Scarlett
Þetta fallega sveitaeldhús inniheldur framhliðar úr „Scarlett“ línunni okkar. Scarlett er með 19 mm míkron mattlakkaðar hurðar, með MDF plötukjarna. Slitsterkir og endingagóðir skápar sem er auðvelt að þrífa. Fást í 25 mismunandi lökkuðum litum.
Scarlett fæst með höldum svo þú hefur fjöldan allan af möguleikum til að setja þitt persónulega mark á innréttinguna. Valið stendur á milli 70 mismunandi halda. Þú getur einnig haft einhverjar hurðar með gagnsæju gleri sem skapar léttari stemningu og getur einnig skapað flotta útkomu með innbyggðum skápaljósum. Þá hefur þú einnig möguleikann á því að sýna flotta leirtauið þitt.
Á myndinni eru skáparnir sýndir í litnum „Vision“ og lamineraða borðplatan í litnum „Tavern“. Þar sem borðplatan er í vatnsfráhrindandi gæðum veitir hún mikla mótstöðu við raka. Borðplatan fæst í meira en 40 mismunandi einlitum litum, í stein og steypuútliti eða í raunverulegu viðarútliti.
Eldhúsborðið er úr „Norway“ og stólarnir úr „Nuovi“ línunum okkar. Borðplatan fæst í 47 mismunandi litum og fæturnir í 16. Stólarnir fást í 32 litum og sætið í 3 litum.
Finndu þinn eigin stíl
Með því að blanda saman yfirborðsflötum, litum og handföngum getur þú sérsniðið eldhúsið þitt eftir þínum persónulega smekk og stíl heimilisins. Á það að vera einlitt, glansandi eða matt, með viðaráferð eða í öðru náttúrulegu útliti? Finndu þinn eigin stíl í okkar gríðarlega úrvali af litum, efni, áferðum og hönnun. Litirnir okkar geta parast saman út í hið óendanlega svo þú getur látið eldhúsið passa nákvæmlega fyrir þig.