliðar (19 mm), gegnlitaða kanta og lokaða kanta allstaðar! Hillurnar smella á sinn stað með hilluprófílum úr stáli sem halda þeim föstum. Öruggt og traust.

LESA MEIRA

Fataherbergi

Hjá Schmidt færðu fataherbergisskápa í hæstu gæðum, smíðaða uppá millimetra og klæðskerasniðna fyrir þig og heimili þitt.

    • Eldhús og eldhúsinnréttingar
    • Klassísk eldhús
    • Nútímalegt eldhús
    • Innréttingar fyrir baðherbergi
    • Fataskapar
    • Innréttingar
    • Forstofa
    • Svefnherbergi
    • Stofa
    • Skrifstofa
    • Hillukerfi
    • Búrskápar
    • Heimilistæki
    • Hafðu samband við næstu verslun fyrir upplýsingar um vöruúrval.

    © 2023 SCHMIDT Groupe SAS

    linkedin