Eldhús með eldhúseyju er opið eldhús – eldhús þar sem allir geta verið með. Og það er nákvæmlega það rými sem á að vera í miðpunkti varðandi samveru og góðar máltíðir. Þess vegna er mikilvægt að skapa rými sem bæði er notalegt og praktsískt. Rými þar sem er pláss fyrir þig og fjölskylduna þína að njóta notalegra samverustunda og elda góðan mat.
Með eldhúseyju getur þú gert vinnusvæðið í eldhúsinu þægilegra og á sama varið tíma með fjölskyldunni og gestunum. Til dæmis getur eldhúseyja með sætum veitt möguleikann á því að undirbúa saman matinn eða nestið, gera heimalærdóminn eða vaska upp.
Eldhúseyjuna er þannig hægt að nýta á ólíkan hátt – hún virkar bæði sem sérlega þægilegt rými til að slaka á og sem miðjan á eldhúsinu, með auka skápaplássi, borðplássi eða sem eyja með helluborði. Eldhúseyja fæst einnig með rými til að borða við og með vaski, svo börnin geti auðveldlega borðað morgunmatinn sinn á meðan þú smyrð nestið.
Hjá Schmidt bjóðum við upp á sérsniðin eldhús, þannig að þú getir fengið þá lausn sem passar nákvæmlega þér og þínu heimili. Þú getur sem sagt látið búa til fagmannlegt eldhús með eldhúseyju allt eftir þínum óskum.
Við bjóðum upp á mikið úrval af mismunandi lausnum fyrir eldhúsið þitt. Þú getur meðal annars valið eldhúseyju með auknu setusvæði og aðstöðu til að borða við það, eða eldhúseyju með vask og helluborði. Og við erum meira en tilbúin að hjálpa þér að finna þá allra bestu lausn fyrir þitt eldhús.
Vantar þig innblástur til að átta þig á því hvað hentar þér? Hér fyrir neðan getur þú skoðað hugmyndir frá nokkrum af eldhúslausnunum okkar með eldhúseyju, bæði útfærslur með setusvæði og með vask.
– Sérsniðið eftir heimilinu og þínum stíl!
– Fáðu innblástur og skoðaðu það nýjasta
Leyfðu starfsfólki okkar að sýna þér fjölda útfærslna og samsetningarmöguleika.
Arcos Edition er hannað á stílhreinan og fágaðan hátt, þar sem skýrar línur og nýstárlegar nálganir eru í fyrirrúmi. Þessi vörulína er með slétta fronta, án haldna og inniheldur okkar fallegu onix-skúffur, með auka dýpt, heila 47 cm. Þessar djúpu skúffur eru fallegar að innan, með möguleika á innbyrðis LED lýsingu, þegar þær eru opnaðar.
Arcos Edition sameinar stílhreint útlit með praktískum lausnum. Þú getur aukið borðplássið með lítilli eldhúseyju og djúpar skúffurnar skapa einnig nýja möguleika í geymsluplássi, til að mynda með því að stafla diskunum upp í stafla sem maður hefur góða yfirsýn yfir.
Arcos 5 er eldhús með fágaða hönnun þar sem nýstárleg hugsun er í brennidepli. Sléttu frontarnir og hreinu línurnar gera það að verkum að Arcos 5 hefur stílhreint útlit. Arcos 5 er hluti af nútímalegu eldhúslínunni okkar, fyllt með frábærum smáatriðum og fallegum frágangi. Eldhús með möguleika á því að bæta við stórri eldhúseyju með bæði vaski, helluborði og borðplássi. Það gefur eldhúsinu einstakt útlit sem sker sig úr hefðbundinni eldhúsuppstillingu.
Arcos Twin 2 er úr nútímalegu eldhúslínunni okkar og hér er hvorki sparað til í gæðum né í notagildi. Eldhúsið er hannað með nýstárlega hugsun og æðisleg smáatriði að leiðarljósi. Óskir þú þér eldhúseyju með stólaplássi og baski gefur þetta eldhús þér tækifæri á að leika þér með uppstillinguna og að finna skapandi lausn.
Eldhúsið er hannað með sléttum frontum og í flottum verksmiðjustíl sem býður upp á mikla möguleika á mismunandi litasamsetningum. Arcos Twin 2 er stílhreint og með skúffur sem hægt er að opna báðum megin eldhúseyjunnar.
Artwood & Strass er eitt af nútímalegu eldhúsunum okkar. Vörulínan er mótuð með áherslu á stílhrein og flott smáatriði. Engu er til sparað hvað varðar gæði eða virkni eldhússins. Til að mynda getur þú leikið þér með útlínur innréttingarinnar til þess að fela vask og helluborð á eldhúseyjunni.
Þú getur kallað fallegu viðarfrontana fram, til að mynda með hvítum fleti til að framkalla fágað útlit. Með þessu eldhúsi er auðvelt að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn og setja saman mismunandi fleti, liti og höldur svo eldhúsið endurspegli þinn eigin stíl.
Scarlett er eitt af klassísku eldhúsunum okkar. Þetta er eldhús sem fer aldrei úr tísku. Eldhúsið er með rómantískt og huggulegt útlit sem hægt er að draga fram enn betur með eldhúseyju með stólaplássi eða vask.
Eldhúsið er hannað með það að markmiði að blanda saman á sem bestan hátt sjarma og notagildi. Þetta huggulega eldhús er hlaðið smáatriðum og flottum atriðum svo sem rákuðum köntum á borðplötunni, renndum viðarfótum og flöskuhillum.
Arcos Twin er eldhús með tímalausri og fágaðri hönnun, þar sem stílhreint útlit og efnisval er efst í huga. Í þessu eldhúsi er hvergi til sparað í gæðum eða notagildi. Þess vegna er býður þessi eldhúshönnun upp á mikla möguleika þegar kemur að lítilli eldhúseyju með setusvæði eða vaski.
Arcos Twin er hannað með tilliti til hreinna lína, flottum smáatriðum og frágangi. Til dæmis er geymsluplássið verið sérsniðið að stærð skúffanna og gert þægilegra með stórum útdraganlegum hurðum.