Borðplata: Lamineruð borðplatan í Nano Black er mjög vatnsfráhrindandi, slitsterk og samtímis mjúk ásýndar og viðkomu. Þessi djúpi, svarti og matti litur liggur eins og þunn filma á innréttingunni. Hann undirstrikar þessa flottu hönnun án þess að það sé á kostnað gæða.
Borðstofuborð: Af gerðinni EXPANDO. Fáanleg í 53 borðplötu litum og 5 litum á borðfótum.
Stólar: Af gerðinni DAYTONA. Stólarnir fást krómaðir, hvítir, svartir eða grálakkaðir. Sessan fæst í þremur litum.
Finndu þinn eigin stíl
Með því að blanda saman yfirborðsflötum, litum og handföngum getur þú sérsniðið eldhúsið þitt eftir þínum persónulega smekk og stíl heimilisins. Á það að vera einlitt, glansandi eða matt, með viðaráferð eða í öðru náttúrulegu útliti? Finndu þinn eigin stíl í okkar gríðarlega úrvali af litum, efni, áferðum og hönnun. Litirnir okkar geta parast saman út í hið óendanlega svo þú getur látið eldhúsið passa nákvæmlega fyrir þig.