AÐ INNRÉTTA LÍTIÐ ELDHÚS
Þú þarft ekki nauðsynlega stórt rými til að hafa gott vinnupláss í eldhúsinu. Lítið eldhús á takmörkuðu svæði getur virkað mjög vel ef rýmið sem þú hefur til ráðstöfunar er nýtt fullkomlega. Hjá Schmidt bjóðum við eldhúslausnir fyrir lítil eldhús sem tryggja hámarks nýtingu á því plássi sem tiltækt er, góða yfirsýn, og lausnir sem létta vinnuna í eldhúsinu.
FÁÐU INNBLÁSTUR FYRIR LÍTIÐ ELDHÚS
Við höfum margra ára reynslu af því að hjálpa viðskiptavinum okkar að innrétta eldhús sem passa fullkomlega inn á heimilið. Við viljum gjarnan tryggja að eldhúsið sem þú velur hjá okkur passi við stíl hússins, og auk þess framleiðum við eldhúsinnréttingar eftir þínum málum, sem gerir það að verkum að þær passa fullkomlega, alveg niður í minnstu smáatriði.
Hér er dæmi um eitt af okkar litlu módelum sem getur gefið þér innblástur um hvernig á að innrétta lítið eldhús, svo það verði sniðugt, fallegt og praktískt.




LÍNA: ARCOS
Arcos er lítið eldhús sem leynir á sér og er sérhannað niður í millimeter. Í þessu sérsmíðaða eldhúsi eru extra djúpir skápar og skúffur sem veita mikið auka geymslupláss. Það gefur þér tækifæri til að geyma mikið af eldhúsáhöldum, tólum og tækjum án þess að eldhúsið virki óreiðukennt. oppbevaringsmuligheter. Det gir deg muligheten for å ha mange kjøkkenredskaper, stell og annet kjøkkenutstyr uten at kjøkkenet ser rotete ut.
PRAKTÍSKAR ELDHÚSLAUSNIR FYRIR LÍTIL ELDHÚS
Ef þú býrð í íbúð eða litlu húsi, þá er eldhúsið kannski í litlu rými. Þegar fermetrarnir eru takmarkaðir, en þú þarft samt á góðu geymsluplássi að halda, skiptir máli að vita hvernig á að nýta plássið sem allra best. Því eru praktískar lausnir mikilvægar þegar þú velur innréttingu sem á að passa inn í lítið eldhús.
Hjá Schmidt hugsum við um smáatriðin. Þegar við hönnum eldhúsinnréttingar fyrir smá eldhús, leggjum við áherslu á að skapa pláss og gefa yfirsýn með því að gera það mögulegt að fela eldhústæki, rafmagnsleiðslur og aðra nauðsynlega þætti. Auk þess bjóðum við upp á margar snjallar geymslulausnir sem auka vinnuflæði í eldhúsinu fyrir þig og fjölskylduna þína.