Viðareldhús

Hjá Schmidt erum við ákaflega hrifin af eldhúsum sem eru gerð úr tré – allt frá massífu tré og dökku tré til ljósrar eikar og annarra sjálfbærra efna. Þess vegna getum við hjálpað þér að gera draumaeldhúsið þitt að veruleika með mismunandi trétýpum, litum og efnum sem passa þínum stíl.

Hér á síðunni geturðu fundið innblástur fyrir hvaða eldhús sem er úr tré, þar sem efnið er endingargott, andrúmsloftið er náttúrulegt, innréttingin er á réttum stað og samsetningarnar eru fullkomnar fyrir þig. Við bjóðum upp á frábæra þjónustu við viðskiptavini og getum svarað öllum þínum spurningum varðandi eldhúsinnréttingar úr tré.

VIÐ LÁTUM GÆÐI OG HÖNNUN FARA HÖND Í HÖND

Hjá Schmidt metum við að gæði og hönnun geti alltaf gengið saman hönd í hönd. Ef þú kýst til dæmis hillur úr massífu tré eða borðplötur úr eik sem eru einnig endingargóðar? Þá setjumst við niður með þér og fáum allt eldhúsið, alla þessa þætti og mismunandi efni, til að sameinast í einni elegant hönnun.

Hjá Schmidt þróum við sífellt framleiðsluna og útfærum stöðugt nýjar gerðir af viðareldhúsum -sérstaklega eftir þínum þörfum, draumum og væntingum. Þess vegna erum við ekki með lager – í staðinn einbeitum við okkur að því að framleiða og þróa viðareldhús með viðskiptavinum okkar.

Þú getur verið alveg viss um að fá þjónustu  frá sérfræðingum sem hafa margra ára reynslu af því að hanna og framleiða viðareldhús. Við hjálpum þér alla leið og þú getur haft góða samvisku með eldhúsi smíðuðu úr sjálfbærum skógi.

SCHMIDT ELDHÚS: ALLSKONAR MISMUNANDI TRÉ

Við elskum að vinna með tré, og við elskum sérstaklega að hanna eldhús úr tré sem eru aðlöguð að mismunandi draumum og þörfum. Hjá okkur hefur þú ýmsa möguleika þegar kemur að spónlögðum innréttingum, ekki bara í eldhúsum heldur í sérsmíðuðum hillum og skápum líka.

Hjá Schmidt getur þú parað saman viðarfronta og matt sprautulakkaða liti en starfsmenn okkar eru snillingar í viðarspón og litapallettum. Hjá Schmidt liggur það í okkar eðli að skapa með þér eldhús sem býður upp á samveru og einstaka matarupplifun.

Það eru næstum 600 valkostir í skápahurðum, hillum, skúffuframhliðum og ýmsu öðru – og allar vörurnar okkar eru einstakar. Við bjóðum nefnilega tré í öllum gerðum: Þú getur valið úr eik, dökkbæsaðri eik eða lakkaðri eik í 6 mismunandi litum og þar að auki getur þú valið áferðina á litunum – allt frá ”vintage” áferð þar sem frontarnir líta út fyrir að vera notaðir, yfir í burstaða áferð með sýnilegum æðum.

ARCOS: PRAKTÍSKT ELDHÚS Í LJÓSRI EIK

Þetta viðareldhús er nútímalegt og er gert úr ljósri eik og steinsteypu. Viðarfrontarnir færa mjúka litapallettu náttúrunnar inn á heimilið og steypu-frontarnir er köld andstaða við viðaráferðina. Þessi samsetning lita og efna er mjög praktísk fyrir uppteknar fjölskyldur.

Arcos Eldhúsin okkar bjóða upp á notalegar stundir. Þar spilar stóran part rúmgóð borðplata, sem er ákveðinn miðpunktur í hönnun eldhússins. Breið borðplatan og líflegt eldhúsið býr til notalegt herbergi sem hvetur til samveru, þar sem fjölskyldan getur eldað, spjallað og notið gæðastunda saman.

ARCOS-LÍNAN Hurðir og skúffuframhliðar með 19 mm melamínhúðuðum spónarplötum. Endingargóðir og sterkir frontar sem auðvelt er að þrífa og þægilegt að snerta. Viðurinn á myndinni er Harvey. Fæst í 30 mismunandi litum.

ALLSKONAR VIÐUR

Það eru næstum 600 valkostir í skápahurðum og skúffuframhliðum með viðaráferð og þetta er einstakt. Schmidt býður upp á viðarfronta í öllum gerðum, burstaða, rifflaða með plankaáhrifum, vintage með gamaldags útliti, lakkaða með sjáanlegum æðum, yfirborðsmeðferð með antík útliti, slétta og margt fleira.

BOSCA-LÍNAN: NÁTTÚRULEG HÖNNUN Í MASSÍFRI EIK

Hér er viðareldhús fyrir þig sem ert jafn hrifin/n af tré og við. Hér er Bosca-línan okkar í eldhúsi þar sem lögð er áhersla á viðaráferðin. Strúktúr trésins er meðal annars undirstrikaður í gegnum falleg smáatriði úr náttúrunni, svo að eldhúsið virðist náttúrulegt og klassískt. Þess vegna hentar Bosca-eldhúsið hvaða heimili sem er, þar sem fallegu skúffurnar, góð borðplatan og spennandi smáatriðin eru meira en bara hluti af teikningunni – nýja viðareldhúsið þitt er nýja uppáhaldsrými fjölskyldunnar.

LÁTTU SÉRSMÍÐA VIÐARELDHÚS DRAUMA ÞINNA

Ef það býr í þér eldhúshönnuður eða þú vilt einfaldlega gera drauma þína að veruleika um eldhús úr tré, þá hjálpum við þér alla leið að markmiðinu. Hjá Schmidt viljum við að þú fáir það eldhús sem þig dreymir um, alveg niður í minnstu smáatriði.

Hvert heimili fær meiri sál og sjarma af persónulegum lausnum, og þess vegna hefurðu hjá okkur möguleikann á að velja það útlit sem þú kýst. Við bjóðum sérsniðnar skúffur og opnar hillur, og við leggjum áherslu á smáatriðin sem þú vissir ekki að þig vantaðir. Þetta skapar meðal annars yfirsýn í nýja eldhúsinu þínu og veitir ykkur ánægju við að dvelja í rýminu. Viltu vita meira um geymslulausnirnar okkar? Kafaðu í ráðleggingar, úrval eldhúsaskápa og margt fleira.

Þú getur einnig haft samband við ráðgjafana okkar sem segja þér allt sem þú þarft að vita um viðareldhús. Þú getur séð meira hér.

MEIRI INNBLÁSTUR

FÁÐU GÓÐAR HUGMYNDIR FYRIR NÝJA ELDHÚSIÐ ÞITTErtu að leita að

HÖNNUNARELDHÚSEldhúsið er hjarta heimilisins, og mikilvægt er að stíllinn passi

HVAÐ KOSTAR NÝTT ELDHÚS?Þegar þú ert að fara að kaupa

HVERNIG Á ÞITT SÉRHANNAÐA ELDHÚS AÐ LÍTA ÚT? Ef þú

ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top