HVAÐ KOSTAR NÝTT ELDHÚS?
Þegar þú ert að fara að kaupa nýtt eldhús, er verð auðvitað mikilvægur þáttur. Hjá Schmidt stefnum við alltaf að því að bjóða upp á gæðaeldhús á sanngjörnu verði. Við höfum marga ára reynslu af því að leiða viðskiptavini okkar í gegnum þá þætti sem hafa áhrif á verðið, og þar með hvaða valkostur er réttur fyrir þig – hvort sem þú ert að byggja eða að skipta um eldhús í gamalli byggingu.
Að gefa alveg skýrt svar um hvað nýtt eldhús kostar getur verið erfitt. Verðið fer eftir ýmsum þáttum eins og stærð, efnisvali og hvort það sé með eða án uppsetningar. Það þýðir að við höfum eldhús í mörgum mismunandi verðflokkum. Þess vegna þurfum við að þekkja þínar þarfir og óskir áður en við getum gefið þér heildarverð fyrir nýja eldhúsið þitt.
VERÐDÆMI - FRÁ KR. 1.450.740,-
- Ofangreint verð er reiknað út frá eldhúsuppsetningunni hér að neðan.
- Verðið er með VSK, öllum skápum og laminat vinnuborði
- Ekki innifalin heimilistæki, vaskur, blöndunartæki og uppsetning.
MESTU GÆÐIN FYRIR PENINGANA
Hjá Schmidt geturðu alltaf verið viss um að fá mikil gæði fyrir peningana. Við höfum valið bestu birgjana í heimilistækjum, svo þú getur verið viss um að nýja eldhúsið þitt sé í hámarks gæðum, óháð því hvaða efni og einingar þú velur.
FÁÐU SÉRSNIÐIÐ TILBOÐ
Í NÝTT ELDHÚS
Þegar viðskiptavinir okkar spyrja okkur um hvað nýtt eldhús kostar, byggjum við á heimili og draumum hvers og eins. Þess vegna er ómögulegt að gefa nákvæmt verð í upphafi, hvað þitt nýja eldhús mun kosta án þess að við þekkjum þínar sérstöku kröfur og óskir. En við getum tryggt að þú munt fá mikil gæði fyrir peningana og að við getum gefið þér margar hugmyndir og ráð fyrir nýtt eldhús.
Það eru margar góðar ástæður til að fá tilboð á nýju eldhúsi hjá Schmidt. Þú færð meðal annars eftirfarandi eiginleika:
Á ELDHÚSIÐ ÞITT AÐ VERA KLASSÍSKT EÐA NÚTÍMALEGT?
Óháð því hvort þig dreymir um klassískt eldhús eða nútímalegt, stórt eða lítið, þá hjálpum við þér að skapa það. Það allra mikilvægasta er að eldhúsið passi inn á þitt heimili, sé eftir þínum þörfum og persónulegum stíl. Klassíska eldhúsið fer aldrei úr tísku, og það er ástæða fyrir því. Hér færðu fullkomna samsetningu af sjarma, einstökum stíl og nútíma virkni. Ef þú vilt frekar nútíma eldhús, þá færðu lausn þar sem áherslan er á stílhreina og glæsilega hönnun sem endurspeglar hreinar línur og nýsköpun. Með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan getur þú séð nokkrar af þeim gerðum sem þú getur fengið tilboð í hjá Schmidt.