Deymir þig um að fá eldhús alrými, þar sem eldhúsið og stofan tengjast og þar sem er pláss fyrir alla fjölskylduna? Með eldhús alrými getur þú innréttað eldhúsið og stofuna í sama rými þar sem er pláss fyrir marga kokka og notalega samveru með fjölskyldunni.
Það er ekki erfitt að skilja að sú leið að hafa opið eldhús er valin á mörgum heimilum. Við verjum mörgum klukkutímum í eldhúsinu og einmitt í eldhús alrými hefur þú möguleikann á því að sameina matreiðslu og samverustund fjölskyldunnar. Þetta opnar flóðgátt af innréttingamöguleikum og þú skapar þitt persónulega og huggulega rými sem passar þörfum fjölskyldunnar.
En þegar svona margt er í boði, hvar er þá rétt að byrja? Við höfum safnað saman myndum, mismunandi hönnun og mikilvægum ráðum sem vonandi veita þér innblástur og hjálpa þér af stað með þína innréttingu fyrir eldhús alrými.
Hvort möguleikinn á eldhúsalrými sé fyrir hendi veltur mikið á stærð íbúðarinnar, og hvernig rýmin eru staðsett innan hennar. En lítið eldhús þarf ekki endilega að setja miklar skorður á því hvort þú getir skapað drauma eldhúsið þitt.
Hjá Schmidt búum við að margra ára reynslu af því að innrétta eldhús í öllum stærðum. Með innréttingalausnunum okkar færð þú sem mest út úr nýtingu plássins, betri yfirsýn og betri vinnuaðstöðu í eldhúsinu þínu. Við erum þar af leiðandi einnig með réttu lausnina fyrir þig sem ert að fara af stað með að innrétta eldhús sem er smærra í sniðum.
Hér að neðan sérð þú tvö dæmi um lítil eldhúsalrými:
Hvítt eldhús virkar léttara og þar sem rýmið er þröngt virðist það stækka. Ef þig langar í skandinavískt og náttúrulegt útlit getur þú parað hvítt eldhús með borðplötu úr við til að skapa fallegar andstæður. Þú getur dregið fram andstæðurnar í einfalda hvíta eldhúsinu og grófu borðplötunni með fallegum plöntum eða kryddjurtum. Þannig fær þessi tímalausa hvíta hönnun hlýjan blæ og eldhúsið þitt meiri stíl og persónuleika.
– Sérsniðið eftir heimilinu og þínum stíl!
– Fáðu innblástur og skoðaðu það nýjasta
Leyfðu starfsfólki okkar að sýna þér fjölda útfærslna og samsetningarmöguleika.
Hafir þú aftur á móti nóg pláss til þess að sameina eldhús og stofu í eitt, eru möguleikarnir margir. Þá getur verið erfitt að átta sig á því hvar er best að byrja, og hvernig maður innréttar þetta stóra rými á sem bestan hátt.
Stórt eldhús býður upp á pláss til fullt af skápum og miklu borðplássi og það getur maður alltaf nýtt í eldhúsi. Reyndu þess vegna að nýta þetta mikla pláss með stórum skápum og eldhúseyju sem veitir aukið vinnupláss. Á sama tíma er einnig pláss fyrir langt borðstofuborð þar sem öll fjölskyldan getur borðað og haft það notalegt saman.
Hér að neðan getur þú fengið innblástur fyrir stórt eldhús alrými:
Vanalega sér maður opnu eldhúsin í nýbyggingum, en þau eru einnig orðin vinsæl lausn þegar fólk gerir upp íbúðir. Nýtt eldhús er frábær leið til að gera heimilið huggulegra og það er nákvæmlega það sem opið eldhús veitir möguleika á.
Hér höfum við safnað saman nokkrum góðum ráðum fyrir þig, sem dreymir um opið eldhús:
Til að gefa þér nokkrar hugmyndir fyrir nýja eldhúsið þitt höfum við safnað saman nokkrum vel skipulögðum eldhús alrýmum í mismunandi stærðum og gerðum. Láttu þær veita þér innblástur og gerðu eldhúsdrauminn þinn að veruleika.
Opið eldhús hefur oftar en ekki pláss fyrir eldhúseyju, og það býður upp á marga nýja möguleika á geymslu- og vinnuplássi. Gerðu þess vegna endilega ráð fyrir eyju þar sem þú getur sameinað auka borðpláss og gott geymslupláss, sem er eitthvað sem maður getur alltaf nýtt.
Lestu einnig: Eldhúseyja: Skapaðu notalegan samkomustað með eldhúseyju
Hjá Schmidt bjóðum við bæði upp á klassísk og nútímaleg eldhús alrými með eyju. Þú getur séð tvö mismunandi dæmi af hvoru tveggja hér fyrir neðan:
Verðið á nýju eldhús alrými, er alltaf reiknað út frá hverri og einni íbúð og eldhúsóskum hvers og eins. Þess vegna getum við fyrst gefið þér nákvæmt verð þegar við höfum fengið málin á rýminu og vitum þarfir þínar. Þér er velkomið að hafa samband við Schmidt verslun nálægt þér til að heyra meira.
Sjáðu fyrir þér drauminn um að opna eldhúsið og stofuna þína upp með því að bóka fund án endurgjalds og skuldbindinga eða kíktu við í næstu Schmidt verslun. Við hjálpum þér með að sameina þessi tvö rými í eitt svo það passi stílnum þínum og þörfum.
– Sérsniðið eftir heimilinu og þínum stíl!
– Fáðu innblástur og skoðaðu það nýjasta
Leyfðu starfsfólki okkar að sýna þér fjölda útfærslna og samsetningarmöguleika.