Skápar

Ertu að fara að innrétta nýjan skáp á heimilinu en vantar innblástur fyrir fallega og hagnýta innréttingu? Hér gefum við þér nokkur góð ráð og innblástur fyrir snjallar skápalausnir.

Það getur verið erfitt að búa til skáp sem bæði rúmar mikið af fatnaði og skóm, en er einnig falleg mubla sem passar inn á heimilið. Því er mikilvægt að íhuga hvaða þarfir þú hefur í tengslum við pláss og stíl. Þegar þú innréttar með áherslu á þessar þarfir, þá ertu viss um að skápinnréttingin þín verður bæði persónuleg, falleg og hagnýt.

Mikilvægt er að leggja bæði áherslu á hagnýtni og fegurð, svo þú endir ekki með skáp sem er aðeins hagnýtur og sniðugur að innan, en óhuggulegur að sjá, eða lausn sem er falleg, en nánast ónothæf. Þú ættir því að íhuga eftirfarandi áður en þú innréttar nýjan skáp: 

  • Hvað viltu geyma? Eru það aðeins föt, eða á einnig að vera pláss fyrir skó, fylgihluti og annað?
  • Getur meirihlutinn legið á hillum eða á að vera mikið pláss fyrir hangandi föt?
  • Þarftu einnig skápa eða kassa fyrir nærföt, húfur, sokka og svipað?
  • Á þetta að vera fyrst og fremst hagnýt lausn eða ertu að fegra heimilið?

Með því að svara þessum spurningum verður auðveldara fyrir þig að velja réttu lausnina sem uppfyllir þínar þarfir fyrir geymslupláss. Síðan geturðu haldið áfram að skoða ýmsar skápalausnir sem þú getur valið á milli.

GANGSKÁPUR

Ef þú hefur mikið pláss á heimilinu er gangskápur frábær valkostur. Flestum dreymir um að hafa pláss fyrir þessa lausn, því það er gott að eiga stóran skáp þar sem aðgengi er gott og plássið nægt frá gólfi upp í loft. Kosturinn við skápana okkar er að þú getur innréttað þá nákvæmlega eins og þú vilt. Það er pláss fyrir allt og þú getur raðað skóm og fylgihlutum snyrtilega, og auðveldlega fundið þau föt sem þú þarft. Gangskápur er mjög góð lausn.

INNBYGGÐUR SKÁPUR

Innbyggðir skápar eru líka mjög hagnýt og einföld lausn. Skáparnir eru sérsniðnir að herberginu alveg niður í minnstu smáatriði og þú nýtir allt pláss frá gólfi til lofts. Með þessari tegund af innréttingu hefur þú aukið pláss fyrir geymslu og getur aðlagað skápinn svo hann passi við þínar þarfir. Innbyggður skápur er einnig stílhreinn og einfaldur kostur sem má búa til í ýmsum litum og efnum, svo að hann passi akkúrat inn á heimilið þitt.

OPINN EÐA LOKAÐUR SKÁPUR?

Nú þegar þú ert að fá þér nýjan skáp, er mikilvægt að aðlaga hann að þínum persónulega stíl og búa til góða lausn sem samræmist restinni af heimilinu. Ef þú kýst opinn skáp er mikilvægt að innrétta skápinn vel, svo að hann verði ekki óskipulagður og truflandi augað. Þessi skápur er fín lausn fyrir þig sem hefur alltaf röð á hlutunum. Velurðu hins vegar lokaðan skáp, færðu klassíska og góða lausn með miklu geymslurými. Þetta er fullkomin lausn fyrir þig sem vilt getað lokað dótið inni.

Þurfir þú frekari innblástur fyrir rétta skápinn inn á heimilið þitt, ertu alltaf velkomin að heimsækja næstu Schmidt-verslun.

 

MEIRI INNBLÁSTUR

FÁÐU GÓÐAR HUGMYNDIR FYRIR NÝJA ELDHÚSIÐ ÞITTErtu að leita að

Hjá Schmidt elskum við tré. Við gerum viðareldhúsið þitt fullkomið

Eldhúseyja með setusvæði, eða kannski matarborði, er einföld og fljótleg

Ertu að fara að fá kaupa nýtt eldhús eða viltu

ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top