Nýtt eldhús í bústaðinn

Sumarhúsið er staðurinn þar sem nánir vinir og fjölskylda koma saman bústaðurinn er staður þar sem nánir vinir og fjölskylda koma saman og sækja í nærveru, ró og notalegar stundir. Slík augnablik snúa líka að góðum mat og góðu rými til að elda og undirbúa. Þetta er einmitt það sem eldhús frá Schmidt getur hjálpað þér með.

Ertu að leita leiða til að fullkomna sumarbústaðinn? Ef þú ert að leita að nýju eldhúsi – eða ert að leita að hugmyndum til að breyta því eldhúsi sem fyrir er – þá ertu komin/n á réttan stað. Hjá Schmidt getur þú endurhannað eldhúsið í sumarbústaðnum og séð hvernig borðplötur, skúffur og mismunandi efni geta spilað saman á fullkominn hátt.

ELDHÚSIÐ ER UMGJÖRÐ FYRIR NOTALEGAR STUNDIR

Þegar þú opnar dyrnar að sumarhúsinu geturðu næstum fundið hvernig góð stemning og notalegt hitastig tekur á móti þér. Þar, mitt í kunnuglegu og kærkomnu andrúmslofti, getur þú og fjölskyldan slakað á og hlaðið batteríin – þar sem ramminn er nánast byggður fyrir hefðir, frið og ró. Það hjálpar til við að finna róna í sumarhúsinu þegar þú hefur eldhús þar sem allir geta komið saman við eldamennskuna, á meðan dásamleg lykt af góðum bakstri breiðist út um allt hús ásamt notalegum anda. Hins vegar ef eldhúsið þitt er slitið og óþægilegt, getur það haft andstæð áhrif.

Hjá Schmidt viljum við því hjálpa þér að eignast nýtt eldhús í sumarbústaðinn – við aðstoðum þig með allt frá hugmyndum um borðplötu að innblæstri og ákvörðun um efnisval. Færir og reyndir starfsmenn okkar eru alltaf tilbúnir að aðstoða þig og svara spurningum þínum. Þeir hafa einnig búið til leiðarvísi sem getur gefið þér hugmyndir um smáatriði eða verið útgangspunktur fyrir nýja eldhúsið í sumarbústaðnum. Þú getur einnig fengið persónulega ráðgjöf frá okkur og þá verður þú fljót/fljótur að átta þig á hvers konar eldhús bæði fellur að töfrum sumarhúsins og uppfyllir þínar þarfir og fjölskyldunnar. Lestu meira hér að neðan.

KLASSÍSKT EÐA NÚTÍMALEGT ELDHÚS Í SUMARBÚSTAÐINN?

Hvort sem þú hefur einhverja ákveðna drauma um eldhúsiðþitt, geturðu auðveldlega farið að framkvæma sumar þeirra sjálf/ur. Þú getur til dæmis skapað aðeins nútímalegra eldhús með því að hreinsa til og leggja áherslu á línur eldhússins með því að skipta borðplötur og flísar. Eða þú getur gefið eldhúsinu meira hefðbundið eða heimilislegt útlit með því að bæta við og sameina mismunandi húsgögn og skreytingar til að leggja áherslu á þinn eigin persónulega stíl.

Þú getur einnig farið skrefi lengra og fengið inn nýjar lausnir fyrir eldhúsið þitt, eins og borðplötur, hillur, liti eða mismunandi innsetningar. Hér geturðu notað Schmidt til að fá aðstoð eða persónulega ráðgjöf, þar sem við höfum margra ára reynslu af því að finna bestu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkar. Á þennan hátt muntu fá eiginleika í eldhúsið þitt sem munu gleðja þig í mörg ár fram í tímann, ásamt því að þú finnur að eldhúsið þitt er nýtt, alveg einstakt og hannað sérstaklega fyrir þitt sumarhús.

NÚTÍMALEGT ELDHÚS Í BÚSTAÐINN

Viltu að nýja sumahúsaeldhúsið þitt verði nútímalegt og trendy? Þá geturðu fundið heilan hafsjó af möguleikum hjá Schmidt. Hjá okkur finnur þú allt frá hillum og skúffum úr ryðfríu stáli til borðplata úr samsettum steinum í fallegum litum. Við bjóðum upp á mikið úrval, svo þú getur verið viss um að innréttingin þín verði stílhrein og glæsileg. Skoðaðu hjá okkur efni eins og:

  • Laminat
  • Lakk
  • Melamine

Kíktu á úrvalið okkar og fáðu innblástur að nútímalegu eldhúsi með hreinum línum, djörfum samsetningum, sterkum litum og smáatriðum sem setja punktinn yfir i-ið í stílnum á þínu sumarhúsi og innréttingu.

KLASSÍSKT ELDHÚS Í BÚSTAÐINN

Akkúrat eins og sumarbústaður fer aldrei úr tísku, þá fer klassíska eldhúsið einnig ekki úr tísku. Með nýju, klassísku eldhúsi fyrir sumarhúsið færðu notalegt og sjarmerandi eldhús sem skapar ánægjulegu samveru í sumarhúsi fjölskyldunnar. 

Hjá Schmidt finnur þú einstakar samsetningar og eldhús sem einkennast af vel ígrunduðum stíl, fínum smáatriðum og praktík. Hjá okkur munt þú alltaf geta hannað klassískt eldhús sem passar inn í sumarbústaðinn þinn. Skoðaðu hjá okkur efni eins og:

  • Eik
  • Gler
  • Stál

Þú getur einnig fundið mikið af innblæstri fyrir hvernig klassískt sumarhúsa-eldhús getur litið út – og á hversu marga mismunandi vegu eldhús getur verið hannað. Hjá Schmidt höfum við mikið úrval af skúffum, borðplötum, efni og fleira, fronta sem einkennast af sjarma, persónuleika og sál – einmitt eins og klassískt sumarhúsa-eldhús á að gera.

NOTALEG STEMNING Í NÝJA ELDHÚSINU

Hjá Schmidt elskum við að hanna eldhús og koma draumum viðskiptavina okkar frá teikniborðinu til framkvæmdar. Þess vegna njótum við þess líka að gefa innblástur og koma með hugmyndir að því hvernig þú færð sem mest út úr sumarbústaðnum þínum og ekki síst eldhúsinu. Þess vegna geturðu smellt hér og lesið meira um hvernig þú getur notalega innréttað sumarbústaðinn þinn.

Með innréttingu frá okkur getur sumarhúsið þitt tjáð alveg einstaka og persónulega stemningu – sama hvort þú ert í stofunni, í barnaherberginu eða í eldhúsinu. 

Þarf þú leiðbeiningar á persónulegum fundi með ráðgjafa? Þá getur þú alltaf bókað ókeypis og skuldbindingarlausa ráðgjöf hjá Schmidt.

MEIRI INNBLÁSTUR

FÁÐU GÓÐAR HUGMYNDIR FYRIR NÝJA ELDHÚSIÐ ÞITTErtu að leita að

HÖNNUNARELDHÚSEldhúsið er hjarta heimilisins, og mikilvægt er að stíllinn passi

HVAÐ KOSTAR NÝTT ELDHÚS?Þegar þú ert að fara að kaupa

HVERNIG Á ÞITT SÉRHANNAÐA ELDHÚS AÐ LÍTA ÚT? Ef þú

ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top