VELJIÐ RÉTTU
BORÐPLÖTUNA
Þegar valin er ný borðplata fyrir heimilið þitt skiptir bæði praktískir þættir og sjónrænt útlit miklu máli. Borðplatan gefur eldhúsinu eða baðinu persónuleika, en hún þarf einnig að þola álagið sem hún verður fyrir daglega. Því er mikilvægt að þú veljir nýja borðplötu úr sterku efni sem þolir bæði hita og raka. Óháð því hvaða efni þú velur fyrir eldhús,- eða baðplötu, þá færðu eftirfarandi hjá Schmidt:
- Góða endingu
- Mikil gæði
- Umhverfisvæn efni
- Sérsniðna hönnun
- Ráðgjöf og þjónustu
Hvaða borðplötu dreymir þig um? Á að nýja eldhúsborðplatan að vera úr massífu tré eða á hún að þola mikinn hita? Hjá Schmidt eru gæðin alltaf mikil, en verðið fer eftir vali á efni. Þú getur valið úr borðplötum fyrir eldhús eða böð í mörgum mismunandi efnum. Hér að neðan má sjá úrval af þeim tegundum borðplatna sem við bjóðum upp á, bæði frá Schmidt og samstarfsaðilum okkar:
HVAÐA TEGUND AF BORÐPLÖTU ER RÉTT FYRIR ÞIG?
Einn mikilvægasti þátturinn í eldhúsinu er borðplatan, þar sem hún er bæði mikið álagssvæði og einnig punkturinn yfir i-ið í allri hönnun. Áður en þú velur nýja eldhúsborðplötu ættirðu að íhuga hvaða sérstöku þarfir og óskir þú hefur varðandi efni, áferð og þykkt. Borðplötur þola mismikið. Þess vegna ættirðu að kanna hvort borðplatan sem þig langar í uppfylli þínar þarfir. Athugaðu hvort borðplatan hafi þessa eiginleika:
- Er hún hitaþolin fyrir potta og pönnur – Við mælum alltaf með að setja eitthvað undir
• Er hún nógu vatnsheld til að þola álagið í kringum vaskinn? - Dregur hún í sig olíu eða aðra fitu?
• Er hún rispuþolin og þolir hún að eldhúsáhöld séu dregin fram og til baka við notkun - Er auðvelt að hreinsa hana og viðhalda?
Ákvörðunin er stór og það eru margar spurningar sem þarf að hafa í huga. Hjá Schmidt hjálpum við þér að taka bestu ákvörðunina út frá þínum þörfum og óskum og útlit. Hvað sem þú ert að spá í þá förum við yfir það með þér. Með því móti tryggjum við að þú getir notið nýju bordplötunnar þinnar í mörg ár.


PLASTLAGÐAR BORÐPLÖTUR
KOSTIR PLAST-BORÐPLATA:
- Það er ódýrasta lausnin
- Auðvelt að hreinsa og viðhalda
- Slitsterkt efni
- Mikið hreinlæti
- Þolir hita upp að 110 gráðum – notið alltaf vörn undir potta
- Fullkomið fyrir fjölskyldulífið
STEINPLÖTUR
KOSTIRNIR VIÐ BORÐPLÖTU ÚR STEIN
- Mjög góð ending
- Lítið viðhald
- 100% lokað yfirborð
- Rispast ekki auðveldlega
- Hægt að aðlaga að þínum stíl


VIÐARBORÐPLÖTUR
KOSTIRNIR VIÐ BORÐPLÖTU ÚR TRÉ:
- Einstakt og lifandi efni
- Millidýrt
- Hlýleg áferð
- Möguleiki á að slípa í burtu rispur
- Passar við margt
BORDPLÖTUR ÚR STÁLI
KOSTIRNIR VIÐ STÁLPLÖTUR:
- Nýtískulegt útlit
- Mjög mikið hreinlæti
- Mjög slitsterkt
- Endurspeglun ljóss fær eldhúsið til að virka stærra
- Bordplatan fær náttúrulega og fallega áferð með tímanum
HVAÐ ÞARF
BORÐPLATAN ÞÍN AÐ ÞOLA?
Eldhúsið þitt þarf auðvitað að vera meira en bara útlitið. Það er hér sem þið fjölskyldan eldið, bakið og eyðið tíma saman. Borðplatan þín er notuð á hverjum einasta degi og af fleirum en aðeins þér. Það er því stöðugt álag á borðplötunni og við viljum að hún endist vel. Borðplatan þín mun líklega vera útsett fyrir:
HITA
Heitir pottar og pönnur eru staðalbúnaður í virku og uppteknu eldhúsi. Ef þú eldar mikið sjálf/sjálfur getur verið sniðugt að hafa borðplötur sem þola meira hitastig en aðrar. En mundu að fæstar borðplötur þola beinan hita.
RISPUM
Í mikið notuðu eldhúsi er líklegt að rispur myndist á yfirborði borðsins. Þegar þú notar beitta hnífa og færir til ýmis eldhústæki getur það sett sín spor. Fyrir fjölskyldur með börn gæti verið vert að íhuga bordplötu með hárri mótstöðu gegn rispum.
VATN OG BLETTIR
Í eldhúsinu eru vatn, olía og aðrir vökvar oft fastir gestir. Þetta getur þýtt að eldhúsborðplatan verði blettótt eða lendi í vatnsskemmdum, sérstaklega í kringum eldavélina og vaskinn. Sumar tegundir borðplatna eru rakavarnar og draga ekki í sig olíu . Þú ættir því að íhuga hvort vatn, olía eða önnur fita endi oft á borðinu.
KOSTIR SCHMIDT
Það getur verið stór ákvörðun að kaupa nýtt eldhús, bað, fataskápa eða innréttingu fyrir heimilið. Þess vegna er ótrúlega mikilvægt að þú vitir hvaða gæði þú færð. Schmidt innréttingar hafa marga kosti sem geta auðveldað ákvörðunina þína. Hér að neðan geturðu lesið meira um gæðin á vörunum okkar og okkar leiðir í átt að aukinni sjálfbærni.
Af því þú ert einstakur og lausnirnar okkar eru það líka !
BYRJAÐU ÞITT
SCHMIDT FERÐALAG
BÓKAÐU HÖNNUNARFUND
Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði. Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.
Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.