SCHMIDT HEIMILI
& INNRÉTTINGAR

MEIRA EN "BARA" INNRÉTTINGAR

HEIMILIÐ, INNBLÁSTUR
& INNRÉTTINGAR

FÁÐU INNBLÁSTUR FYRIR INNRÉTTINGUM INN Á HEIMILIÐ

Ertu að íhuga að endurnýja innréttingar, en vantar innblástur til að taka næsta skref? Það getur verið krefjandi að velja innréttingar sem bæði virka og passa inn í einstakt andrúmsloft heimilisins. Hjá Schmidt þarftu ekki að fórna gæðum, virkni eða persónulegum stíl. Við búum til sérsniðnar lausnir fyrir öll rými heimilisins sem uppfylla drauma þína. Ef þú kaupir til dæmis eldhús hjá Schmidt, þá getum við einnig hannað hillusamstæðu eða stofuskenk sem passar við og látið þannig rými hússins tala saman. Hjá Schmidt geturðu skapað tengingu milli allra herbergja heimilisins til að ná fram einstöku samhengi.

Hið mikla úrval okkar felur í sér allt frá innréttingum fyrir svefnherbergi, skrifstofur og barnaherbergi til innréttingar á stofu, búri og forstofu. Þú getur sett saman hvernig innréttingu sem er, eftir þínum eigin óskum og þörfum – hvort sem þú vilt algjörlega nýja skrifstofuinnréttingu eða vilt bæta við hillusamstæðu inn í búrið.

Fáðu innblástur fyrir innréttingar inn á heimilið hér á þessari síðu og láttu þig dreyma. Þú ert einnig hjartanlega velkomin/n að koma í heimsókn í sýningarsalinn okkar á Dalvegi eða getur pantað ókeypis ráðgjöf með einum af okkar færu ráðgjöfum. Við getum veitt þér yfirsýn yfir alla þá innréttingarmöguleika og samsetningar sem þú getur valið á milli, svo að þú getir sett saman hina fullkomnu lausn fyrir heimilið þitt. Láttu innanhús-drauma þína rætast hjá Schmidt.

VIÐ KOMUM HEIM TIL ÞÍN OG MÆLUM ÓKEYPIS

Þegar þú pantar innréttingu hjá Schmidt, er hún framleidd sérstaklega fyrir þig og þitt heimili. Við viljum tryggja að þú sért ánægður með innréttinguna þína í mörg ár, og því er það okkur afar mikilvægt að það sem við afhendum passi niður í minnstu smáatriði. Þess vegna er það sjálfsagt að við mælum upp hjá þér áður en þú leggur inn pöntun, og við gerum það án kostnaðar fyrir þig.

Saman skoðum við möguleika og áskoranir í rýminu, og ef sérstakar lausnir eru nauðsynlegar, þá bjóðum við þær. Einingarnar okkar byggjast á staðlaðri stærð, en ef þörf er á, þá framleiðum við fyrir þig í sérstærðum sem henta þínu rými og verða nákvæmlega eins og þú vilt.

Bæredygtighed
Bæredygtighed
Bæredygtighed
Bæredygtighed
Bæredygtighed
NÁTTÚRA & HEIMILI

GÆÐI & SJÁLFBÆRNI
HALDAST Í HENDUR

Hjá Schmidt hugsum við um náttúruna í kringum okkur . Óskir okkar um að búa í fallegum híbýlum eiga ekki að vera á kostnað barna okkar og afkomenda. Þess vegna leggjum við áherslu á umhverfissjónarmið þegar nýjungar og hagræðing í framleiðslunni eru skoðaðar. Allt timbur sem við notum kemur úr sjálfbærri skógrækt.


Saman getum við skipt máli!

BYRJAÐU
INNRÉTTINGA-FERÐALAGIÐ

ALLT SEM ÞÚ ÞARFT FYRIR HEIMILIÐ ÞITT

MEIRI INNBLÁSTUR

SÉRSNIÐIN SKRIFSTOFA Þegar ráðgjafar okkar hanna rýmið þitt, þá taka

HILLUSAMSTÆÐA SEM SKILRÚMHillusamstæður eru ómissandi í stofunni þinni og okkar

BEKKUR MEÐ GEYMSLU Vegna þess að þeir eru ómissandi á

Ertu að fara að fá kaupa nýtt eldhús eða viltu

ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top