Arcos & Arcos Edition
Eðal efnisval
Ljós í lífið. Onix skúffurnar okkar eru svo fallegar að innan og lýsast upp með LED lengju (valfrljálst), þegar maður opnar þær. Eftir að við sáum þær gátum við ekki verið án þeirra. Það er betra að velja 47 sm, þannig að háu húsgögnin verða ennþá praktískari, þar sem dýpt upp á 47 sm býður upp á fleiri möguleika – svo er svo þægilegt að hafa diskana staflaða saman í augnhæð þegar maður ætlar að leggja á borð.
Arcos
Innréttingin sem er sýnd hér er í línunni Maverick og litnum Nano Black. Þú getur valið á milli 31 mismunandi lita og lína. Borðplatan er 39mm laminat í litnum Marmor.
Arcos Edition
Innréttingin er í línunni Marmor. Veldu á milli 4 mismunandi lita og lína.</p
Finndu þinn eigin stíl
Með því að blanda saman yfirborðsflötum, litum og handföngum getur þú sérsniðið eldhúsið þitt eftir þínum persónulega smekk og stíl heimilisins. Á það að vera einlitt, glansandi eða matt, með viðaráferð eða í öðru náttúrulegu útliti? Finndu þinn eigin stíl í okkar gríðarlega úrvali af litum, efni, áferðum og hönnun. Litirnir okkar geta parast saman út í hið óendanlega svo þú getur látið eldhúsið passa nákvæmlega fyrir þig.