Innréttaðu með flottum baðinnréttingum úr tré

Viður er eitt vinsælasta trendið núna! Með fallegum baðinnréttingum úr tré geturðu gefið baðinu þínu hlýjan og náttúrulegan svip. Hjá Schmidt veitum við þér innblástur með baðinnréttingum úr tré sem þú getur nýtt til að hanna þína eigin innréttingu.

Með því að nota viðarspón í hönnuninni getur þú auðveldlega skapað annað hvort gróft eða fíngert  ”nordic” útlit á baðinu þínu. Baðherbergisinnrétting úr tré skapar jafnvægi í hönnun inni á baði þar sem náttúrulegur viðurinn kontrastar við flísar sem oft eru ríkjandi á baðherbergjum. Það er auðvitað undir þér komið að ákveða hversu stórt hlutverk viðurinn á að leika á baðinu þínu. Sem betur fer eru til margar mismunandi lausnir – þú getur valið að hafa alla innréttinguna í dökkum eða ljósum við eða aðeins hluta af henni, eins og til dæmis borðplötuna.

FÁU INNBLÁSTUR FYRIR NÝJA BAÐHERBERGIÐ ÞITT

Fyrir marga er baðiðherbergið rými þar sem vellíðan er í fyrirrúmi, og það er góð ástæða fyrir því að leggja áherslu á að skapa rétta stemningu og fallega umgjörð um daglegar venjur þínar. Hjá Schmidt finnur þú breitt úrval af baðherbergjum sem hægt er að sérsníða að þínu heimili, þínum þörfum og þínum persónulega stíl. Við bjóðum upp á fjölmargar mismunandi lausnir ef þú ert að leita að baðinnréttingum úr tré, og við erum til staðar til að hjálpa þér að skapa bað sem passar fullkomlega fyrir þig og heimilið þitt.

Óháð því hvort þú kýst nútímalegan og minimalískan eða klassískan og rómantískan  stíl inn á baðið þitt, þá finnur þú réttu innréttinguna hjá Schmidt. Við vitum hversu mikilvægt það er að baðið sé notalegur staður til að vera á, og að það gefi tilfinningu um vellíðan. Þess vegna höfum við safnað saman úrvali af baðinnréttingum úr tré hér, svo það verði auðveldara fyrir þig að finna það sem hentar þér og heimili þínu.

EINFÖLD & STÍLHREIN LAUSN

Ef þú vilt ekki hafa viðinn í of stóru hlutverki á baðinu þínu, þá getur þú t.d. valið Arcos supermatt. Þessi lausn gefur baðinu þínu einfalt og stílhreint en náttúrulegt yfirbragð, án þess að tréútlitið verði of ”rustic” og ríkjandi. Fíngerðir kvistirnir í tréinu gefa baðinu þínu náttúrulegt og notalegt andrúmsloft og fara vel með einfaldri hönnuninni á vaskinum. Kóróna herbergisins er spegillinn, með ramma úr tré, sem undirstrikar náttúrulegan stílinn.

SKAPAÐU SPA-STEMNINGU MEÐ VIÐARINNRÉTTINGUM

Skapaðu ljósa og aðlaðandi spa-stemningu á baðinu þínu. Þessi lausn, sem virðist bæði nútímaleg og notaleg, er gerð úr minimalískum hvítum litum í bland við hlýjan við. Þetta útlit skapar hina fullkomnu spa-stemningu og stuðlar að mikilli vellíðun á baðinu þínu.

SKAPAÐU LÍF Á BAÐINU ÞÍNU MEÐ VIÐARÚTLITI:
Þú getur sleppt ímyndunaraflinu lausu með Arcos Pastel Oak og innréttað skapandi en samt stílhreint bað. Með baðinnréttingum úr þessari tegund viðar getur þú fært náttúruna inn á baðið þitt, án þess að það komi niður á styrk og einfaldleika. Innfelldur vaskur sameinast innréttingunni, er þægilegur í umgengni og hefur í leiðinni fagurfræðilegt gildi fyrir baðið þitt.

Það besta við baðherbergi frá Schmidt er að þú getur sjálfur sett saman yfirborð, liti og höldur. Svo geturðu sérsniðið baðið eftir þínum persónulega stíl, hvort sem þú velur viðarútlit eða ekki. Þú ákveður sjálf/sjálfur hvort innréttingin fyrir baðið þitt eigi að vera einlit, háglans, mött, úr tré eða öðrum náttúrulegum efnum. Litunum okkar má blanda endalaust saman og það eina sem setur þér takmörk er ímyndunaraflið.

MEIRI INNBLÁSTUR

Fólk notar í auknum mæli glerveggi á baðinu og það

Når fermetrar á baðinu eru fáir getur verið erfitt að

Ertu að taka baðið alveg í gegn eða ertu aðeins

Dreymir þig um nýtt bað fyrir sumarbústaðinn? Ef baðið í

ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top