Ertu að taka baðið alveg í gegn eða ertu aðeins að uppfæra gamla?
Óháð því hvað þú ert að gera þá hefurðu örugglega gott af smá innblæstri. Það eru nefnilega svo mörg atriði sem þú þarft að íhuga. Það snýr bæði að því sem praktískt er, með tilliti til lagalegra skilyrða sem baðherbergi þarf að uppfylla, auk þess að snúa að stílnum og andrúmsloftinu sem þú vilt að baðið hafi.
Í þessari grein munum við koma með ráð fyrir öll baðherbergi – hvort sem er lítið eða stórt bað, klassískt eða nútímalegt bað, baðherbergi með spa-stemningu, ljósum litum eða eitthvað allt annað. Lestu áfram og fáðu innblástur um hvernig þú getur innréttað fallegt bað sem endurspeglar heimilið þitt og persónuleika með þessum 6 ráðum.
1. GERÐU ÁÆTLUN FYRIR NÝJA BAÐið ÞITT
Það er góð hugmynd að gera áætlun og að ákveða hvaða stíl þú vilt hafa á baðinu þínu áður en þú byrjar á stóru framkvæmdinni. Þannig kemur þú í veg fyrir klúður og tryggir farsæla framkvæmd.
Byrjaðu á að íhuga hvort þú viljir nútímalegt, klassískt eða kannski lúxus bað. Hvaða stíl sem þú velur, skaltu stefna að því að halda honum samræmdum til að ná fram samhljómi.
Innblástur fyrir nýtt bað má finna á mörgum stöðum, frá innanhússhönnunartímaritum og hótelherbergjum til náttúrunnar. Þú getur fengið innblástur af mismunandi innréttingum í bæklingunum okkar.
2. FÁÐU REGLURNAR Á HREINT
Áður en þú byrjar að innrétta nýja baðið, er mikilvægt að hugsa um hvaða lagaskilyrði þú þarft að uppfylla. Þessi skilyrði fela meðal annars í sér að vinna á baðinu verður að fara fram af löggiltum iðnaðarmönnum, því getur verið kostur að fá tilboð frá hinum ýmsu iðnaðarmönnum til samanburðar.
Sjálf hönnun baðsins þíns verður einnig að uppfylla ýmis skilyrði, og þá skaltu fá aðstoð frá fagfólki.
3. ÁKVEDDU HVORT ÞÚ VILJIR KLASSÍSKT EÐA NÝTÍSKU BAÐ
Hver er stíllinn á innréttingunni þinni? Er allt nýtt og nútímalegt með tveimur vöskum, tveimur speglum, tvöfaldri sturtu osfrv.? Eða hefurðu valið þægilegan klassískan stíl með mörgum litlum flísum? Nýja baðið þitt ætti að passa við heildarstíl heimilisins.
Hjá Schmidt finnur þú mikið úrval af böðum sem hægt er að sérsníða að þínu heimili, þínum þörfum og þínum persónulega stíl. Hvað sem hönnuninni varðar, getum við aðstoðað þig við allt frá innblæstri til afhendingar og uppsetningar.
4. SKAPAÐU PLÁSS Á LITLU BAÐI
Ertu með lítið baðherbergi? Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af innréttingu – við erum með eitthvað fyrir þig. Það eru mörg leynd tækifæri á litlum baðherbergjum. Það snýst bara um að vera skapandi og velja rétta innréttingu.
Þegar þú leitar að innblæstri fyrir nýtt lítið bað, skaltu fyrst og fremst einbeita þér að geymslumöguleikunum. Á litlum baðherbergjum er plássið þröngt, svo að snjallar og praktískar lausnir eru nauðsynlegar. Það gæti verið kostur að hafa vegghengt salerni og grunnan en sniðugan geymsluskáp.
Þú getur til dæmis fengið innblástur af geymslumöguleikunum á þessu nútímalega baði. Hér er mikið af skápaplássi og hvíti liturinn kemur með léttleika inn á lítið bað.
5. INNRÉTTAÐU PERSÓNULEGA
Hvaða stíl sem þú kýst á baðinu, skaltu innrétta það á þann hátt að það verði þægilegt að eyða þar tíma. Þó þú hafir valið skápa í klassískum hvítum litum, geturðu auðveldlega glætt baðið lífi með flísum í mismunandi litum eða litríkum blöndunartækjum. Þú getur einnig notað náttúruleg efni eins og tré, steypu og stein til að fá meira rustíkt og norrænt útlit.
Smáatriðin eru það sem skapar persónuleikann á baðinu þínu, og þessi smáatriði geta verið allskonar. Þú getur til dæmis gert baðið þitt persónulegt með eftirfarandi:
- List eða myndir á veggjum
- Pottar eða vasar með fallegum plöntum
- Fallegar hillu með smá skreytingum
- Messing höldur og sápuskammtarar
- Gæðahandklæði í uppáhalds litunum þínum
6. HAFÐU HÖNNUNINA NOTENDAVÆNA
Þó hönnun, stíll og persónuleg smáatriði séu mikilvæg inni á baði, er sérstaklega mikilvægt að baðherbergið sé notendavænt. Þetta felur meðal annars í sér að baðið á að vera auðvelt að þrífa og viðhald verður að vera auðvelt.
Veldu borðplötu án samskeyta og hafðu eins fá horn og brúnir og hægt er. Þú getur einnig íhugað að fjárfesta í vegghengdu salerni, þar sem það gerir hreinsun á bæði gólfi og salerni mun auðveldari.
Innrétting baðsins þíns snýst í raun um smekk og þægindi, en ekki gleyma praktísku atriðunum og mundu að fá ráðgjöf frá fagmönnum.