


SÉRSNIÐIN SKRIFSTOFA
Þegar ráðgjafar okkar hanna rýmið þitt, þá taka þeir mið af þínum áhugamálum og lífsstíl. Þeir hlusta á óskir þínar og setja verkefnið saman í smáatriðum, þannig að það verði alveg einstakt og aðlagað að þér.
Með því að sameina yfirborð, liti og höldur getum við sérsniðið skápana að þínum persónulega smekk og heimili. Á innréttingin að vera í einum lit, glansandi eða mött, með framhliðar úr viðarspón eða öðrum náttúrulegum efnum? Finndu þinn eigin stíl í hinu mikla úrvali okkar af litum og efnum. Litunum okkar er hægt að blanda saman út í hið óendanlega, svo þú getir fengið skrifstofulausnina aðlagaða að þér.
Arcos supermatt: Framhliðarnar eru úr 19 mm spónarplötum, sýnt í litnum Nano Claystone. Fáanlegt í mörgum litum og efnum.