Ef þú þarft meira pláss til geymslu inni á heimilinu en vilt hafa samþættari lausn, getum við mælt með gólfi-til-lofts hillurekkum. Sama hvar þig vantar pláss, getur Schmidt afhent þér gólf til lofts hillurekka sem passar nákvæmlega að þínum óskum.
Þurfir þú margar skáphurðir, hillur eða kannski blöndu af öllu, getum við aðstoðað þig við að finna bestu lausnina. Með gólfi-til-lofts hillurekka færðu nútímalegar hillur sem eiga eftir að nýtast þér vel og verður eins og innbyggður hluti af veggnum.
Þú færð alltaf bestu gæðin í vörum okkar, við leggjum mikla áherslu á það. Það kemur meðal annars fram í innri smáatriðum á panelunum okkar sem eru aldrei raðboraðir. Það þýðir að þú finnur ekki óþarfa holur, heldur fallega, slétta fleti í hillunum þínum eða geymsluskáp. Við leggjum áherslu á gæði frá innsta kjarna til ysta yfirborðs.



HILLUM FRÁ GÓLFI UPP Í LOFT
Það getur virkað óspennandi að hafa geymsluskáp og hillur frá gólfi til lofts inni á heimilinu, sem kannski á að dekka stóran part af veggnum. Þú þarft ekki að óttast. Stór skápur eða hillusamstæða frá gólfi til lofts mun gefa þér marga möguleika á tjáningu í rýminu. Þetta er hagnýt og sniðug lausn sem getur orðið meistaraverk ef þú hannar hana á þinn hátt.
Sama hvar þú vilt staðsetja hilluna inn á heimilinu, getur Schmidt sérsmíðað hana eins og þú sérð hana fyrir þér. Við sjáum einnig um að mæla hjá þér, þar sem við ræðum um óskir þínar. Síðan skoðum við hvað sé raunverulega best að gera, svo við getum uppfyllt óskir þínar um gólf til lofts hillur eða skápa.
NÚTÍMALEGAR HILLUR
Hefurðu áhuga á vegghillum eða þekjandi innbyggðum geymsluskápum? Taktu þátt í trendinu með Schmidt. Við viljum gjarnan hjálpa þér við mælingar, hönnun og framkvæmd.
Þurfir þú smá innblástur getur þú skoðað Living bæklinginn okkar en þar finnur þú ýmsar útfærslur af vegghillunum okkar. Svo ef þú hefur spurningar, þá erum við auðvitað tilbúin til að svara þeim. Þú getur bæði bókað símtal eða pantað fund með einum af ráðgjöfum okkar.