Ertu að fara að fá kaupa nýtt eldhús eða viltu mála það gamla? Ertu óviss um hvaða litir skapa réttu tilfinninguna? Við höfum gert lítinn leiðarvísir sem getur auðveldað þér valið. Við val á nýrri eldhúsinnréttingu er mikilvægt að huga að litunum. Það er ekki sama hvaða liti þú velur til að innrétta með; þeir þurfa bæði að passa við persónulega stílinn þinn og þá gerð eldhúss sem þú hefur. Þess vegna færðu ráðleggingar um val á litum fyrir öll eldhús, auk vinsælla lita árið 2024.
STÆRSTA ELDHÚSTRENDIÐ NÚNA
Viltu eignast nútímalegt eldhús hannað eftir vinsælustu stefnum og straumum? Þá þarftu að einbeita þér sérstaklega að litunum.
- Gullhöldur Í eldhúsinu er sérstaklega vinsælt að gefa skápum og skúffum snúning með gullhöldum. Það gefur eldhúsinu sérstakt yfirbragð, einkennandi karakter og glamúr.
- Paraðu saman mismunandi efni Ekki vera hrædd(ur) við að para saman ólík mynstur, liti og efni til að skapa sérstakt og persónulegt draumaeldhús.
- Svarta eldhúsið stendur alltaf fyrir sínu Svarta eldhúsið er enn vinsælt og undirstrikar einfaldleika.
- Færðu náttúruna inn Færðu náttúruna sjálfa inn á heimilið með raunverulegu tré. Hjá Schmidt notum við eingöngu tré úr sjálfbærri skógrækt. Strúktúr viðarins gefur eldhúsinu líf og sjarma.
- Spennandi áhrif Veldu framhliðar á innréttinguna með áferð eða mynstri, í pastellitum eða skærum litum til að skapa spennandi og persónulegt útlit.
LITRÍKT ELDHÚS SKAPAR LÍF
Eldhús þar sem litirnir eru í aðalhlutverki gerir eitthvað alveg sérstakt fyrir innréttinguna þína. Það skapar líf og sjarma, sem er nákvæmlega það sem þarf í eldhúsi. Við eyðum tíma á hverjum degi í eldhúsinu og við verðum að geta notið þess. Þess vegna er mikilvægt að íhuga vel hvaða litir henta best fyrir eldhúsið þitt.
Við gefum þér hugmyndir um hvaða liti þú getur notað, eftir því hvaða tegund eldhúss þú hefur og hvaða stemmingu þú vilt skapa.
HVÍTA ELDHÚSIÐ
Hvítt er hefðbundinn litur þegar kemur að eldhúsinnréttingu. Það hentar inn á næstum öll heimili og skapar einfalt og minimalískt útlit. Ef plássið er lítið í eldhúsinu þínu er hvítt mjög gott litaval, því það lætur rýmið virka stærra
Ef þú ert ekki svo hrifin(n) af algjörlega hvítu eldhúsi þá eigum við margskonar liti sem eru ljósir en ekki hvítir.
GRÁA ELDHÚSIÐ
Ef þú vilt klassíska og nútímalega lausn er gráa eldhúsið sniðugur möguleiki. Grátt er mjög hlutlaus litur í eldhúsinu og hægt er að velja úr nokkrum mismunandi tónum.
Grátt er auðvelt að para saman með allskonar öðrum litum, efnum og áferðum og þú getur verið viss um að finna gráan tón sem passar við parketið þitt og húsgögnin.
GRÆNA ELDHÚSIÐ
Þú getur notað liti til að skapa þá stemmingu sem þú vilt í draumaeldhúsinu þínu og ef þú vilt eldhús með notalegri og rólegri stemmingu þá er grænn rétti liturinn fyrir þig.
Grænn er litur sem gefur náttúrulega ró í eldhúsinu sem og annars staðar. Þar að auki er hægt að para grænu framhliðarnar okkar við bæði dökkar og ljósar viðartegundir, og þær eru gullfallegar með fíngerðum höldum.
SVARTA ELDHÚSIÐ
Svartar innréttingar leika stórt hlutverk í skandinavíska innanhússtílnum og er minimalískur valkostur sem hentar fyrir flest heimili. Ef það er góð birta í eldhúsinu þínu er svart eða annar dökkur litur töff valkostur.
Svart eldhús gefur heimili þínu karakter og fallegan og öðruvísi blæ.
HVERNIG Á ELDHÚSIÐ ÞITT AÐ VERA Á LITINN?
Leyfðu þér að fá innblástur og finndu hvað hentar best þinni eldhúsinnréttingu og persónulegum stíl.
Ef þig vantar ráð og leiðbeiningar, þá ert þú alltaf velkomin(n) að hafa samband við okkur.