BORÐPLÖTUR Í LAMINAT

HJÁ SCHMIDT

BORÐPLÖTUR Í LAMINAT

ÖRUGGT VAL

Ef þú vilt borðplötu sem er bæði flott, falleg og sprengir ekki ”budgetið”, ættir þú að íhuga plastlagða borðplötu. Hún er bæði auðveld í þrifum og viðhaldi. Þú getur valið úr allskonar stílum og  litum, sem og þykkt og tegund kanta. Með sínum slitsterku eiginleikum passar hún fyrir fjölskyldur sem vilja borðplötu sem allir geta notað og notið þess að horfa á.

EIGINLEIKAR LAMINATS:

  • Allra hagstæðasti kosturinn
  • Einfalt að hreinsa og viðhalda
  • Slitsterkt efni
  • Mikið hreinlæti
  • Þolir allt að 110 gráður – notaðu alltaf eitthvað undir pottana
  • Fullkomið fyrir fjölskyldulífið

HVAÐ ER BORDPLATA ÚR LAMINAT? Borðplata úr laminat samanstendur af mörgum lögum af pappír og lími sem eru pressuð saman við mjög háa þrýsting og hita. Yfirborðið samanstendur af þunnu lagi af melamíni sem verndar næsta lag sem er skreytingarpappír. Undir skreytingarpappírnum eru mörg lög af harðpressuðum pappír sem liggur á kjarna bordplötunnar. Kjarninn samanstendur af spónarplötum og undir spónarplötunum er vatnsvarinn pappír sem verndar gegn raka neðanfrá. Öll þessi lög skapa saman slitsterka bordplötu sem er auðveld að hreinsa og viðhalda.

Laminat er góður kostur ef borðplatan þín á að þola lifandi fjölskyldulíf. Margir velja að kantlíma borðplötuna, en kantarnir geta verið allskonar, eins og til dæmis úr tré eða áli. Það er nánast endalaust úrval af litum, stílum og kantlímingum fyrir laminat borðplötur. Vegna fjölmargra möguleika á að setja persónulegan blæ á útlit borðplötunnar, slitstyrks og lítillar þörf fyrir viðhald, er borðplata í laminat meðal vinsælustu kostanna.

Þetta slitsterka yfirborð gerir laminat borðplötu að besta vini fjölskyldulífsins. Forvitin börn geta tekið virkan þátt í matreiðslunni og sett eins mörg fingraför með fitu eins og þau vilja. Borðplatan er auðveld að hreinsa og flesta blettir og fitumerki má fjarlægja með rökum klút án hreinsiefnis.

HJÁ SCHMIDT FRAMLEIÐUM VIÐ

SCHMIDT

Við framleiðum laminat borðplötur með vatnsheldum spónarplötum og þess vegna er laminat borðplata vel varin gegn mögulegum rakaskemmdum.

ÞETTA MÁTTU EKKI GERA:
Notaðu aldrei stálull eða grófan svamp á laminat borðplötuna. Það er örugg leið til að fá rispur. Laminat borðplata er nefnilega ekki rispuþolin gagnvart slíkum tólum, svo forðastu einnig að draga grófa eða beitta hluti yfir plötuna. Íhugaðu alltaf að lyfta hlutum í stað þess að draga þá yfir plötuna. Kannski ertu með pottaplöntu eða stórt keramikfat til matreiðslu. Það er auðvelt að færa það aðeins, en vertu varkár, því það getur skemmt borðplötuna þína.

Hár hiti getur valdið litabreytingum á borðplötunni. Þó að laminat borðplatan þoli allt að 110 gráður, þá mælum við alltaf með að þú notir kork eða annað undir pottana þína. Ef borðplatan þín er útsett fyrir hita yfir 180 gráður, getur það valdið skemmdum sem ekki er hægt að laga með góðu móti. Ef þú vilt hafa möguleika á að draga heita potta beint yfir á borðplötuna, mælum við með að þú setjir upp minni og sterkari borðplötu við hliðina á eldavélinni. Þá getur þú sett heita potta og pönnur þar í stuttan tíma.

Ef þú fylgir þessum fáu grundvallarreglum, geturðu notið laminat borðplötunnar í mörg ár. Laminat er slitsterkt efni sem þolir dagleg notkun svo framarlega sem það sé ekki útsett fyrir of miklum hita og grófum eða beittum hlutum.

 

FORÐASTU VATN VIÐ SAMSKEYTI:
Laminat borðplatan er viðkvæmust í samskeytunum. Ef vatn kemst ofan í samskeyti getur það valdið því að borðplatan bólgni. Passaðu því alltaf að þurrka borðplötuna vel við samskeytin og settu aldrei tæki eins og kaffivél eða blandara beint á samskeyti plötunnar. Slík tæki geta skvett eða lekið vökva, svo vertu á varðbergi.

Ef þú ert óheppin/n og sérð að borðplatan er byrjuð að bólgna, skaltu þétta sprunguna eða samskeytin eins fljótt og auðið er. Það geturðu gert með sílikoni, en hafðu samband við okkur endilega, svo við getum saman séð um að passa vel upp á laminat borðplötuna þína.

HVERNIG BORÐPLATA PASSAR
VIÐ HEIMILIÐ ÞITT?

BORÐPLÖTUR FYRIR ALLAR STÍLA
ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top