VELDU Á MILLI
24 INNRI LITA
Hjá Schmidt geturðu gleymt óspennandi og litlausum innri skápum – við bjóðum upp á aukna litadýpt og afhendum skápa sem hafa sama útlit að innan og utan. Þú getur valið frjálst á milli 24 lita á skápana þína.
Litunum okkar má blanda saman út í hið óendanlega, þannig að þú getur aðlagað eldhúsið að þínum persónulega smekk. Þú getur valið samræmt útlit og haft skápanna eins að innan og utan, eða búið til spennandi andstæður. Hvað sem þú velur, munu skáparnir þínir vera fallegir að innan og utan, og því fylgir enginn aukakostnaður.
VELDU Á MILLI ÓLÍKRA TEGUNDA FRAMHLIÐA:
- Melamine er sterkt og endingargott efni sem er á viðráðanlegu verði og auðvelt að þrífa. Þú færð það einlitt eða í viðarlíki og það er matt og endurkastar ekki ljósi.
– Laminate er auðvelt að viðhalda og er eitt slitsterkasta efnið sem við höfum upp á að bjóða.
– Sprautulakkaðir frontar eru í boði í fjölmörgum litum, annað hvort með mattri eða háglans áferð.
– Viður er lifandi, náttúrulegt og sjálfbært efni. Framhliðum úr ekta tré er lokað með lakki til að tryggja lengri líftíð og endingu. Þær eru í boði bæsaðar og lakkaðar í lit, með eða án kvista.
– Gler með speglaáhrifum gefur rýminu þínu fágaðan svip. Glerframhliðar er mjög auðvelt að þrífa þar sem yfirborðið er alveg slétt án fulninga og áferð. Gler dregur ekki í sig og upplitast ekki, þannig að eldhúsið helst snyrtilegra lengur.
Listin felst í því að aðlaga eldhúsið að þínum persónulega stíl, og litina okkar má sameina endalaust til að ná honum fram. Komdu inn og upplifðu muninn í næstu Schmidt-verslun.




24 INNRI LITA
Litunum okkar má blanda saman út í hið óendanlega, þannig að þú getur aðlagað eldhúsið að þínum
smekk. Þú getur valið að hafa sama útlit að innan og utan eða búið til spennandi andstæður.
ENDALAUSA VALMÖGULEIKA
Tvítóna, viður og litir, mjúkar pallettur, dökkt og afgerandi, ljós viður eða náttúrulegt samræmi– hvað kýst þú?
EIGINLEIKAR SCHMIDT
BÓKAÐU HÖNNUNARFUND
Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði. Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.
Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.