VIÐARBORÐPLÖTUR
Borðplata úr massífu tré færir líf og hlýju inn á heimilið þitt. Þú færð borðplötu sem hentar mörgum mismunandi tegundum eldhúsa og sem með tímanum minnir þig á að þú ert að vinna með lifandi efni. Tréborðplata krefst smá viðhalds, en í staðinn færðu einstaka borðplötu sem verður fallegri með árunum.
KOSTIR TRÉSINS:
- Þú færð borðplötu úr einstöku og lifandi efni.
- Millidýr valkostur
- Falleg áferð með tímanum
- Rispur má slípa burt
- Hentar með flestöllum tegundum eldhúsa
BORÐPLATA ÚR TRÉ ER EKKI TÍSKUBYLGJA
Massíf borðplata úr tré passar vel inn á flest heimili. Það er einmitt þess vegna sem viðarborðplötur fara aldrei úr tísku, og með fallegu og tímalausu útliti passar hún bæði inn á klassísk og minimalísk heimili.
Að vera með massífa tréplötu gefur ákveðna tilfinningu fyrir munaði. Það hljómar eins og eitthvað sem hefur slæm áhrif á budduna, en í raun og veru eru borðplötur úr tré á miðju verðbilinu. Verðið mun að sjálfsögðu fara eftir stærð eldhússins og borðplötunnar, en almennt eru massífar viðarplötur ekki á dýrasta enda skalans. Ef þú vilt fá nákvæmt verðtilboð á borðplötu úr tré fyrir eldhúsið þitt, endilega hafðu samband við okkur. Það er algerlega án skuldbindinga.
LIFANDI EFNIVIÐUR SEM VERÐUR FALLEGRI MEÐ TÍMANUM:
Þar sem viður er lifandi efni, hegðar hann sér líka öðruvísi en til dæmis laminat eða stál. Með tímanum munu viðurinn hreyfa sig og stækka örlítið. Þú þarft ekki að óttast að borðplatan þín taki yfir matreiðsluna, en með tímanum mun hún taka örlitlum breytingum. Liturinn á borðplötunni mun þróast með tímanum og mögulega breyta um tón.
Umhverfið í kringum tréplötuna, svo sem hitaskipti, loft og rakastig, gerir það að verkum að viðurinn breytist örlítið. Þetta er ekki galli á borðplötunni, það er bara tréð sem, líkt og borðplata úr stáli, fær sína eigin náttúrulegu áferð með tímanum. Áferð merkir hér „falleg og heillandi merki um öldrun og notkun“, sem sést líka oft á málverkum eða skúlptúrum sem bera merki tímans. Þessi náttúrulega áferð gerir einnig tréborðplötuna þína einstaka, þar sem tvær borðplötur eldast aldrei á sama hátt.
LÁGMARKS VIÐHALD HELDUR LÍFI Í BORÐPLÖTUNNI ÞINNI:
Borðplata úr tré þarfnast aðeins lítils viðhalds. Ef borðplatan þín er olíuborin, þarftu aðeins að olíabera hana 2-3 sinnum á ári, einu sinni 4 mánaða fresti. Það er best að þú notir svipaða olíu og var upphaflega notuð á plötuna og þess vegna ráðleggjum þér að spyrja okkur um ráð þegar kemur að viðhaldi.
Olíumeðferðin stuðlar að því að borðplatan þín hafi meiri mótstöðu gegn óhreinindum og vökva. Viðurinn getur nefnilega ekki dregið í sig vökva og óhreinindi þegar hann er mettaður af olíu. Olíumeðferðin hjálpar einnig til við að glæða viðinn lífi, þar sem olían dregur fram æðarnar í trénu og gefur því sérstakan blæ. Liturinn og blærinn fer einnig eftir hvaða olíu þú notar. Olíumeðferðin hjálpar einnig gegn þurrki.
Ef borðplatan þín er meðhöndluð með sápu í stað olíu, ættirðu að bera á hana sápu einu sinni í mánuði eða þegar þér finnst hún vera að þorna.
ÞÚ GETUR SJÁLF/SJÁLFUR FJARLÆGT RISPUR AF TRÉBORÐPLÖTU :
Dagleg þrif á borðplötu úr tré gerir þú með blautum klút. Ef blettirnir eru erfiðir, geturðu notað milda sápu eða venjuleg eldhúshreinsiefni. Ef þú ert svo óheppin/n að hafa fengið rispur, vökvaskemmdir eða aðrar yfirborðsskemmdir, getur þú oft sjálf/sjálfur lagað skemmdina.
Þar sem viðarborðplata er úr massífu tré, gengur sama efnið í gegnum alla borðplötuna. Þess vegna getur þú slípað yfirborðið á borðplötunni með fínum sandpappír, (til dæmis 180 korna pappír). Þú skalt aðeins slípa í sömu átt og æðarnar liggja í viðnum, og svo meðhöndlar þú með sömu olíu og var borin á plötuna í upphafi.
Ef það er aðeins lítil rispa sem þú vilt laga, geturðu í raun gert það með valhnetu. Þú nuddar bara hnetunni meðfram kvistunum í trénu, alveg eins og gert væri með sandpappír. Eigin olía hnetunnar mun því nudda sig niður í tréð og rispan mun lagast.
Ef þú ert í vafa um hvað sé besta meðferðarformið fyrir borðplötuna þína, ekki hika við að hafa samband við næstu Schmidt-verslun. Við aðstoðum þig gjarnan.
HVERNIG BORÐPLATA PASSAR
VIÐ HEIMILIÐ ÞITT?
BÓKAÐU HÖNNUNARFUND
Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði. Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.
Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.