Eldhúshillur

SKAPAÐU LÍFLEGA STEMNINGU Í ELDHÚSINU MEÐ OPNUM ELDHÚSHILLUM
Eldhúshillur eru opinn geymsluvalkostur fyrir eldhúsið þitt, þar sem þú getur til dæmis geymt matvörur eða falleg áhöld. Eldhúshillur má einnig nota á öðrum stöðum á heimilinu, eins og inni í búri eða í þvottahúsinu.
Það er gaman að nota opnar hillur í hönnun og með fallegum krukkum eða girnilegum matvælum gefa þær eldhúsinu mikið líf. Einn af fjölmörgum kostum eldhúshilla er að þú getur haft áhöld, þurrvörur eða eitthvað annað aðgengilegt þegar og þar sem þú þarft það. Auk þess gefa þær mjög góða yfirsýn.

FÁÐU SÉRSNIÐNAR ELDHÚSHILLUR FYRIR ELDHÚSIÐ ÞITT

Með opinni eldhúshillu getur þú skapað líf og innblástur í eldhúsinu með girnilegum matvörum. Ímyndaðu þér ítalskt þema með gegnsæjum glösum fylltum með mismunandi gerðum af pasta, tómatsósu og grænar basilíkuplöntur í pottum. Það er heillandi. Og á sama tíma gefur hillan þér aukna geymslumöguleika.

Hjá Schmidt bjóðum við upp á sérsniðnar eldhúshillur í stærðum sem passa beint inn í eldhúsið þitt. Þetta á einnig við um stíl eldhússins þíns, hvort sem það er nútímalegt eða klassískt eldhús. Þessa dagana eru opin eldhús sérstaklega vinsæl, þar sem þú getur leikið þér með uppröðun og þar sem allt er innan handar

ELDHÚSHILLUR ER LÍKA HÆGT AÐ NOTA Í BÚRIÐ
Með eldhúshillum getur þú hugsað út fyrir rammann því þær má einnig setja í önnur herbergi en eldhúsið – eins og til dæmis inn í búr.
Ef þú ert með herbergi heima hjá þér sem getur þjónað tilgangi búrs, gæti verið þess virði að íhuga að breyta því í slíkt. Sérstaklega ef þú vilt hafa einfaldara og hreinna útlit á eldhúsinu þínu. Því í þessu herbergi geturðu haft:

• Þurrvörur
• Tæki sem taka mikið pláss
• Eða geymt mismunandi drykki

Til að nýta plássið sem best í þessu herbergi getur þú fengið þér hillur sem hægt er að fylla af þurrvörum. Þannig færðu fljótt yfirlit yfir matvörurnar þínar og þú forðast að nota dýrmætt pláss í eldhúsinu. Hjá Schmidt smíðum við sérsniðnar eldhúshillur, þannig að þú getur fengið hillurnar aðlagaðar að herberginu alveg niður í millimeter og þannig nýtt allt mögulegt pláss.
Sumir eru með búr og þvottahús í sama herbergi. Það verður enginn vandi að nota eldhúshillurnar okkar hér. Við getum boðið upp á heildarlausn þar sem bæði er pláss fyrir matvörur og til dæmis þvotta- og hreinsiefni sem tengjast þvottahúsinu.

ELDHÚSHILLUR FYRIR ÞVOTTAHÚSIÐ

Eldhúshilla er venjulega notuð fyrir matvörur, en þú getur einnig hugsað út fyrir rammann og notað hana undir málningu, verkfæri, hreinsiefni, auka klósettpappír og annað þvíumlíkt.

Með þessari lausn hefur þú góða yfirsýn yfir hlutina sem geymdir eru í þvottahúsinu. Með því að velja sérsniðnar hillur hjá okkur, getur þú fengið hillurnar í sama efni og lit og aðrar innréttingar – svo það sé rauður þráður í gegnum herbergin í húsinu.

VIÐ HJÁLPUM ÞÉR AÐ FULLKOMNA ELDAHÚSIÐ ÞITT
Hjá Schmidt framleiðum við gæðaeldhús sem eru bæði falleg á að líta og praktísk í daglegu lífi. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt fyrir okkur að við vinnum saman að því að finna hina fullkomnu lausn fyrir þínar þarfir. Við erum með marga mismunandi stíla af eldhúsum og eldhúshillum sem þú getur valið úr, þannig að þú finnur örugglega eitthvað sem passar við þinn smekk.

Ef þú hefur áhuga á að fá heildarpakka með eldhúsi og opnum hillum, er það einnig valkostur. Ef þú vilt kaupa eldhús hjá Schmidt þá komum við heim til þín og mælum – þér að kostnaðarlausu. Málsetningar eru mikilvægar, svo við getum tryggt að allar einingar passi heimilinu þínu.
Ef þú hefur áhuga á að vita meira þá getur þú hringt í okkur eða heimsótt verslunina okkar á Dalvegi og fengið ókeypis ráðgjöf án skuldbindinga.

MEIRI INNBLÁSTUR

FÁÐU GÓÐAR HUGMYNDIR FYRIR NÝJA ELDHÚSIÐ ÞITTErtu að leita að

HÖNNUNARELDHÚSEldhúsið er hjarta heimilisins, og mikilvægt er að stíllinn passi

HVAÐ KOSTAR NÝTT ELDHÚS?Þegar þú ert að fara að kaupa

HVERNIG Á ÞITT SÉRHANNAÐA ELDHÚS AÐ LÍTA ÚT? Ef þú

ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top