


baðherbergi
Langar þig að endurnýja baðherbergið og ert að leita að hönnun sem hentar lífstíl fjölskyldunnar? Þá getur þú sótt innblástur í fjölmarga útfærslumöguleika okkar fyrir baðherbergi. Hjá Schmidt finnur þú breitt úrval af baðlausnum sem við getum sérsniðið að þínu heimili, þörfum og persónulega stíl. Hvort sem þú hefur sérstakar óskir fyrir nýja baðið þitt, eða vantar hugmyndir að lausnum, þá hjálpum við þér að skapa hina fullkomnu samsetningu fyrir þig og þitt heimili:
• Vantar þig aukið pláss?
• Dreymir þig um nýtt og ferskt útlit?
• Eða leitarðu að baðinnréttingu sem er öðruvísi?
Baðherbergið þitt ætti að vera þægilegt að dvelja í, og gefa þér yndislega tilfinningu um vellíðan. Þess vegna er mikilvægt að hönnunin uppfylli allar kröfur sem þú hefur um draumabaðið þitt. Viltu nútímalegt útlit á baðinu með hreinum línum og spa-tilfinningu, eða hallast þú frekar að klassísku útliti með tréfrontum og djúpum litum? Hvaða stíll sem passar best við þitt heimili og baðherbergi, eru allar líkur á að þú finnir hann hjá Schmidt.

VIÐ KOMUM HEIM TIL ÞÍN OG MÆLUM ÓKEYPIS
Þegar þú pantar baðherbergi eða aðra lausn hjá Schmidt, er hún framleidd sérstaklega fyrir þig og þitt heimili. Við viljum tryggja að þú sért ánægður með innréttinguna þína í mörg ár, og því er það okkur afar mikilvægt að það sem við afhendum passi niður í minnstu smáatriði. Þess vegna er það sjálfsagt að við mælum upp hjá þér áður en þú leggur inn pöntun, og við gerum það án kostnaðar fyrir þig.
Saman skoðum við möguleika og áskoranir í rýminu, og ef sérstakar lausnir eru nauðsynlegar, þá bjóðum við þær. Einingarnar okkar byggjast á staðlaðri stærð, en ef þörf er á, þá framleiðum við fyrir þig í sérstærðum sem henta þínu rými og verði nákvæmlega eins og þú vilt.
UPPGÖTVAÐU EINSTAKAR LAUSNIR
Hjá Schmidt erum við sérfræðingar í að framleiða tímalausar lausnir fyrir baðherbergið. Við tryggjum að þú fáir hönnun sem virkar og stílhrein smáatriði með sérsniðnum skápum, skúffum og baðinnréttingum, á sama tíma og við gerum þinn persónulega stíl að veruleika. Finndu með okkur réttu litina, efnin og praktískar lausnir sem munu láta þér líða vel í rýminu um ókomin ár. Fáðu innblástur hjá okkur – sjáðu margar frábærar hugmyndir um hvernig þú getur innréttað baðið þitt og nýtt rýmið til hins ítrasta.
Hvort sem þú ert að fara í stórar framkvæmdir á baðinu þínu eða vilt aðeins uppfæra núverandi bað, getur þú hjá Schmidt fengið aðstoð við að finna lausnir og vörur sem gera drauma þína um nýtt baðherbergi að veruleika. Þegar þú velur nýja baðið þitt – eða hvaða aðra lausn sem er – hjá okkur, færðu að njóta einstakra gæða. Hjá Schmidt færðu til dæmis:
- Há gæði
- Sérsniðna hönnun
- 10-25 ára ábyrgð
- Marga frábæra valkosti
- Umhverfisvæn efni






GÆÐI & SJÁLFBÆRNI
HALDAST Í HENDUR
Hjá Schmidt hugsum við um náttúruna í kringum okkur . Óskir okkar um að búa í fallegum híbýlum eiga ekki að vera á kostnað barna okkar og afkomenda. Þess vegna leggjum við áherslu á umhverfissjónarmið þegar nýjungar og hagræðing í framleiðslunni eru skoðaðar. Allt timbur sem við notum kemur úr sjálfbærri skógrækt.
Saman getum við skipt máli!
BYRJAÐU BAÐ-ÆVINTÝRIÐ ÞITT
FÁÐU ÞINN EIGIN STÍL
Hjá Schmidt finnur þú óteljandi útfærslur og valkosti fyrir nýja baðið þitt. Hvort sem þú ert að leita að heitum og náttúrulegum tónum, litríku og persónulegu útliti eða tímalausum og hreinum, ljósum línum – þá finnur þú rétta stílinn fyrir heimilið þitt hjá okkur. Í samvinnu við okkur getur þú hannað þitt eigið draumabað og útfært það í takt við þínar þarfir. Við getum uppfyllt allir þínar óskir um útlit – veldu meðal annars á milli valkosta eins og:
• Háglans
• Matt
• Viðarspónn
• Endurunnin efni
• Einlitt
• Marglitt
Þú getur valið á milli hinnar sívinsælu skandinavísku hönnunar í hlutlausum og náttúrulegum tónum, og meira áberandi lita eða munstra sem gefa rýminu alveg sérstakan stíl. Kafaðu ofan í breitt úrval okkar af mismunandi litum, efnum og stílum, og finndu hjá okkur hina fullkomnu lausn fyrir þitt baðherbergi.

ER BAÐIÐ ÞITT LÍTIÐ? SJÁÐU HÉR
Er plássið á baðinu þínu takmarkað? Þú ert kannski í minni íbúð, eða ert með lítið gestasalerni sem þarfnast endurbóta. Við hjá Schmidt sjáum alltaf tækifæri í stað takmarkana í rýminu. En stundum krefjast þessar aðstæður ákveðins sveigjanleika í hönnun og skápastærðum. Þú getur til dæmis íhugað hvernig þú getur nýtt hæðina í stað breiddarinnar. Þetta snýst einnig um að skapa ljós og loft á baðinu, sem getur gefið tilfinningu um meira rými.
Vantar þig góð ráð og sniðugar leiðir til að innrétta lítið baðherbergi? Við höfum safnað saman 11 ráðum sem gagnast við innréttingu lítilla baða sem þú getur fengið innblástur af. Þú ert einnig alltaf velkomin/n að koma í heimsókn og ræða við ráðgjafa okkar sem hafa fjölda góðra ráða og eru tilbúnir til að leiða þig í gegnum ferlið. Saman finnum við lausn á vandamálum þínum með plássið og komumst að því hvernig þú getur breytt litla baðinu í draumabað.
VELDU DRAUMABAÐIÐ ÞITT HJÁ SCHMIDT
Komdu í heimsókn í sýningarsalinn okkar á Dalvegi og spjallaðu við okkur um hvernig við getum gert drauminn þinn um nýtt baðherbergi að veruleika. Við höfum margskonar ólíka valkosti sem þú getur valið á milli svo þú fáir einmitt það bað sem þig hefur alltaf dreymt um. Við veitum þér heildstæða ráðgjöf, svo þú sért viss um að þú veljir nýtt baðherbergi sem þú munt elska og getur notið í mörg ár.
Viltu sjá litina og finna efnin sem eru í boði fyrir baðherbergi? Sýningarsalurinn okkar er fullur af sýnishornum og innblæstri og þar getur þú séð dæmi um mögulegar baðinnréttingar. Komdu í heimsókn í sýningarsalinn okkar og upplifðu muninn með eigin augum, eða bókaðu fund með einum af okkar færu ráðgjöfum – og þá finnum við saman leiðina að draumabaðinu þínu.

MEIRI INNBLÁSTUR
Viður er eitt vinsælasta trendið núna! Með fallegum baðinnréttingum úr
BÓKAÐU HÖNNUNARFUND
Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði. Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.
Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.
DET MODERNE KØKKEN
Ordet ”moderne” indikerer nutidige trends adopteret af flertallet. Og når det angår Schmidts køkkener, bliver ”moderne” sat i spænd med stilfuldt og elegant design, der afspejler rene linjer, nytænkning og modige sammensætninger. Alle vores moderne køkkendesigns er udformet med finesse, skarpsindighed og lækre detaljer fra top til bund, hvor der hverken er sparet på kvalitet og funktionalitet.
Med vores brede køkkensortiment tilbyder vi et utal af kombinationsmuligheder, så du kan sammensætte lige netop dét moderne designkøkken, der passer perfekt til dig og dit hjem. Vi har den perfekte køkkenløsning til dig – uanset om du er på udkig efter et moderne køkken med minimalistisk udtryk, afrundede hjørner og fronter i højglans, eller et nordiskpræget køkken med træeffekt og uden håndtag. Hos Schmidt kan du designe dit helt eget køkken – det er kun fantasien, der sætter grænser.
Drøm dig væk i et univers af moderne designkøkkener og udforsk de mange køkkenløsninger, der vil passe perfekt ind i dit hjem. Booker du et uforpligtende inspirationsmøde hos din lokale Schmidt-butik, guider vi dig igennem strømmen af moderne køkkendesigns og kombinationsmuligheder. Vi står klar med mange års erfaring og ekspertise, som kan hjælpe dig et skridt nærmere dit drømmekøkken.