Klassíska eldhúsið fer aldrei úr tísku – og það er ástæða fyrir því. Hin fullkomna blanda af sjarma, stíl og nútíma virkni mun örugglega dreifa kærleika og rómantík um heimilið.
Schmidt býður upp á marga samsetningarmöguleika þegar kemur að því að finna réttu eldhússlausnina fyrir heimilið þitt. Finndu innblástur til að skapa það klassíska eldhús sem þig dreymir um.



KLASSÍSKT ELDHÚS SEM PASSAR ÞÍNU HEIMILI
Hið víðtæka vöruúrval okkar af klassískum eldhúsum má setja saman á margvíslegan hátt, þannig að þú getir hannað eldhús drauma þinna. Veldu á milli 24 innri skápalita og ýmissa efna sem veita þér ótalmarga samsetningarmöguleika.
Klassískt eldhús endurspeglar hefðbundinn og tímalausan stíl og mun alltaf vera fallegt þó tískutrendin breytist. Klassísk eldhúshönnun er því ekki gamaldags, heldur vel ígrundaður stíll sem inniheldur falleg smáatriði, persónuleg áhrif og sniðugar skápalausnir.
KLASSÍSK HÖNNUN MÆTIR PERSÓNULEGUM SJARMA
Sveipaðu heimilið sjarma og persónuleika með klassískri eldhúshönnun. Leyfðu draumunum að stjórna og settu saman þitt klassíska eldhús með úrvali okkar af eikarfrontum og fulningum. Saman getum við hannað nýtt klassískt eldhús fyrir tímalausa heimilið þitt, sem þið fjölskyldan munuð njóta þess að dvelja í.
HJÁ SCHMIDT FÆRÐU AÐSTOÐ VIÐ AÐ HANNA KLASSÍSKT ELDHÚS
Dreymdu stórt, hugsaðu stórt og bókaðu síðan ókeypis fund með einum af okkar reyndu ráðgjöfum. Saman förum við yfir drauma þína og sýnum þér alla möguleikana sem eru í boði í klassíska eldhússtílnum. Við erum viss um að við getum fundið einstaka lausn sem passar inn á heimilið þitt.