BORÐPLÖTUR ÚR STÁLI
Ef þú kærir þig um um bæði faglega virkni og hönnun, er eldhúsborðplata úr stáli valkostur fyrir þig. Með nútímalegu iðnaðar útliti og slitsterku efni er borðplata úr stáli fullkomin fyrir þá sem vilja ekki fórna neinu. Við höfum safnað saman öllu því sem þú þarft að vita um borðplötur úr stáli hér.
HVAÐ ER BORÐPLATA ÚR STÁLI?
Flestir kannast líklega best við borðplötur úr stáli úr stórum iðnaðareldhúsum. Við sjáum hins vegar vaxandi áhuga einstaklinga á borðplötum úr stáli fyrir sín eigin eldhús. Þetta skapar elegant og fagmannlegt iðnaðarútlit í eldhúsinu.
Borðplata úr stáli er fáanleg í tveimur útfærslum. Þú getur annars vegar valið borðplötu sem er framleidd úr ryðfríu stáli og límd á spónarplötu með melamíni. Í því tilfelli getur þú sjálf/sjálfur valið bæði þykkt og margar mismunandi brúnir.
Hins vegar getur þú valið borðplötu úr massífu stáli. Hér er um að ræða borðplötu sem er mun þyngri og einnig í hærri verðflokki. Útlitið á þessari massífu stálplötu er örlítið meira elegant og hún hefur háa mótstöðu gegn hitaskemmdum.


BORÐPLÖTUR ÚR STÁLI
- Nútímalegt útlit
- Mjög hár hreinlætisstaðall
- Slitsterk og praktísk
- Endurspeglun ljóss lætur eldhúsið þitt virka stærra
- Borðplatan fær með tímanum náttúrulega og fallega áferð
ENDALAUSIR EIGINLEIKAR:
Virkni og hreinlæti eru í forgrunni þegar við tölum um borðplötur úr stáli fyrir eldhús. Vegna þess að sterkt yfirborðið er alveg lokað, geta vökvar ekki komist niður í stálið og ofan í sjálfa borðplötuna. Þetta gerir borðplötuna mun slitsterkari í daglegri notkun, og þetta er einnig ein af ástæðunum fyrir því að borðplötur úr stáli eru sá valkostur sem langflest atvinnueldhús velja.
Auk þess sem stálborðplatan hefur lokað yfirborð sem gerir hana vatnsþolna og auðvelda að hreinsa, er borðplatan einnig vernduð gegn blettum og óhreinindum sem festast. Stundum kemur fyrir að óhreinindi og vökvar sogast niður í borðplötur úr tré. Þetta getur ekki gerst ef þú velur borðplötu úr stáli.
Stálplatan er einnig mjög hagnýt í notkun. Hún einkennist af hreinum línum og samskeyti milli borðplötu og vasks eru soðin, slípuð og póleruð þannig að þau verða ósýnileg. Til dæmis þar koma hreinlætis-yfirburðir stálplötunnar fram, þar sem engin samskeyti eru á milli vasksins og borðplötunnar sem óhreinindi geta fest sig í. Auðvelt er að strjúka mylsnu og önnur óhreinindi beint niður í vaskinn.
HVERNIG BORÐPLATA PASSAR
VIÐ HEIMILIÐ ÞITT?
BÓKAÐU HÖNNUNARFUND
Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði. Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.
Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.