NATTÚRA & HEIMILI

GÆÐI & SJÁLFBÆRNI FYLGJAST AÐ

Hjá Schmidt hugsum við um náttúruna sem umlykur okkur. Náttúran og umhverfið er í viðkvæmu jafnvægi. Óskir okkar um að búa í fallegum híbýlum ættu ekki að vera á kostnað barna okkar og afkomenda. Þess vegna leggjum við áherslu á umhverfissjónarmið þegar nýjungar og hagræðing í framleiðslunni eru skoðaðar. Allt timbur sem við notum kemur úr sjálfbærri skógrækt.

Saman getum við gert mun!

GÆÐI SÍÐAN 1934

GLÆSILEG HÖNNUN &
SJÁLFBÆR FRAMLEIÐSLA

Einkenni Schmidt-eldhúsa eru frönsk hönnun, ófrávíkjanleg gæði og sjálfbær framleiðsla sem er ennþá þróast og aðlagast með tilliti til umhverfisins og sameiginlegar framtíðar okkar. Við seljum eldhús-, bað- og innréttingalausnir út frá hundruðum verslana og á hverjum degi fara um það bil 450 eldhús úr verksmiðjunum okkar í Frakklandi og Þýskalandi. Það eru margar framleiðslustundir og mikið magn af timbri. Við teljum okkur bera aukna ábyrgð á að vernda sameiginlega framtíð okkar, meðal annars með því að tryggja að framleiðslan okkar hafi ekki neikvæð áhrif á náttúruna.

Bæredygtighed
Bæredygtighed
Bæredygtighed
Bæredygtighed
Bæredygtighed
ÞEGAR ÞÚ VERSLAR VIÐ SCHMIDT

STYÐUR ÞÚ SJÁLFBÆRNI & ÁBYRGA SKÓGRÆKT

Í framleiðsluna okkar veljum við eingöngu PEFC-vottað timbur, þar sem engin fleiri tré eru felld en vaxa. Þetta merki tryggir sjálfbæra skógrækt – umhverfislega, félagslega og efnahagslega.

Við kjósum líka að nota staðbundna birgja svo lengi sem hægt er, til að draga úr þungaflutningum og forðast óþarfa orkunotkun.

BEST Í

VOTTUNUM

Schmidt er þín trygging fyrir gæðum og sjálfbærni í einum og sama pakkanum. Við erum eini framleiðandinn sem uppfyllir vottanir fyrir umhverfi (ISO 14001), gæði (ISO 9001), öryggi (ISO 45001 og OHSAS 18001), eftirlit með uppruna trés (PEFC og NF, umhverfi og húsgögn) ásamt stjórnun orkunotkunar (ISO 50001). Þú getur lesið meira um einstakar vottanir hér fyrir neðan:

NF-VOTTUN

Schmidt er fyrsti og eini eldhús- og baðherbergisframleiðandinn sem hefur öðlast frönsku umhverfisvottunina NF fyrir húsgögn. Þetta er eina opinbera umhverfismerkingin sem staðfestir umhverfisvæna eiginleika húsgagna.

100 % ENDURVINNSLA

Schmidt styður 100 % endurvinnslu eins langt og mögulegt er. Allir okkar panelar innihalda 70 % endurunnið efni. Grunnurinn að þessum panelum er gerður úr endurunnum úrgangi, sagi, notuðu timbri o.s.frv. Birginn okkar kaupir efnin sín frá endurvinnslustöðvum. Ekkert fer til spillis því allt er endurunnið.

PEFC-VOTTUN

Frá 2010 hefur Schmidt fengið PEFC-vottun, sem er leiðandi skógræktarvottun í heiminum. PEFC-vottun tryggir að meginhluti trjánna kemur frá sjálfbærri skógrækt.

VELLÍÐAN Á VINNUSTAÐ

Sem vinnuveitandi fyrir meira en 1700 starfsmenn erum við með stöðugan fókus á mannauðsmálum og fjárfestum í öryggi, heilsu og velferð á vinnustaðnum. Ánægðir starfsmenn stuðla einnig að gæðum vörunnar og þjónustu okkar!

EFNI ÚR NÁGRENNINU

93 % af hráefnunum og íhlutunum sem notaðir eru við framleiðslu vöru okkar eru af evrópskum uppruna. Með því að velja birgja nálægt okkur takmörkum við áhrif flutningsins og stuðlum að þróun staðbundins efnahags.

ÁBYRGT FRAMLEIÐSLUFERLI

Fyrirtækin okkar eru ISO 14001- og ISO 50001-vottuð og eru stöðugt að þróa ferlið svo við getum endurunnið úrgang, sparað orku og dregið úr umhverfisáhrifum okkar.

GÆÐASTJÓRNUN

ISO 9001 er gæðastjórnunarvottun sem er viðurkennd um allan heim og er fyrir marga merki um gæði og skilvirka stjórnun, auk skipulagðra samskipta við viðskiptavini.

HEILSA OG ÖRYGGI Á VINNUSTAÐ

Schmidt greinir hættur og metur áhættu á heilsu og öryggi á vinnustað í tengslum við starfsemi og þjónustu. Við leggjum mikla áherslu á að hafa gott andrúmsloft á vinnustað, að hugsa vel um starfsmenn okkar og að tryggja sem best vinnuumhverfi fyrir líkamlega og andlega líðan.

AÐ VERA Í GÓÐU SAMSTARFI

Schmidt fékk frönsku vottunina Label Relations Fournisseurs & Achats Responsables – merki um ábyrg birgðaskipti og innkaup sem sýnir fram á góð og varanleg tengsl við birgja.
Sem traustir samstarfsaðilar stefnum við að því að skila vörum og þjónustu í hæstu gæðum.

HEILBRIGT ANDRÚMSLOFT

IINNANHÚSS

Annað en margir aðrir framleiðendur notum við mjög lágt magn af formaldehýði í vörum okkar. Þar að auki pökkum við meðhöndluðu tré mjög vel inn svo engar líkur eru á að mengandi efni komist út í umhverfið.

HJÁ SCHMIDT FÆRÐ ÞÚ

GÆÐI

Við viljum að 90 ára reynsla okkar og skilningur á þörf viðskiptavina fyrir gæði komi fram í öllum vörunum sem við bjóðum upp á. Þess vegna munt þú upplifa að Schmidt innréttingar eru aðeins betri og sterkari en aðrar lausnir á markaðnum.

HJÁ SCHMIDT

FER EKKERT TIL SPILLIS

Við vinnum með mikið af tré og viðarafurðum á hverjum degi í verksmiðjunum okkar og ekkert fer til spillis. Úrgangurinn okkar er gull í dulargervi; afgangstré og öðrum afgöngum er kerfisbundið breytt í önnur verðmæti í formi endurvinnslu eða brennslu til orkuframleiðslu, og verksmiðjurnar okkar og höfuðstöðvar eru eingöngu hitaðar með því.

HJÁ SCHMIDT

HUGSUM VIÐ UM UMHVERFIÐ

Umhverfið og náttúran eru ekki munaður sem við getum tekið sem sjálfsögðum hlut, heldur eitthvað sem við verðum að vernda, og það er það sem við gerum hjá Schmidt. Markmið okkar er að lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda og koltvísýrings eins mikið og hægt er í öllum verksmiðjum okkar.

Við erum fjölskyldufyrirtæki og það skiptir okkur miklu máli að öllum starfsmönnum líði vel á vinnustað. Við uppfærum og fjárfestum áfram í nýjustu lausnum  og tækni fyrir aukið öryggi á vinnustað, því við trúum því að vellíðan á vinnustað sé einnig trygging fyrir gæðum vörunnar sem við framleiðum.

100%

ENDURNÝTING

Við stefnum að 100% endurnýtingu og það á alls ekki að þurfa að koma niður á gæðum. Við vitum að endurvinnsla er mikilvæg fyrir umhverfið, og þess vegna er hægt að endurnýta öll efnin okkar auk þess að þau eru framleidd í hæstu gæðum svo þau endist í áratugi.
Allir okkar panelar innihalda 70% endurunnið efni. Við höfum jafnvel farið enn lengra með því að þróa Origin-línuna sem er gert úr 100% endurnýttu tré.

ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top