
þvottahús & búr
Þvottahúsið er herbergi sem verður að vera praktískt, en það þarf alls ekki að vera á kostnað útlitsins. Þvottahúsið er falin perla heimilisins og miðstöð vinnu, þar sem hver fersentímeter þarf að vera nýttur með virkni í huga. Leyfðu þér að fá innblástur og gerðu þvottahúsið að stað þar sem virkni mætir hönnun. Hjá Schmidt getur þú raðað saman hinu fullkomna þvottahúsi, skipulagt það til hins ítrasta og sett þinn eigin stíl á það.
Búrið er lítið herbergi nálægt eldhúsinu og þar getum við einnig látið drauma þína rætast. Í sérsmíðuðu búri inn af eldhúsi getur þú haft allt það nauðsynlegasta aðgengilegt í hillum, skápum eða skúffum.
Til að hámarka geymslupláss geturðu sett saman þínar eigin geymslulausnir eftir þínum þörfum. Með breiðu úrvali af yfirborðum, litum, gripum og höldum getum við sérsniðið skápa eftir þínum persónulega smekk og heimili. Eiga þeir að vera einlitir, háglans eða mattir, með viðarspón eða í öðru náttúrulegu efni? Finndu þinn eigin stíl í úrvali okkar af litum, efnum og stílum. Litunum okkar má blanda saman út í hið óendanlega, svo þú getur aðlagað innréttinguna að sjálfum þér.
Litur sýndur: Arcos clay
LITUR SEM BREYTIR ÖLLU
Að nota liti í þvottahúsinu getur gefið herberginu ferskan blæ. Hvort sem þú kýst tímalaust, djarft eða náttúrulegt útlit, þá getur þú fundið mikið úrval í litaskránni okkar.