Hvítt eldhús er og verður alltaf vinsælt. Tískustraumar innan eldhúshönnunar breytast árlega, en alltaf er hægt að finna hvít eldhús á meðal þeirra.
Hvítt eldhús getur ekki klikkað, það passar nefnilega á hvaða heimili sem er. Hvítur er tímalaus litur þegar kemur að innréttingum heimila. Á sama tíma hefur þú möguleikann á því að gera hvíta eldhúsið persónulegt með því skrauti og fallegum munum.
Langi þig í klassískt og tímalaust eldhús, þá passar hvítt eldhús þér fullkomnlega. Hvítt höldulaust eldhús með bæði hvítri borðplötu og hvítum eldhússkápum veitir þér möguleikann á því að skapa einfalt og stílhreint útlit. Útlit þar sem þú getur leikið þér með smáatriðin, formin og útlínurnar til að skapa karakter í þína innréttingu. Svoleiðis eldhús býður einnig upp á að bæta við eldhúseyju. Hvít eldhúseyja virkar nefnilega léttari í rýminu heldur en til dæmis svört eða viðarlituð.
Scarlett Vision úr Scarlett línunni er notalegt ljóst eldhús í sveitastíl. Það veitir heimilinu mikinn sjarma og býður upp á mikla möguleika á að bæta sjarmerandi smáatriðum við. Þú getur til dæmis hannað Scarlett eldhúsið með dökkri viðarborðplötu til að skapa fallegar andstæður við ljósu eldhússkápana.
Arcos Edition er nútímalegt og stílhreint eldhús, þar sem hreinar línur og einfaldleiki eru í fyrirrúmi. Arcos Edition er tímalaust eldhús, sem endurspeglar skandinavíska stílinn á fallegan hátt. Hérna ert þú nefnilega með möguleikann á því að vinna með andstæður til að gera eldhúsið þitt töff á sama tíma sem þú dregur fram hönnun þess.
Hvítt eldhús virkar léttara og lætur rýmið virka stærra sé plássið ekki mikið í eldhúsinu þínu. Langir þig í skandinavískt og náttúrulegt útlit getur þú parað saman hvítt eldhús og viðarborðplötu til að skapa fallegar áherslur. Þú getur lagt enn meiri áherslu á þessar andstæður með fallegum plöntum eða kryddjurtum. Með því bætir þú mjúkri áferð við tímalausu hvítu eldhúshönnunina og eldhúsið fær karakter og líf.
– Sérsniðið eftir heimilinu og þínum stíl!
– Fáðu innblástur og skoðaðu það nýjasta
Leyfðu starfsfólki okkar að sýna þér fjölda útfærslna og samsetningarmöguleika.