AÐLÖGUM VIÐ SKÁPANA
OKKAR AÐ ÞÍNUM MÆLINGUM
Schmidt þróaði 3D FIT með sérsniðnum einingum í þremur víddum (breidd, hæð og dýpt) því hver millimetri skiptir máli. Við viljum hámarka rýmið þitt og þannig bjóða upp á sem mest geymslupláss – fáanlegt fyrir eldhús, baðherbergi, fataskápa og innréttingar.
Við sérframleiðum skápana okkar í þeirri breidd sem þú vilt og sem hentar heimilinu þínu. Þessi aðlögun er gerð án aukakostnaðar og er möguleg fyrir eldhús, baðherbergi og aðrar innréttingar. Þú getur fengið allt að þrjá sérsmíðaða skápa í hverja innréttingu. Eftir það bætist við aukakostnaður fyrir frekari skápa*.
Við höfum einnig möguleika á að aðlaga skápana okkar að þeirri hæð sem þú vilt, með Opti-Line vöruúrvalinu okkar. Þú getur nýtt rýmið frá gólfi til lofts til að koma öllu fyrir með skápum sem uppfylla þínar þarfir.
Við höfum einnig möguleika á að aðlaga skápana okkar að þeirri dýpt sem þú vilt – veldu úr allt að fjórum mismunandi dýptum, allt eftir þínum þörfum (skúffudýpt: allt að 62,5 cm).


UPPLIFAÐ MUNINN
Komdu og spyrðu einn af hönnuðum okkar um ráð. Þeir munu leggja til lausnir sem eru hámarkaðar í öllum víddum og henta þér og þinni fjölskyldu fullkomlega.
Komdu inn og upplifðu muninn í næstu Schmidt-verslun.
*Allt að þrjár sérsniðnar einingar á hvert eldhús án aukakostnaðar. Veldu úr úrvali af einingum sem hægt er að sérsníða. Einstaka einingar eru undanskildar, leitaðu upplýsinga í þinni Schmidt-verslun.
EIGINLEIKAR SCHMIDT
BÓKAÐU HÖNNUNARFUND
Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði. Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.
Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.