Svona verður heimilið þitt sjálfbært

Allir eru að tala um þetta: við verðum að vera sjálfbær. En hvernig getum við verið sjálfbær, án þess að það þýði að þú verðir að lifa eins og Amish og banna allt sem er skemmtilegt og nýtt? Hér eru 15 einföld ráð sem þú getur notað í daglegu lífi til þess að stuðla að sjálfbærni

Sjálfbærni. Þetta hefur líklega verið eitt af mest notuðu orðunum síðastliðin ár – og það virðist ekki stoppa í bráð, því við erum langt frá því að vera búin að bjarga jörðinni. En fyrir utan að vera heitasta buzzword fyrirtækjanna og einkenni tíðarandans, hvað þýðir það í raun? Hvernig getum við hætt að tala um það og í raun gert eitthvað í því?

Að vera sjálfbær snýst um að geta lifað og hrærst í heiminum á jákvæðan hátt – án þess að eyðileggja það sem þegar er. Það er með öðrum orðum mikilvægt að við sem neytendur séum meðvituð um hvernig athafnir okkar hafa áhrif á jörðina. Þú getur meðal annars gert þetta með því að fylgja þessum einföldu ráðleggingum.

15 RÁÐ TIL AÐ STUÐLA AÐ SJÁLFBÆRNI Í DAGLEGU LÍFI - SVONA GERIR ÞÚ ÞAÐ

Sumt af þessu er heilbrigð skynsemi vegna þess að það er orkusparandi – en það skaðar aldrei að verða minntur á það, er það nokkuð? Að spara orku verndar ekki aðeins umhverfið heldur einnig veskið, og það er bara kostur, ekki satt? Vinn-vinn segjum við bara.

1. LEGÐU LOKIÐ Á

Þegar þú leggur lok á pottana notar þú aðeins fjórðung af orkunni til að halda 1,5 lítrum af vatni sjóðandi á meðan á matreiðslu stendur.

2. STILLTU KÆLANA Á FJÓRAR GRÁÐUR

Þetta er hið fullkomna hitastig til að halda matnum ferskum án þess að nota of mikla orku.

3. FORÐASTU FRYSTIVÖRU

Fjölskylda notar að meðaltali 100 kWh á ári í kælingu. Þetta jafngildir orkunni í 80 lítrum af bensíni.

4. FLOKKAÐU SORPIÐ

Þegar þú flokkar úrgang í sérstakar ruslatunnur þá er hann meðhöndlaður rétt og á sama tíma minnkar þú magn úrgangs. Hver einstaklingur framleiðir meira en eitt kíló af úrgangi á dag, sem er tvöfalt meira en árið 1960. Það er kannski ekki svo skrítið að þetta mengar – mikið.

5. VELDU HEIMILISTÆKI MEÐ ORKUMERKINGUNA A

Þú hefur líklega séð að það stendur allt frá A til G á heimilistækjunum þínum. Stafurinn þýðir í raun eitthvað. Til dæmis hefur uppþvottavél með merkina A notkun undir 1,06 kWh, á meðan G-flokkur notar meira en 2,05 kWh.

6. SKIPTU YFIR Í SPARPERUR EÐA LED

Þú þarft að eyða aðeins meira, því það kostar aðeins meira að kaupa sparperu eða LED-peru, en í staðinn hafa þau líftíma yfir 8000 klukkustundir, á meðan venjulegar ljósperur endast aðeins í 1000 klukkustundir. Með sparperu geturðu sparað allt að 75% af rafmagnsreikningnum, það er líklega þess virði, er það ekki?

7. DREKKTU VATN ÚR KRANANUM HEIMA

Skiptu flöskuvatninu frá matvöruversluninni út fyrir vatn úr krananum heima. Aðeins 17% af plastinu frá meðal annars vatnsflöskum er endurunnið.

8. LÁTTU ENDURVINNA HLUTINA ÞÍNA OG KEYPTU NOTAÐ

Margir af hlutunum þínum geta fengið nýtt líf ef þú notar smá tíma í að laga þá, í staðinn fyrir að hugsa um nýtt-nýtt-nýtt. Þú getur líka keypt aðra notaða hluti í staðinn fyrir að versla alltaf nýtt.

9. VELDU HVERN ÞÚ SKIPTIR VIÐ

Settu kröfur á birgja og styðjið við verslanir sem selja vörur sem er umhugað um umhverfið og eru grænar í gegn. Akkúrat eins og sumar vörur eru svansmerktar, geturðu athugað hvort fyrirtækið sé með umhverfisvottun.

10. KEYPTU GÆÐI

Þegar þú kaupir þér dýra hluti í góðum gæðum, passarðu betur upp á þá, og þeir endast lengur, svo þú þarft ekki að skipta þeim út jafn fljótt.

11. MINNKAÐU HEITAVATNSNOTKUN

Það renna út 10 lítrar af vatni á mínútu þegar þú ferð í sturtu, svo taktu aðeins styttri sturtur. Gerðu jafnvel keppni í fjölskyldunni um hver getur notað styttri tíma (og samt verið hreinn á bak við eyrun, auðvitað).

12. EKKI NOTA OFNINN TIL UPPHITUNAR

Notaðu brauðristina, pönnuna, pottinn eða örbylgjuofninn þegar þú ætlar að hita eða endurhita matinn. Það er óþarfi að láta ofninn hita sig í hálfa klukkustund bara til að hita eitthvað í fimm mínútur.

13. SKRÚFAÐU NIÐUR HITANN

Þegar þú þværð föt, snýst það að sjálfsögðu um að fá þau hrein og að fjarlægja bakteríur. En ef þú lækkar þvottahitann, er það bæði betra og mildara fyrir fötin og umhverfið. Og hengdu þau gjarnan út á snúru eftir þvott!

14. SLÖKKTU Á TÆKJUNUM

Ekki hafa áhyggjur, við biðjum þig ekki um að hætta að nota Netflix eða Instagram, en slökktu á tækjunum þegar þú ert að fara út úr herberginu, svo rafmagnsreikningurinn hækki ekki og umhverfið elski þig.

15. HENTU UPPÞVOTTABURSTANUM ÞÍNUM

Það er kominn tími til að kaupa nýjan uppþvottabursta sem inniheldur ekki plast sem endar í sjónum og í drykkjarvatninu okkar.

HVERJU ERTU AÐ BÍÐA EFTIR?

„Ef við förum í alvöru átak saman, getum við varið plánetuna okkar. Það krefst aðeins lítils átaks, en áhrifin yrðu mikil,“ segir Jacob Skjødt hjá Schmidt Kjøken, sem vill stefna að 100% endurvinnslu.

Schmidt er eini eldhús- og baðinnréttinga framleiðandinn í Evrópu sem uppfyllir vottanir fyrir meðal annars umhverfi, sjálfbærni, gæði og vinnuöryggi – og gerir það án þess að fórna gæðunum.

Vísindamennirnir segja að við megum enga tíma missa ef við ætlum að tryggja áframhaldandi gæði jarðarinnar fyrir komandi kynslóðir, en ef þú byrjar með þessum aðgerðum, ertu nú þegar kominn langt með að verða flottur, umhverfismeðvitaður neytandi sem setur kröfur á bæði sjálfan sig og fyrirtækin sem hann skiptir við.

MEIRI INNBLÁSTUR

FÁÐU GÓÐAR HUGMYNDIR FYRIR NÝJA ELDHÚSIÐ ÞITTErtu að leita að

Hjá Schmidt elskum við tré. Við gerum viðareldhúsið þitt fullkomið

Eldhúseyja með setusvæði, eða kannski matarborði, er einföld og fljótleg

Ertu að fara að fá kaupa nýtt eldhús eða viltu

ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top