Hillukerfi fyrir stofur

Ertu að leita að nýrri hillusamstæðu fyrir stofuna? Við munum með ánægju hjálpa þér að finna bestu lausnina. Við höfum hannað mörg mismunandi hillukerfi í gegnum árin og með okkar reynslu getur þú fengið það sem passar þínum þörfum.

Hillusamstæða fyrir stofuna er frábær leið til að fá fullt af geymsluplássi. Það verður líka hluti af stofunni, því það er hluti af veggnum. Hillusamstæða frá Schmidt getur því bæði verið hagnýt lausn og stofustáss.

Hillusamstæða fyrir stofuna er í raun praktísk lausn sem með skápum, hillum eða skúffum sem veitir þér það geymslupláss sem þú þarft á að halda í stofunni. Hillusamstæða er einnig leið til að skreyta stofuna og gera hana enn notalegri, þar sem þú getur raðað í hana til dæmis bókum, vösum og pottablómum. Þú ert færð hágæða vörur þegar þú verslar við okkur. Við bjóðum 10 ára ábyrgð á öllum einingum sem við höfum prófað vandlega áður en þær fara í framleiðslu. Við leggjum mikla áherslu á vandað handverk, sem gildir líka um hillusamstæðurnar okkar.

SÉRSNIÐIN HILLUKERFI FYRIR STOFU

Ef þú ert með vegg í stofunni þar sem þú telur að hillukerfi myndi passa vel, en það eru kannski vandamál með ójafnan vegg, hurð eða aðra hindrun, getum við auðveldlega tekist á við það. Við nýtum reynslu okkar við hönnun á fjölbreyttum innréttingumn og veitum þannig sérsniðnar lausnir sem þú verður ánægður með.

Hér færðu yfirlit yfir nokkrar valdar lausnir með hillukerfum, þar sem þú getur séð að það eru óteljandi aðferðir til að leysa vandamál tengd hurðum, gluggum eða tröppum. Allt er hægt að gera á einn eða annan hátt.

Þú þarft ekki sjálf(ur) að mæla fyrir hillukerfinu í stofunni. Við sjáum um það og bjóðum upp á þjónustuna ókeypis. Við komum til þín, ræðum óskir þínar og tökum síðan mál. Við ræðum hvernig við getum gert þetta sem best, svo þú fáir hillukerfi sem uppfyllir þínar óskir og þarfir.

MARGIR INNRÉTTINGARMÖGULEIKAR

Við getum sett saman hillukerfi fyrir stofuna á marga mismunandi vegu. Þú getur sjálf(ur) hannað hvernig hillurnar og skáparnir eiga að vera staðsettir, hvaða efni skal nota, hvaða liti, og hvort litirnir skuli vera samræmdir í skápunum. Þú hefur fullt frelsi til að ákveða hvernig hillukerfið í stofunni þinni á að líta út.

Láttu þig dreyma með því að skoða „Living“ rafrænu bæklingana okkar, þar sem þú getur séð hillukerfin okkar í heildstæðu samhengi og fengið góðar hugmyndir um hvernig hillusamstæðan þín á að líta út.

HAFÐU SAMBAND VIÐ SCHMIDT

Eins og áður sagði höfum við margra ára reynslu og getum svarað flestum spurningum bæði í síma og á staðnum. Við viljum gjarnan hjálpa þér að komast lengra í ferlinu ef þú ert að íhuga að fá þér hillur fyrir stofuna þína.

Þú getur bæði bókað myndbands-/símafund þar sem við getum farið yfir helstu atriði, en ef þú vilt gjarnan koma í verslunina, þá er það að sjálfsögðu líka möguleiki.

MEIRI INNBLÁSTUR

FÁÐU GÓÐAR HUGMYNDIR FYRIR NÝJA ELDHÚSIÐ ÞITTErtu að leita að

SÉRSNIÐIN SKRIFSTOFA Þegar ráðgjafar okkar hanna rýmið þitt, þá taka

HILLUSAMSTÆÐA SEM SKILRÚMHillusamstæður eru ómissandi í stofunni þinni og okkar

BEKKUR MEÐ GEYMSLU Vegna þess að þeir eru ómissandi á

ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top