Eldhúsdyr

Eldhúsið er samverustaður fyrir vini og fjölskyldu. Þetta á bæði við í daglegu lífi og þegar gestum er boðið í heimsókn – í góðan mat og félagsskap. Þess vegna velja margir einnig að hanna einstakt eldhús sem býr til góða umgjörð um allar þær samverustundir sem eiga sér stað og það skiljum við vel.

Það geta þó komið upp margar áskoranir þegar draumar og veruleiki eiga að fara saman. Við hjá Schmidt þekkjum mikilvægi fullkomins og persónulegs eldhúss, þar sem draumar verða að veruleika. Við höfum því mikið úrval af mismunandi eldhúsframhliðum í bestu gæðum, sem við getum alltaf aðlagað að þínum smekk. Skoðaðu úrvalið okkar af eldhúshurðum og finndu þá línu sem passar við þína drauma.

Þú getur einnig alltaf bókað fund eða heimsótt verslun okkar fyrir óformlega ráðgjöf og faglega þjónustu. Saman finnum við hina fullkomnu lausn fyrir þig og heimilið þitt.

GEFÐU ELDHÚSINU ÞÍNU NÝTT LÍF

Er kominn tími til að uppfæra eldhúsið aðeins eða dreymir þig um meiri breytingar og að skipta eldhúsinu alveg út? Eldhúsframhliðarnar búa til stílinn í eldhúsinu og hafa mikil áhrif á innréttinguna. Ef þú vilt hanna algjörlega nýtt eldhús með eldhúsframhliðum að þínum smekk, erum við tilbúin að aðstoða þig við að gera eldhúsdrauma þína að veruleika, óháð því hversu umfangsmikið verkefnið er.

Hjá okkur hefur þú alltaf tækifæri til að velja sérsniðnar lausnir fyrir eldhúsið, þar á meðal framhliðarnar, svo þú getir fengið nýtt eldhús sem stenst allar þínar kröfur.

NÝTÍSKU EÐA KLASSÍSKAR FRAMHLIÐAR – VIÐ HÖFUM ALLT

Þínar óskir um hönnun og stíl geta farið í margar mismunandi áttir. Það getur verið að skandinavíski eldhússtíllinn sé hið fullkomna eldhús fyrir þig, eða kannski viltu innrétta með fallegum litum og rúnnuðum hornum. Hvað sem þú kýst, þá höfum við eitthvað fyrir þig.

Við bjóðum eldhúsframhliðar í mörgum mismunandi efnum og litum. Klassísku eldhús-línurnar okkar ganga út á tímalausa hönnun og snjallar lausnir sem hámarka eldhúsið þitt. Við eigum framhliðar með fallegum smáatriðum á listunum, einstökum gripum og útskornum í tré, auk margra annarra gerða fulninga sem við þekkjum úr klassískum eldhúsum.

Mattar nýtísku-framhliðar eru fyrir þig sem elskar hreinar línur, skemmtileg útlit og einstakar litasamsetningar. Í þeim línum færðu þú slétta fleti og framhliðar með ál-griplistum sem passa fullkomlega inn á hvaða heimili sem er.

MARGLITAR FRAMHLIÐAR

Í dag eru það ekki bara hvít og svört eldhús sem Norðurlandabúar velja fyrir nútímaleg heimili. Litríkar framhliðar eru í mikilli uppsveiflu, sérstaklega þær möttu. Við bjóðum ekki aðeins upp á eldhúsframhliðar í einum lit. Við bjóðum 214.000 möguleika á litablöndun með tveimur eða fleiri mismunandi litum á framhliðunum þínum. Með þessari nýju gerð af blönduðum framhliðum getur þú skapað mjög persónulegt útlit í eldhúsinu þínu, og líkurnar á að einhver velji það sama og þú eru hverfandi.

Með Colormix-línunni okkar getur þú valið frjálst á milli mismunandi lita, efna og smáatriða á hverja einustu eldhúsframhlið. Matt og háglans í bland? Litríkar og spennandi? Eða skandinavískar og stílhreinar? Með Colormix framhliðum getur þú auðveldlega skapað alveg einstaka eldhúshönnun með uppáhalds litunum þínum, eignast eldhús sem þú munt aldrei verða leið(ur) á og sem mun örugglega ekki líkjast eldhúsi nágrannans.

HVAÐA FRAMHLIÐAR ERU RÉTTAR FYRIR ÞIG?

Þegar þú velur nýjar eldhúsfronta skaltu hafa þessi atriði í huga. Í fyrsta lagi skaltu finna út hvaða innréttingarstíl þú vilt hafa í eldhúsinu, sem felur í sér bæði form, lit og efni. Á þetta að vera minimalískt og bjart eldhús, eða viltu frekar mikið af massífu tré og jarðlitum?

Þú getur einnig íhugað hvernig þú notar eldhúsið í daglegu lífi. Þú vilt kannski halda fingraförum í lágmarki. Sum eldhús og eldhúsframhliðar krefjast meiri þrifa og viðhalds en aðrar. Hjá okkur finnur þú margar mismunandi tegundir af eldhúsframhliðum og allar eru þær endargóðar svo þær geti staðist daglegar áskoranir. Ertu í vafa um hvað hentar best þínum þörfum? Við hjálpum þér alltaf með góðri ráðgjöf og aðstoð við valið á nýju eldhúsi.

VIÐ KUNNUM AÐ META GOTT HANDVERK

Hjá Schmidt er okkar allra mikilvægasta verkefni að skapa bestu umgjörðina fyrir heimilið þitt, með pláss fyrir alla fjölskylduna. Við hjálpum þér að skapa rými þar sem pláss er til sköpunar, bæði fyrir sjálfan þig og í félagsskap með öðrum. Þess vegna höfum við hannað margar mismunandi eldhúsframhliðar sem henta öllum gerðum heimila og stíla. Við framleiðum samt sem áður öll eldhúsin okkar eftir teikningum og það gefur þér einstakt tækifæri til að fá nýjar eldhúsframhliðar eftir málum, alveg eins og þú vilt – alveg niður í millimeter.

Það er ekki aðeins hönnunin sem er mikilvæg fyrir okkur. Við setjum einnig smáatriðin og gæðin í forgang, óháð því hvaða tegund framhliða þú velur. Með meira en 80 ára reynslu í eldhúsum höfum við skapað eldhúslausnir úr sterkum efnum, endingargóðum borðum og miklu meira til að viðhalda réttu gæðunum, þannig að þú getir notið eldhússins þíns í áraraðir. Og þú færð allt á réttu verði, svo að þú fáir sem mest fyrir peningana.

VELDU NÝTT ELDHÚS MEÐ GÓÐRI SAMVISKU

Þegar þú velur nýtt eldhús eða nýjar framhliðar hjá okkur ferð þú vel með náttúruna og umhverfið í leiðinni. Sem stærsta eldhúskeðjan í Evrópu finnum við fyrir mikilli ábyrgð gagnvart umhverfinu og sameiginlegri framtíð okkar. Þetta þýðir að þú getur keypt eldhúsið þitt hjá okkur með góðri samvisku. Þú færð nefnilega ekki aðeins gæði, heldur einnig sjálfbæra og endingargóða lausn.

Allar vörur okkar, hvort sem það er fataskápur eða eldhúsinnrétting, eru vottaðar. Við erum til dæmis fyrsti eldhúsframleiðandinn til að fá frönsku NF-vottunina.

Auk þess erum við með PEFC-vottun og öll efni sem notuð eru til framleiðslu eru 100% endurnýtanleg efni. Við viljum framleiða innréttingar með góðri samvisku hvern einasta dag, án þess að það komi niður á gæðum, hönnun, smáatriðum eða þjónustu.

FÁÐU INNBLÁSTUR OG SJÁÐU NÝJUSTU ELDHÚSTRENDIN

Áttu erfitt með að finna réttu eldhúsfrontana? Kíktu á innblásturshugmyndir fyrir heimilið þitt, þar sem við sýnum þér nýjustu stefnur og strauma í hönnun eldhúsa, einstakar samsetningar lita og góðar hugmyndir að skipulagi. Við getum sérsniðið nýja eldhúsið þitt nákvæmlega eins og þú vilt hafa það – því hjá okkur eru þínar óskir það allra mikilvægasta. 

Finndu fullkomna, umhverfisvæna eldhússkápa og fronta hjá okkur og fáðu einstakt útlit fyrir eldhúsið og heimilið þitt.

MEIRI INNBLÁSTUR

FÁÐU GÓÐAR HUGMYNDIR FYRIR NÝJA ELDHÚSIÐ ÞITTErtu að leita að

SÉRSNIÐIN SKRIFSTOFA Þegar ráðgjafar okkar hanna rýmið þitt, þá taka

HILLUSAMSTÆÐA SEM SKILRÚMHillusamstæður eru ómissandi í stofunni þinni og okkar

HÖNNUNARELDHÚSEldhúsið er hjarta heimilisins, og mikilvægt er að stíllinn passi

ÓKEYPIS & ÁN SKULDBINDINGA
BÓKAÐU FUND

FYRIRSPURN MÍN SNÝR AÐ

BÓKAÐU FUND

BÓKAÐU HÖNNUNARFUND

Við elskum að sýna vörurnar okkar og að veita góð ráð um kaup á nýju eldhúsi eða baði.  Komdu við hjá okkur – við erum alltaf tilbúin til að aðstoða þig við að útfæra þínar hugmyndir. Þú getur bókað hönnunarfund í versluninni okkar eða netfund ef það hentar betur. Þó að þú hafir ekki tök á að heimsækja verslunina, getum við samt aðstoðað þig við hönnunarvinnu. Finnum lausnir saman.

Fylltu út eyðublaðið hér að neðan, og þá munum við hringja í þig eins fljótt og auðið er.

Scroll to Top