Fataherbergi

Loft peach - Arcos Alona oak
Loft peach - Arcos Alona oak
Loft peach - Arcos Alona oak
Loft peach - Arcos Alona oak
Loft peach - Arcos Alona oak
FATASKÁPAR

Fataherbergi

Fataherbergi eru orðin mjög vinsæl og sjást í auknum mæli í nýbyggingum, þar sem krafan um þau hefur margfaldast á undanförnum árum. 

Ef þú ert að fara að innrétta nýja fataherbergið þitt en vantar hugmyndir að fallegri og hagnýtri lausn, þá getum við hjá Schmidt hjálpað þér í hönnunarferlinu. 

Það er að mörgu að huga þegar maður er að fara að innrétta sinn eigin walk-in skáp – hvar á maður að byrja? Margir hafa kannski í huga stórkostlega walk-in skápinn hennar Carrie Bradshaw úr Sex and the City, en hvort sem hann er innblásturinn þinn eða ekki, þá finnur þú þinn stíl hjá okkur.

Komdu við í sýningarsalnum okkar og sjáðu möguleikana. Aðalatriðin eru að fataherbergið þitt rúmi þann fjölda af fötum, skóm og töskum sem þú þarft að koma fyrir, að virknin sé góð og útlitið upp á 10.   

Sýndu líkan: Loft – Peach & Arcos – Alona oak

HVAÐA ÞARFIR Á

FATAHERBERGIÐ AÐ UPPFYLLA?


Fyrst af öllu skaltu komast að því hversu mikið pláss þú hefur og í hvaða stíl fataherbergið á að vera.  Þetta er fyrsta skrefið til að tryggja að nýja innréttingin muni passa þér fullkomlega.

Hér að neðan er tékklisti sem getur hjálpað þér í hönnunarferlinu við að búa til skáp sem uppfyllir allar þínar þarfir. Það er skynsamlegt að íhuga eftirfarandi áður en þú innréttar þitt eigið fataherbergi:

Hvað á að geyma?
Eru það eingöngu föt, eða á að vera pláss fyrir skó, töskur og fylgihluti?

Brýturðu saman föt eða hengirðu allt á herðatré?
Íhugaðu hvort það eigi að vera mikið af hillum eða hvort slár fyrir herðatré séu í aðalhlutverki. Svo getur verið blanda af hvoru tveggja.

Hvað á fela mikið í skúffum?
Undirföt, sokkar, húfur, hanskar.

Hvaða heimilisfólk kemur til með að nota fataherbergið?
Áttu kærustu/kærasta sem þarf hólf fyrir síð föt, buxnahengi eða útdraganlegan spegil?

PASSAR INN Á HEIMILIÐ ÞITT

LITUR SEM BREYTIR ÖLLU

Að nota liti í hönnun fataskápsins getur hjálpað til við að gefa rýminu þínu alveg nýtt andrúmsloft. Hvort sem þú kýst tímalausa, djarfa eða náttúrulega liti, þá finnur þú mikið úrval í litaskránni okkar.

Everest Everest
Fox Fox
Stained Alona oak Stained Alona oak
Peach Peach

DRAUMURINN UM FATAHERBERGI

Þú átt eftir að elska Schmidt fataherbergið þitt. Það er raunhæfur draumur að koma fyrir fataherbergi á heimilinu, hvort sem það verður lítið eða stórt. Þessu er auðvelt að hrinda í framkvæmd, sama hversu marga fermetra þú hefur.

Fyrir marga felst mikil ánægja í því að eiga skáp sem hægt er að ganga inn í, fá fulla yfirsýn og að velja dress í rólegheitum, þar sem pláss er fyrir allt.
Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að þú íhugir bæði hagnýtni og fagurfræði þegar kemur að hönnun skápanna þinna.

Það væri synd að enda með lausn sem aðeins er hagnýt en lítur órólega út. Á hinn bóginn á fataherbergið þitt alls ekki að vera fallegt og glæsilegt en ónothæft.

FÁÐU SÉRSNIÐIÐ FATAHERBERGI

Ef þig dreymir um fullkomna, sérsniðna innréttingu í fataherbergi, þá geturðu fengið allar heimsins útfærslur hjá Schmidt, þar sem allt er sérsniðið að þínum óskum og þörfum. Við getum gert allt – komið og tekið málin af rýminu, ráðlagt þér hvað varðar efni, liti og samsetningu, teiknað allt upp og að lokum bent þér á verktaka sem taka síðustu skrefin með þér.

Við leggjum mikla áherslu á sérsniðnar lausnir og elskum að hanna fyrir viðskiptavini okkar. Við teiknum hinn fullkomna fataskáp fyrir þig, með það að markmiði að hann virki vel, líti vel út og passi stílnum á þínu heimili. Með úrvali okkar af litum, efnum og stílum, munum við örugglega finna saman hinn fullkomna skáp – hvort sem það verður lítill walk-in skápur á einum vegg eða stór U-laga innrétting með bogadregnum hornum og töskuhillum.

Hefurðu áhuga á sérsmíðuðu fataherbergi eftir þínu höfði, en hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að setja það saman? Við getum hjálpað þér við það. Lestu ”5 góðar hugmyndir fyrir fataherbergið”, sem munu veita þér allar nauðsynlegar upplýsingar um fataherbergi.

Þegar þú pantar fataherbergi hjá Schmidt þá er það sérsniðið fyrir þig og þínar þarfir. Ef nauðsynlegt er að mæla rýmið, þá munum við gera það endurgjaldslaust til að vera viss um að nýja fataherbergið þitt passi upp á millimeter.

SKÁPALAUSN Í SMÁATRIÐUM

Okkur er umhugað um smáatriðin í innréttingunum okkar. Þær eiga að vera gæði út í gegn. Og fataherbergin okkar eru þar engin undantekning. Hjá Schmidt notum við okkar eigin tækni, þar sem við aðlögum breidd, hæð og dýpt. Þetta gerum við til þess að hámarka geymsluplássið eins og mögulegt er. Hjá okkur verða skáparnir þínir í þeim nákvæmu málum sem rýmið hefur upp á að bjóða. Þessi stærðaraðlögun er gerð á þrjá skápa án kostnaðar. Á sama hátt getum við með Opti-Line vöruúrvalinu okkar aðlagað og nýtt plássið frá gólfi til lofts í fataherberginu til að mæta þínum plássþörfum.

Við gerum ekki óþarfa göt í skápana þína. Við erum mjög fókuseruð á smáatriðin í öllu sem við gerum og þess vegna koma skáparnir ekki raðboraðir. Þetta skapar slétta fleti, sem gerir heildarupplifunina í fataherberginu miklu betri. Hvar borað er fyrir hillum er smáatriði sem skiptir máli og við vinnum þessar ákvarðanir með þér. Við erum með þér alveg frá hönnun til uppsetningar.

Ertu áhugasöm/áhugasamur um fataherbergi frá Schmidt? Hafðu samband við okkur hér

BYRJAÐU
FATASKÁPA-FERÐALAGIÐ

ALLT SEM ÞÚ ÞARFT FYRIR FATASKÁPINN ÞINN
ÞIÐ ERUÐ EINSTÖK OG LAUSNIRNAR OKKAR ERU ÞAÐ LÍKA

KOSTIR SCHMIDT

Það getur verið stór ákvörðun að kaupa nýtt eldhús, bað, fataskápa eða innréttingu fyrir heimilið. Þess vegna er ótrúlega mikilvægt að þú vitir hvaða gæði þú færð. Schmidt innréttingar hafa marga kosti sem geta auðveldað ákvörðunina þína. Hér að neðan geturðu lesið meira um gæðin á vörunum okkar og okkar leiðir í átt að aukinni sjálfbærni.


Af því þú ert einstakur og lausnirnar okkar eru það líka !

Produktfordele
Produktfordele
schmidt-fordele-460x500px
ben
Produktfordele

BYRJAÐU ÞITT
SCHMIDT FERÐALAG

LÁTTU DRAUMINN ÞINN VERÐA AÐ VERULEIKA
ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top