Ekkert heimili er fullkomið án alvöru walk-in fataskáps, og í þessari grein gefum við þér margar góðar hugmyndir um hvernig þú getur best innréttað walk-in fataskáp á þínu heimili. Sama hversu stórt eða smátt rýmið er, þá hefur þú tækifæri til að innrétta fataskáp sem hentar þér og þínum stíl. Lestu áfram og fáðu 5 góðar hugmyndir að fataskápnum þínum.
Walk-in fataskápur gefur þér möguleika til að fá fullkomna yfirsýn og ekki síst pláss fyrir bæði upphengd föt og gott skipulag fyrir skó og fylgihluti. Hjá Schmidt finnur þú walk-in fataskápa og aðra fataskápa í öllum mögulegum gerðum, og þú getur sniðið þá fataskápalausn sem hentar þínu heimili og þínum þörfum best. Þú getur valið fataskáp sem uppfyllir þínar óskir um geymslurými og sem passar um leið inn í herbergið þar sem fataskápurinn á að vera.
1. AÐLAGAÐU FATAHERBERGIÐ ÞITT AÐ RÝMINU
Mörg heimili eru með skásetta veggi eða hallandi þök – sem getur skapað vandamál þegar setja á upp innréttingar. Sem betur fer þurfa þessir skáveggir ekki að vera hindrun þegar þú innréttar heimilið þitt með nýjum fataskáp frá Schmidt. Þú getur auðveldlega fengið praktískan walk-in fataskáp undir skávegg.
Veldu til dæmis skápa eins og Arcos/Loft, sem er fataskápur sem sniðinn er að skáveggjunum í herberginu. Fataskápurinn fellur vel inn í herbergið og er hannaður til að nýta plássið sem best. Þú getur ákveðið sjálf/sjálfur hvernig fataskápurinn þinn á að líta út. Þú getur til dæmis valið hurðir í fjölmörgum litum fyrir walk-in fataskápinn þinn.
2. EKKI LÁTA FERMETRAFJÖLDA TAKMARKA ÞIG
Þótt þú eigir lítið heimili þarftu ekki að segja skilið við drauminn um walk-in fataskáp. Þú getur auðveldlega komið upp walk-in fataskáp í litlu rými, það þarf bara að vera skapandi og hugsa út fyrir kassannþ
Með aðstoð rennihurðar getur þú til dæmis búið til walk-in fataskáp í svefnherberginu þínu. Þessi lausn gerir þér kleift að nýta plássið sem best með því að láta fataskápinn ná frá vegg í vegg og gólfi til lofts.
3. GERÐU TILRAUNIR MEÐ EFNI OG HÖNNUN
Hver segir að walk-in fataskápur þurfi aðeins að vera úr hvítum hillum? Þegar þú innréttar þinn nýja walk-in fataskáp geturðu auðveldlega losað ímyndunaraflið og verið skapandi með efnis- og hönnunarvalkostunum okkar. Sameinaðu til dæmis hvítu efnin í walk-in fataskápnum með viðaráferð, eins og hér í Blanc/Cognac lausn Schmidt.
Með því að sameina viðarlitinn cognac við hvítt háglans lakk nærðu nútímalegu norrænu útliti. Þú getur smíðað skápinn sjálfur með opnum og lokuðum pörtum sem hægt er að raða saman eftir óskum þínum. Í stuttu máli – þú hefur mikla möguleika á að vera skapandi þegar þú hannar nýja walk-in fataskápinn þinn.
4. GEFÐU STÓRUM DRAUMUM RÝMI
Ef þú hefur pláss til þess, af hverju ekki að fá að upplifa drauminn um stórt og glæsilegt fataherbergi? Það þarf alls ekki að vera of mikið eða líta ósmekklega út.
Ef þú velur til dæmis fataskápa frá Schmidt, Everest, færðu sérsniðið fataherbergi með nægu plássi fyrir föt, skó og fylgihluti. Til að skapa jafnvægi geturðu valið að hafa fataherbergið í hvítum eða ljósum tónum. Með þannig útliti getur þú látið litina á fötunum ráða ríkjum í fataskápnum og forðast að skápurinn sjálfur taki of mikið pláss.
5. HUGSAÐU UM SMÁATRIÐIN Í FATAHERBERGINU ÞÍNU
Fataherbergi á fyrst og fremst að hjálpa þér við að skipuleggja og hafa yfirsýn yfir föt, skó og fylgihluti. Auk þess er líka mikilvægt að fataherbergið endurspegli stílinn í svefnherberginu, sem og restinni af heimilinu. Hér getur þú leyft Schmidt að aðstoða þig við að velja einfaldan og nútímalegan walk-in fataskáp, eins og þennan sem er í litunum Celest/Zonza/Caneo. Á þennan máta getur þú sjálfur hannað fataherbergið þitt þannig að það passi við allt annað inni á heimilinu. Það getur til dæmis verið í stíl við listaverk á veggjum, gólfið, hurðarnar o.s.frv.
Með hjálp frá Schmidt er auðvelt að finna þinn eigin stíl þegar þú innréttar walk-in fataskáp. Hjá okkur geturðu sniðið fataskápinn þinn þannig að hann passi við heimilið þitt og persónulegan smekk. Þú getur sjálfur sett saman yfirborð og liti, og hvort sem þú kýst einlitt, háglans, matt, viðarspón eða önnur náttúruleg efni, verður fataherbergið alltaf aðlagað að þér og þínum þörfum.
Heimsæktu næstu Schmidt verslun eða skoðaðu vöruúrvalið okkar hér og fáðu innblástur fyrir fataskápinn þinn. Við lofum að þú getur fengið fataskápadrauminn þinn uppfylltan hjá Schmidt.