Orðið „nútíminn“ vísar til nútímastrauma sem meirihlutinn tekur upp á að gera. Og þegar kemur að eldhúsum Schmidt, er „nútíminn“ tengt við nútímalega og glæsilega hönnun sem endurspeglar hreinar línur, nýsköpun og djarfar samsetningar.
Öll nútímalegu eldhúsin okkar eru hönnuð með fáguðum, fallegum smáatriðum frá A-Ö, þar sem ekkert er sparað í gæðum eða virkni.


ELDHÚSSTRAUMAR 2024
Vinsæl eldhús árið 2024 einkennast af náttúrulegum litbrigðum, virkni og sjálfbærni þar sem praktík og fegurð fylgjast að. Áherslan er á að sameina tímalausa hönnun við persónulegt útlit til að skapa andstæður og dýnamík.
Á meðal stærstu straumanna eru náttúruleg efni eins og ljós viður, ryðfrítt stál og fallegir jarðlitir ásamt stöðugri áherslu á sjálfbærni.
HVERNIG NÝTÍSKU-ELDHÚS DREYMIR ÞIG UM?
Með breiðu eldhúsúrvali bjóðum við upp á ótal samsetningarmöguleika, þannig að þú getur sett saman nýtísku eldhús sem passar fullkomlega fyrir þig og þitt heimili. Við höfum fullkomna eldhúslausn fyrir þig – sama hvort þú ert að leita að minimalísku eldhúsi með háglans frontum og án handfanga eða norrænu eldhúsi með viðarstrúktúr. Hjá Schmidt getur þú hannað þitt eigið eldhús – aðeins ímyndunaraflið setur þér takmörk.



FÁÐU AÐSTOÐ VIÐ HÖNNUNINA HJÁ SCHMIDT
Láttu þig dreyma um glænýtt ”design”-eldhús og skoðaðu fjölmargar eldhúslausnir sem munu passa fullkomlega inn á heimilið þitt. Ef þú bókar tíma í ráðgjöf í verslun okkar á Dalvegi, þá leiðum við þig í gegnum alla möguleikana.
Við erum með margra ára reynslu og sérfræðiþekkingu sem færir þig einu skrefi nær draumaeldhúsinu þínu.