Hjá Schmidt hugsum við um nátturuna sem umlykur okkur. Kynslóð til kynslóðar höfum við gert allt sem í okkar valdi stendur til að vernda hana, bæði fyrir okkur sjálf og fyrir framtíðina. Náttúran og umhverfið byggir á viðkvæmu jafnvægi, þær þarfir og óskir okkar fyrir því að búa vel í dag mega ekki að vera á kostnað barnanna okkar og afkomenda.
Við seljum eldhús-, baðherbergja- og innréttingalausnir í hundruðum verslana, og dag hvern sendum við það sem jafnast á við 450 eldhúsinnréttingar frá verksmiðjum okkar í Frakklandi og Þýskalandi. Það eru margar framleiðslustundir og mjög mikill viður. Þess vegna finnst okkur við bera aukna ábyrgð á því að halda höndum um sameiginlega framtíð okkar, meðal annars við að tryggja það að framleiðslan okkar troði náttúrunni ekki um tær.
Hér getur þú séð smá af því sem við gerum og nokkrar af þeim vottunum sem við höfum fengið í gegn um tíðina fyrir okkar framlag.
Schmidt er fyrsta eldhús- og baðherbergjaverksmiðjan sem hefur hlotnast frönsku umhverfisvottunina NF fyrir húsgögn. Það er eina opinbera umhverfismerkingin sem vottar sjálfbærni húsgagaframleiðslu.
Schmidt stefnir að 100% endurvinnslu, eins og hægt er - Ef þú velur Schmidt vöru þá styður þú fyrirtæki sem vinnur að því að betrumbæta umhverfið.
Síðan árið 2010 hefur Schmidt fengið PEFC vottun, sem er fremsta skógarvottunarkerfi í heimi. PEFC vottun tryggir að mikill meirihluti viðar sem er notaður kemur úr sjálfbærri skógrækt.
Allur okkar viður kemur úr sjálfbærri skógrækt þar sem ekki eru fleiri tré felld en þau sem vaxa. Við reynum eftir fremsta megni að nýta staðbundna birgja til að lágmarka flutning og óþarfa orkunotkun. Við reynum sem minnst á umhverfið eftir bestu getu og þess vegna höfum við gert allt ferlið straumlínulagað – og okkur hefur gengið ansi vel við það.
Schmidt er þín trygging fyrir gæðum og sjálfbærni í einum og sama pakkanum. Við erum eina verksmiðjan sem uppfyllir vottanir bæði fyrir umhverfi (ISO 14001), gæði (ISO 9001), öryggi (OHSAS 18001), eftirlit af uppruna trjáa (PEFC og NF, umhverfi og húsgögn) ásamt stjórnun af orkunotkun (ISO 50001). Andstætt við margar aðrar verksmiðjur notum við formaldehýð í algjöru lágmarki, og þar fyrir utan innsiglum við meðhöndlaða viðinn okkar þannig að efni geti ekki gufað upp úr þeim og mengað umhverfið á þann hátt.
Við viljum að 80 ára reynsla okkar af óskum viðskiptavina okkar og þörfum þeirra á gæðum, endurspeglist í öllum vörunum sem við bjóðum upp á. Þess vegna munt þú upplifa að allt í Schmidt lausninni er aðeins betra, aðeins meira úthugsað en í öðrum lausnum. Við sjáum það sem okkar samfélagslegu ábyrgð að hugsa vel um viðskiptavinina okkar og náttúruna okkar. Í stuttu máli sagt ert bæði þú og umhverfið í góðum höndum hjá okkur.
Með okkar mikla úrvali af við, er mikið magn keyrt í gegn um verksmiðjurnar okkar dag hvern, þrátt fyrir það fer ekkert til spillis. Umframefnið okkar er gull í dularfervi; afgangsviður og svipuð efni er kerfisbundið umbreytt í annarskonar notagildi eða nýtt í brennslu til orkuframleiðslu. Verksmiðjurnar okkar og aðalskrifstofurnar eru einungis hitaðar með þessari orku.
Umhverfið er ekki munaður sem við getum tekið sem gefnum, heldur eitthvað sem við verðum að vinna fyrir og þannig hugsum við hjá Schmidt. Lokamarkmið okkar er að lágmarka losun gróðurhúsaáhrifa og kolefnislosun eins mikið og hægt er. Á sama tíma og við erum meðvituð um umhverfið í verksmiðjunum okkar hugsum við einnig um öryggi starfsfólks okkar. Við erum fjölskyldufyrirtæki og það er okkur mikilvægt að öllu okkar starfsfólki líði eins og heima hjá sér í vinnunni. Við uppfærum og fjárfestum í framtíðarlausnum sem stuðla að vinnuöryggi vegna þess að við trúum á það að vinnuánægja skili sér einnig í gæðum endanlegrar vöru.
Við viljum 100% endurvinnslu sem kemur ekki niður á gæðum vörunnar. Við vitum að endurnýting er mikilvægur þáttur af umhverfisvernd. Þess vegna er hægt að endurvinna öll efnin sem við notum, á sama tíma eru þau í hæsta gæðaflokki svo þau vari í mörg ár. Þetta þýðir falleg eldhús. baðherbergi og fataskápar með góðri samvisku. 100% endurnýting – 100% Schmidt.
Þetta er magn þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla til að fá NF-umhverfisvottunina. Schmidt uppfyllir þessi 20 skilyrði (allt frá efnisframboði til endurvinnslu), sem tryggir viðskiptavininum búnað sem er á góðu verði, sjálfbær og minna skaðlegur fyrir bæði heilsu og umhverfið.
Eitt af aðalsmerkjum Schmidt eldhúsa er franska hönnunin, gæði án málamiðlana og sjálfbær framleiðsla. Framleiðslan er í stöðugum vexti og er aðlöguð með tilliti til aukinnar náttúruverndar og sameiginlegri framtíð okkar á jörðinni.