HVERNIG Á ÞITT SÉRHANNAÐA ELDHÚS AÐ LÍTA ÚT?
Ef þú fengir algerlega frjálsar hendur til að hanna þitt eigið eldhús, hvernig myndi sú hönnun líta út? Þegar þú velur Schmidt Eldhús hefur þú möguleikann á að setja saman eldhúsið þitt alveg sjálfur. Við hjálpum auðvitað við allt það praktíska.
Þú ert hönnuðurinn í þinni eigin eldhúsframkvæmd frá byrjun til enda, svo þú getir verið viss um að eldhúsið uppfylli þær óskir og þarfir sem þú hefur. Við munum auðvitað vera þín hægri hönd þegar kemur að mælingum, framleiðslu og uppsetningu. Þú getur haft mikil áhrif á lokaútkomuna og við hjálpum þér að gera drauminn þinn að veruleika.
Schmidt býður upp á mikið úrval af eldhúsum, bæði í klassískum og nútímalegum stíl. Óháð því hvaða týpu af eldhúsi þú velur, geturðu aðlagað það að þínum eigin stíl. Smáatriðin getur þú leikið þér með til að gera eldhúsið þitt alveg einstakt.
Hannaðu eldhúsið þitt út frá því hvernig þú ætlar að nota það, því þú veist best hvar þú vilt hafa skápana og skúffurnar staðsettar í eldhúsinu. Við höfum mjög breytt úrval af skápum svo þú getir gert kröfur þegar þú sem eldhúshönnuður setur saman þitt fullkomna eldhús.





ELDHÚS MEÐ STÍL
Þinni eldhúshönnun eru engin takmörk sett. Þú getur hannað praktískt eldhús sem er einnig fallegt og aðlaðandi. Í dag er eldhúsið notað til meira en bara matreiðslu. Flestir vilja smart og vel hannað eldhús. Þú getur eignast notalegt eldhús í gömlum stíl, sem hefur falleg nútímaleg smáatriði. Eða eitthvað allt annað – allt er mögulegt.
Á meðal annars getur þú valið skúffur með æðislegum smáatriðum, fjölbreyttar litasamsetningar og margskonar tegundir af skápum. Við bjóðum einnig upp á fjölbreytta fylgihluti inn í skápana sem hægt er að bæta við, eins og t.d. mismunandi lausnir fyrir sorpflokkun. Lestu hér um valkostina.
ÞÚ ERT HÖNNUÐURINN EN VIÐ HJÁLPUM ÞÉR
Þú hannar eldhúsið þitt og gerir það nákvæmlega eins og þú vilt. Það eru engin takmörk. Ef við eigum ekki standard skápa í málum sem henta þér, þá sérsmíðum við einingarnar fyrir þig. Það getur verið áskorun að setja saman sitt eigið eldhús. Þú ert alltaf velkomin/n að spyrja spurninga hjá ráðgjöfum okkar, sem munu veita þér ráðgjöf og leiðsögn.
Við hjá Schmidt höfum margra ára reynslu af eldhúshönnun, og deilum henni gjarnan með þér þegar þú hannar draumaeldhúsið þitt. Við hjálpum til við allt frá hönnun og samsetningu lita til vals á réttum skápum og skúffum. Láttu þig dreyma um útfærsluna á eldhúsinu þínu og við gerum það að veruleika með þinni hjálp. Á meðan getur þú farið í gegnum bæklinginn okkar, og fundið þar innblástur fyrir liti, efni og samsetningu eldhúss – þá færðu kannski hugmynd að eldhúsinu þínu.
HAFÐU SAMBAND VIÐ SCHMIDT
Ef þú hefur ákveðna eldhúshönnun í huga, getur þú haft samband við Schmidt. Lestu hér hvernig þú getur haft samband við Schmidt. Við erum tilbúin að aðstoða þig áfram í ferlinu og nær draumeldhúsinu þínu.