FÁÐU GÓÐAR HUGMYNDIR FYRIR NÝJA ELDHÚSIÐ ÞITT
Ertu að leita að eldhúsverslun sem getur gefið þér góðar hugmyndir og ráð um hvernig á að láta draumaeldhúsið rætast? Þá ertu komin/n á réttan stað. Hjá Schmidt gerum við draumaeldhúsið þitt að veruleika með því að bjóða þér sérsniðið eldhús fyrir heimilið þitt og þinn persónulega stíl.
Við höfum marga ára reynslu af því að veita ráð varðandi alla möguleikana fyrir eldhús, og við bjóðum þér eldhús þar sem hönnun, virkni og gæði eru í forgrunni. Við komum með hugmyndir að bestu lausninni fyrir þitt heimili, en hlustum einnig á óskir þínar og þarfir, svo við getum saman skapað draumaeldhúsið þitt.
HEILT HAF AF INNRÉTTINGARVALKOSTUM
Það er stór ákvörðun fyrir alla að kaupa nýtt eldhús. Þess vegna höfum við gert það einfalt fyrir þig að sækja innblástur og hugmyndir fyrir nýtt eldhús. Þú getur meðal annars sótt innblástur í eldhúsbæklingnum okkar, þar sem þú finnur allt frá eldhúsáhöldum til innréttingarvalkosta. Í bæklingnum finnur þú bæði nútímaleg og klassísk eldhús í öllum stærðum og margskonar lögun, svo þú getur auðveldlega fundið góðar hugmyndir fyrir nýja eldhúsið þitt.
Þú getur einnig heimsótt næstu Schmidt-verslun, þar sem þú getur spjallað við okkur og skoðað betur efni, liti og skápagerðir. Þetta kemur til með að gefa þér hugmyndir um hvernig nýja eldhúsið þitt ætti að líta út, og er mjög sterkur leikur þegar þú ætlar að kaupa nýtt eldhús. Það verður töluvert auðveldara að ímynda sér hvernig lokaniðurstaðan verður þegar þú hefur séð nokkur dæmi um vinsæl eldhús og fengið 3D teikningu hjá okkur.
PANTAÐU FRÍAN INNBLÁSTURSFUND – ÁN SULDBINDINGA
Áður en þú hefur ákveðið hvernig nýja eldhúsið þitt á að líta út, bjóðum við þér frían og skuldbindingarlausan innblástursfund. Á honum mun starfsfólk okkar sýna þér öll smáatriðin og samsetningarmöguleikana, og koma með góðar hugmyndir að nýju eldhúsi sem uppfyllir óskir þínar og þarfir.