BORÐPLÖTUR ÚR STEINI
Steinborðplata í eldhúsinu sameinar notagildi, útlit og glæsileika. Þú færð borðplötu í hæsta gæðaflokki sem hægt er að samræma þínum smekk og lítur út eins og hún sé skorin beint út úr fjallshlíð. Borðplatan er afar endingargóð og krefst varla viðhalds.
KOSTIR ÞESS AÐ VERA MEÐ BORÐPLÖTU ÚR STEIN:
- Mjög góð ending
- Auðvelt að viðhalda
- 100% lokað yfirborð
- Rispuþol
- Fullkomnar þinn stíl
FALLEG BORÐPLATA SEM ER SKÖPUÐ FYRIR DAGLEGA NOTKUN:
Borðplötur úr stein hafa lokað yfirborð sem gerir þær fullkomnar fyrir daglega notkun. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af blettum, þar sem yfirborðið er lokað og dregur ekkert í sig. Borðplatan er auðveld í þrifum vegna slétts yfirborðsins.
Borðplatan gerir lífið einnig erfitt fyrir bakteríur, sem geta ekki sest að í sjálfri plötunni. Borðplata úr stein býður því upp á aukið hreinlæti.
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af að rispa steinborðplötuna þína með heimilistækjum eða áhöldum. Borðplatan þín þolir eðlilega daglega notkun og þú getur notið náttúrulegs útlits borðplötunnar og notendavæns yfirborðs án þess að hafa áhyggjur.
Borðplötur úr stein hafa yfirborð með kaldara hitastigi en til dæmis borðplötur úr massífu tré eða laminat. Það gerir þær mjög góðar til að vinna á ef þú ætlar að baka. Slétt og kalt yfirborðið hjálpar nefnilega til, svo deigið losnar auðveldlega frá borðplötunni.
SVONA VIÐHELDUR ÞÚ BORÐPLÖTU ÚR STEIN:
Vegna þess að borðplatan er mjög endingargóð þarftu ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi. Í stórum dráttum dugar að fara yfir hana með blautum klút og venjulegu þvottaefni.
Það eru til þvottaefni sem eru sérstaklega þróuð fyrir steinplötur, sem þú getur notað við daglega hreinsun plötunnar. Einnig eru til sérstök efni sem þú getur notað á erfiðari bletti.
FARÐU VARLEGA MEÐ HITA OG EKKI NOTA ERTANDI ÞVOTTAEFNI:
Borðplata úr stein er fremur endingargóð, en allt of há hitastig geta skemmt borðplötuna. Farðu því varlega með heita potta og pönnur, þar sem þau geta mögulega valdið hitaskemmdum á borðplötunni. Ef litabeytingar koma fram vegna hitaskemmda, er ekki hægt að fjarlægja þær.
Ef kalkmyndun kemur fram í kringum vaskinn, geturðu fjarlægt það með venjulegu ediki. Þú mátt aldrei nota öflug sýru-þvottaefni, þar sem það getur skemmt yfirborðið.
MIKIL GÆÐI SEM ENDAST ÚT LÍFIÐ:
Þegar þú kaupir borðplötu úr stein fyrir eldhúsið, þá ertu að kaupa borðplötu sem endist fyrir lífstíð. Vegna yfirborðsstyrks og þols gegn skemmdum og blettum, getur borðplata úr stein enst í mörg ár.
Þó að borðplötur úr steini séu ekki ódýrasti kosturinn, getur það borgað sig í framtíðinni að hafa valið hann. Þú greiðir fyrir gæðin og þau tryggja að borðplatan endist mun lengur en allar aðrar tegundir borðplatna.
HVERNIG BORÐPLATA PASSAR
VIÐ HEIMILIÐ ÞITT?
BÓKAÐU HÖNNUNARFUND
Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði. Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.
Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.