Það skapar alveg sérstaka ró í maga og huga þegar eldhúsið er snyrtilegt og skipulagt, þannig að þú þurfir ekki að eyða tíma í að leita að uppáhalds hnífunum þínum. Auðvitað mun óreiðuskúffan alltaf að vera í óreiðu – annars getur maður ekki fundið neitt ! En með vel staðsettum innri skúffum getur þú verið viss um að allt sé vel skipulagt í öllum hinum skúffunum.
Það er ekkert leyndarmál að við hjá Schmidt elskum að njóta smáatriðanna og við viljum að eldhúsið þitt rúmi allt sem þú átt. Þú munt fljótt komast að því að við hönnum lausnir sem virka og sem þú vissir ekki að þig vantaði.
Ef þú ert forvitin/n um lausnir okkar, getur þú alltaf komið við í næstu Schmidt-verslun til að sækja innblástur og læra meira um úrval okkar af innri skúffum og innvolsi.
HAGNÝT VIRKNI UPP Á NÆSTA STIGI
Hagnýtt eldhús snýst ekki bara um að hillur séu vel staðsettar eða að borðplatan sé auðveld í viðhaldi. Hagnýt virkni einkennist líka í yfirsýn og skipulagi í eldhússkúffunum.
Illa skipulögð skúffa í eldhúsi getur bæði verið uppsprettan að pirringi og staðið í vegi fyrir góðu vinnuflæði í eldhúsinu. Þetta er meðal annars ein af ástæðunum fyrir því að við hjá Schmidt elskum innvols og smáatriði þegar við hönnum draumaeldhús.
INNRI SKÚFFUR & SKÚFFUBAKKAR
Hjá Schmidt hönnum við hagnýt og praktísk eldhús og þar á meðal fullkomnar lausnir fyrir skúffur og innri skúffur.
Skúffurnar okkar eru alltaf útbúnar fallegum smáatriðum, þannig að eldhúsið þitt er hannað með virkni að leiðarljósi, en ekki á kostnað útlits og frágangs. Hjá Schmidt framleiðum við hliðar skúffanna úr gleri, þannig að þú hefur fulla yfirsýn frá öllum hliðum. Skúffurnar okkar bjóða þér meðal annars upp á:
- Extra háa bakhlið
- Mjög mikla burðargeti
- Mjúklokun
Með skúffunum frá Schmidt verða öll eldhúsáhöldin þín vel aðgengileg og þú hefur yfirsýn yfir hvað raunverulega er í eldhúsinu þínu.
HAGNÝTAR LAUSNIR FYRIR SKÚFFURNAR ÞÍNAR
Ef þú hefur ekki átt hnífaparabakka þá er tími til kominn. Hinn fullkomni skúffuskápur er með hnífaparabakka sem passar fullkomlega ofan í skúffuna, svo þú getir haft reglu og skipulag á eldhúsáhöldunum þínum.
Áhaldabakkar og kryddbakkar veita þér yfirsýn og hjálpa þér að skipuleggja eldhússkúffurnar þínar. Ef þig dreymir um betra eldhús sem er í röð og reglu, þá eru áhaldabakkarnir okkar eitthvað fyrir þig.
Þegar þú fullkomnar skúffurnar þínar með áhaldabökkum, þá geturðu skipulagt hnífapörin þín, skærin, spaðana og sleifarnar.
SLITSTERKT INNVOLS FYRIR ÞIG
Það getur tekið tíma að leita að réttu eldhúsáhöldunum ef skúffunum er ekki skipt upp eða þær skipulagðar á einhvern hátt – og það verður enn erfiðara ef þú ert með fullar hendur.
Með slitsterkum áhaldabakka frá Schmidt getur þú flokkað stór og smá eldhúsáhöld, og þannig búið til kerfi í eldhússkúffunum þínum. Það bætir ekki aðeins skipulag í eldhúsinu þínu, heldur bætir alla þína upplifun af eldamennskunni. Þú sparar tíma ef þú þarft ekki að leita að áhöldunum þínum.
Hnífaparabakkinn veitir þér fullkomna yfirsýn í skúffunum þínum og tryggir þér auðveldan og fljótan aðgang að uppáhalds eldhúsáhöldunum þínum. Bakkarnir okkar eru með mismunandi hólfum, þannig að þú getur auðveldlega skipt eldhúsáhöldunum þínum eftir breidd, lengd og tegund.
EF ÞIG VANTAR AÐSTOÐ
Ef þú ert að leita að skapandi eldhúsverslun sem getur kveikt í hugarfluginu þínu, þá erum við hjá Schmidt alltaf tilbúin að veita þér góð ráð í leitinni að draumaeldhúsinu.
Í samráði við þig gerum við eldhús drauma þinna að veruleika, þannig að þú með góðri samvisku og ró í maganum getur leyft þér að slaka á og sjá hvernig draumarnir þínir verða að veruleika. Við sérsníðum eldhúsið að heimilinu þínu, þínum markmiðum og ekki síst þínum óskum og persónulegum stíl.
Reynsla okkar í eldhúsum, innréttingalausnum og hönnun gerir okkur fært um að veita ráðgjöf og leiðbeiningar í þá átt sem er rétt fyrir heimilið þitt. Við aðlögum lausnirnar okkar að heimilinu þínu, þannig að öllum óskum og þörfum verði framfylgt. Sjáðu meira um hugmyndir að eldhúsum og innblástur hér.