• Um Schmidt
  • Eldhústæki
  • Vörulistar
    • Við höfum samband
  • Við höfum samband
  • ELDHÚS
    • Eldhús og eldhúsinnréttingar
      • Nútímalegt eldhús
      • Klassísk eldhús
      • Retro Eldhús
      • Svart eldhús
      • Hvítt eldhús
      • Eldhús eyja
      • Alrými
      • Colormix
    • Borðplötur
      • Eldhúsborðplötur
    • Eldhússkápar
      • Eldhússkápar
      • Veldu á milli 24 mismunandi lita á skápa
      • Höldur fyrir eldhússkápa
    • Innblástur
      • Eldhúshugmyndir
      • Eldhústilboð
  • BAÐHERBERGI
  • FATASKÁPAR
    • Fataherbergi
    • Fataskápur Með Lamahurðum
    • Fataskápar Með Vængjahurðum
    • Fataskápar Með Rennihurðum
  • INNRÉTTINGAR
    • FORSTOFA
    • SVEFNHERBERGI
    • STOFA
    • SKRIFSTOFUR
    • Hillukerfi fyrir herbergi og stofu
    • BÚRSKÁPAR
  • Kostir Schmidt
  • Um Schmidt
  • Eldhústæki
  • Vörulistar
    • Við höfum samband
  • Við höfum samband

Forside / Hönnuð eldhús og sjálfbær framleiðsla

Forside / Hönnuð eldhús og sjálfbær framleiðsla

SJÁLFBÆRNI OG GÆÐI

Hjá Schmidt hugsum við um nátturuna sem umlykur okkur. Kynslóð til kynslóðar höfum við gert allt sem í okkar valdi stendur til að vernda hana, bæði fyrir okkur sjálf og fyrir framtíðina. Náttúran og umhverfið byggir á viðkvæmu jafnvægi, þær þarfir og óskir okkar fyrir því að búa vel í dag mega ekki að vera á kostnað barnanna okkar og afkomenda.

Við seljum eldhús-, baðherbergja- og innréttingalausnir í hundruðum verslana, og dag hvern sendum við það sem jafnast á við 450 eldhúsinnréttingar frá verksmiðjum okkar í Frakklandi og Þýskalandi. Það eru margar framleiðslustundir og mjög mikill viður. Þess vegna finnst okkur við bera aukna ábyrgð á því að halda höndum um sameiginlega framtíð okkar, meðal annars við að tryggja það að framleiðslan okkar troði náttúrunni ekki um tær.

Hér getur þú séð smá af því sem við gerum og nokkrar af þeim vottunum sem við höfum fengið í gegn um tíðina fyrir okkar framlag.

 

NF-VOTTUN

Schmidt er fyrsta eldhús- og baðherbergjaverksmiðjan sem hefur hlotnast frönsku umhverfisvottunina NF fyrir húsgögn. Það er eina opinbera umhverfismerkingin sem vottar sjálfbærni húsgagaframleiðslu.

100% ENDURVINNSLA

Schmidt stefnir að 100% endurvinnslu, eins og hægt er - Ef þú velur Schmidt vöru þá styður þú fyrirtæki sem vinnur að því að betrumbæta umhverfið.

PEFC-VOTTUN

Síðan árið 2010 hefur Schmidt fengið PEFC vottun, sem er fremsta skógarvottunarkerfi í heimi. PEFC vottun tryggir að mikill meirihluti viðar sem er notaður kemur úr sjálfbærri skógrækt.

Sjálfbær skógrækt – við berum ábyrgð fyrir börnin okkar

Allur okkar viður kemur úr sjálfbærri skógrækt þar sem ekki eru fleiri tré felld en þau sem vaxa. Við reynum eftir fremsta megni að nýta staðbundna birgja til að lágmarka flutning og óþarfa orkunotkun. Við reynum sem minnst á umhverfið eftir bestu getu og þess vegna höfum við gert allt ferlið straumlínulagað – og okkur hefur gengið ansi vel við það.

Lesa meira um PEFC hér (á dönsku) >

Best í vottunum

Schmidt er þín trygging fyrir gæðum og sjálfbærni í einum og sama pakkanum. Við erum eina verksmiðjan sem uppfyllir vottanir bæði fyrir umhverfi (ISO 14001), gæði (ISO 9001), öryggi (OHSAS 18001), eftirlit af uppruna trjáa (PEFC og NF, umhverfi og húsgögn) ásamt stjórnun af orkunotkun (ISO 50001). Andstætt við margar aðrar verksmiðjur notum við formaldehýð í algjöru lágmarki, og þar fyrir utan innsiglum við meðhöndlaða viðinn okkar þannig að efni geti ekki gufað upp úr þeim og mengað umhverfið á þann hátt.

Gæði

Við viljum að 80 ára reynsla okkar af óskum viðskiptavina okkar og þörfum þeirra á gæðum, endurspeglist í öllum vörunum sem við bjóðum upp á. Þess vegna munt þú upplifa að allt í Schmidt lausninni er aðeins betra, aðeins meira úthugsað en í öðrum lausnum. Við sjáum það sem okkar samfélagslegu ábyrgð að hugsa vel um viðskiptavinina okkar og náttúruna okkar. Í stuttu máli sagt ert bæði þú og umhverfið í góðum höndum hjá okkur.

ISO-UMHVERFI

ISO-GÆÐI

ISO-ÖRYGGI

ISO-ORKA

Ekkert fer til spillis

Með okkar mikla úrvali af við, er mikið magn keyrt í gegn um verksmiðjurnar okkar dag hvern, þrátt fyrir það fer ekkert til spillis. Umframefnið okkar er gull í dularfervi; afgangsviður og svipuð efni er kerfisbundið umbreytt í annarskonar notagildi eða nýtt í brennslu til orkuframleiðslu. Verksmiðjurnar okkar og aðalskrifstofurnar eru einungis hitaðar með þessari orku.

Við tökum höndum saman um umhverfið

Umhverfið er ekki munaður sem við getum tekið sem gefnum, heldur eitthvað sem við verðum að vinna fyrir og þannig hugsum við hjá Schmidt. Lokamarkmið okkar er að lágmarka losun gróðurhúsaáhrifa og kolefnislosun eins mikið og hægt er. Á sama tíma og við erum meðvituð um umhverfið í verksmiðjunum okkar hugsum við einnig um öryggi starfsfólks okkar. Við erum fjölskyldufyrirtæki og það er okkur mikilvægt að öllu okkar starfsfólki líði eins og heima hjá sér í vinnunni. Við uppfærum og fjárfestum í framtíðarlausnum sem stuðla að vinnuöryggi vegna þess að við trúum á það að vinnuánægja skili sér einnig í gæðum endanlegrar vöru.

100% endurvinnsla

Við viljum 100% endurvinnslu sem kemur ekki niður á gæðum vörunnar. Við vitum að endurnýting er mikilvægur þáttur af umhverfisvernd. Þess vegna er hægt að endurvinna öll efnin sem við notum, á sama tíma eru þau í hæsta gæðaflokki svo þau vari í mörg ár. Þetta þýðir falleg eldhús. baðherbergi og fataskápar með góðri samvisku. 100% endurnýting – 100% Schmidt.

20 SKILYRÐIN

Þetta er magn þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla til að fá NF-umhverfisvottunina. Schmidt uppfyllir þessi 20 skilyrði (allt frá efnisframboði til endurvinnslu), sem tryggir viðskiptavininum búnað sem er á góðu verði, sjálfbær og minna skaðlegur fyrir bæði heilsu og umhverfið.

EKKI BARA TÍSKUFYRIRBRIGÐIFLEIRI HUGMYNDIR, MINNA CO2NÝSKÖPUN Í HÖNNUNLÍTIL AÐGERÐ - MIKIL ÁHRIFUMHVERFISORÐABÓK

Schmidt eldhús hefur yfir 50 ára sögu af velgengni. Í dag er fyrirtækinu stjórnað af Anna Leitzgen, 3. kynslóð innan fyrirtækisins og móðir tveggja barna.

“Sjálfbær þróun hjá Schmidt: Áskorun sem við verðum að takast á við í sameiningu í gegnum framtak fremur en orð.“
Hraðviðtal við framkvæmdarstjóra SALM, Anne Leitzgen.

Question

Er hugtakið sjálfbær þróun ekki bara tískuhugtak?

Answer

Þvert á móti. Það er þróun sem þarf að eiga sér stað til langs tíma. Sjálfbær þróun er markmiðið okkar. Við munum alltaf reyna að ná því. En þangað til tökum við mörg lítil skref fram á við sem krefjast skuldbindingu alls fyrirtækisins varðandi gæði og umhverfi.

Question

Getur þú komið með dæmi?

Answer

Við erum eina eldhúsverksmiðjan sem hefur opinberlega fengið NF umhverfisvottunina fyrir húsgögn. Það er enn ein viðurkenningin en þar fyrir utan erum við með þrjár aðrar vottanir - ISO 9001 (gæði), ISO 14001 (umhverfi) og OHSAS 18001 (hreinlæti og öryggi) - sem verðlauna stefnu fyrirtækisins síðustu 50 árin. Sjálfbær þróun er ekki eitthvað sem er sett í lög heldur eitthvað sem liggur í viðhorfi einstaklinga sem eru í daglegri stjórnun.

Question

Ætlið þið að ganga enn lengra?

Answer

Niðurstöðurnar eru aðeins eitt skref nær markmiðinu. Hvati fyrir nýjum og meira krefjandi stöðlum. Þessi hæstu gæði sem við bjóðum viðskiptavinum okkar verðum við í stjórninni sjálf að setja okkur og sjá um umbætur á vinnustöðum okkar.

Við erum með fjórar framleiðslueiningar í hverju landi fyrir sig, Frakklandi og Þýskalandi, og með heildar daglega framleiðslu á því sem svarar til 450 eldhúsum, þá er ákveðin orka sem liggur að baki.

Við erum alltaf að fá nýjar hugmyndir að því hvernig við getum takmarkað CO2-losunina:  

  • Við hugsum um peningalegu hliðina í sambandi við lýsingu á 140.000m2 framleiðslusvæðinu okkar
  • Við höfum fjárfest í viðarbrennslu þar sem við nýtum meðal annars afgangsvið úr framleiðslunni til upphitunar af byggingunum
  • Loftið sem kemur frá verksmiðjunni er hreinsað
  • Kílómetraakstur tómra vörubíla er takmarkaður eins mikið og hægt er

Þegar við hönnum eldhús, baðherbergi eða aðrar innréttingar fyrir heimilið hugsum við um að gera það eins einfalt fyrir þig og mögulegt er.

Auðvelt að þrífa

Undirlímdir vaskar, silkislétt yfirborð, lóðréttir endapanelar án samlímingar tryggja að þrifin verði sem léttust.

Góð vinnuaðstaða

Það á að vera létt að nálgast þá hluti sem maður þarf að nota. Þess vegna höfum við hanað einstakar lausnir varðandi til dæmis skúffur.

Þegar þú eldar:

Settu lok á pottana þegar þú sýður vatn. Fjórfalt minna er notað af orku til að halda 1,5 lítra vatns í suðu ef það er lok á.

Ísskápurinn:

Stilltu hitamæli ísskápsins rétt. 4 °C er nóg. Einni gráðu minna þýðir 5 % meiri orkunotkun.

Forðist frystan mat: Að meðaltali eyðir fjölskylda 1000 kWh / ár fyrir kuldaframleiðslu. Það samsvarar orku 80 lítra af bensíni. Ef þú ert með fryst matvæli skaltu leyfa þeim að þíða í kæliskáp. Þú sparar allt að eina klukkustund af rafmagnsnotkun fyrir hvert kíló sem þú þíðir í kæli.

Flokkun rusls:

Dragðu úr magni og flokkaðu ruslið (pappír, gler, plast) í réttar ruslatunnur. Við framleiðum meira en 1 kíló á dag á mann, tvöfalt á við það sem við gerðum árið 1960.

Heimilistæki:

Veldu heimilistæki sem eru merkt með bókstafnum A (lág orkunotkun). Orkunotkunarflokkarnir eru frá A til G. Til dæmis er uppþvottavél í flokki A með orkunotkun undir 1,06 kWh, en tæki í flokknum G notar meira en 2,05 kWh.

Lýsing:

Notaðu LED eða sparperur. Þær kosta meira en þær endast í yfir 8000 tíma, á móti 1000 tíma fyrir venjulega glóperu. Með sparperu getur þú skorið niður rafmagnsreikninginn upp að 75%.

Drikkjarvatn:

Drekktu vatn beint úr krananum frekar en vatn úr flösku. Minna en 17% af plasti er endurnýtt.

Líffræðilegur fjölbreytileiki

Hugtakið nær yfir dýra- og plöntutegundir og örverur sem lifa hér á jörðinni. Heildarfjöldi tegunda er áætlaður til að vera á milli 5 og 30 milljóna. Sumar deyja út hraðar vegna gjörða mannfólksins. Milli 10.000 og 20.000 deyja út hvert ár.

Sjálfbærni

Þróun sem kemur til móts við nútíma þarfir án þess að skaða komandi kynslóðir og möguleikana á að mæta þeirra þörfum.

Orkuvottun

Þessi lögboðna merking hefur verið innleidd af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún gefur til kynna hvaða vörur nota minnsta orku þegar þær eru í notkun. Í flokki A eru þær vörur sem nýta orkuna sem best. Stærstu orkusugurnar eru merktar flokki G.

Umhverfisvottun

Umhverfismerki sem sótt er um fyrir verksmiðjur, eftir meðhöndlun umsóknar, endurskoðun og eftirlit sem óháður aðili annast, geta þær fengið vottunina.

Vistkerfi
Vistkerfi er öflugt kerfi sem samanstendur af náttúrulegu eða líffræðilegu umhverfi (vatn, jarðvegur, loftslag, birta osfrv.) Sem einkennist af sérstökum vistfræðilegum aðstæðum og verum eða lífverum (dýr, plöntur, örverur) sem lifa í því. Dæmi um vistkerfi: Sjór, vatnsból, skógur, fjall osfrv. Öll vistkerfi jarðarinnar mynda lífríkið.

FINNDU VERSLUN NÁLÆGT ÞÉR

Hönnuð eldhús og sjálfbær framleiðsla

Eitt af aðalsmerkjum Schmidt eldhúsa er franska hönnunin, gæði án málamiðlana og sjálfbær framleiðsla. Framleiðslan er í stöðugum vexti og er aðlöguð með tilliti til aukinnar náttúruverndar og sameiginlegri framtíð okkar á jörðinni.

    • Eldhús og eldhúsinnréttingar
    • Klassísk eldhús
    • Nútímalegt eldhús
    • Innréttingar fyrir baðherbergi
    • Fataskapar
    • Innréttingar
    • Forstofa
    • Svefnherbergi
    • Stofa
    • Skrifstofa
    • Hillukerfi
    • Búrskápar
    • Heimilistæki
    • Hafðu samband við næstu verslun fyrir upplýsingar um vöruúrval.

    © 2023 SCHMIDT Groupe SAS

    linkedin