Allir eru að tala um við – og við bjóðum upp á hann. Hjá Schmidt höfum við sagt skilið við hvíta skápa að innan – við hugsum um heildarútlitið og framleiðum skápa sem eru með viðarútlit bæði að utan og innan. Þess vegna bjóðum við upp á við í öllum gerðum og hafsjó af samsetningarmöguleikum. Hægt er að setja hrá náttúruleg efni saman við svo sem stein og stál eða flotta málaða yfirborðsfleti.
Allur okkar viður kemur úr sjálfbærri skógrækt, þannig að þú getir valið við með góðri samvisku. Lesa meira um sjálfbærni.
Finndu þinn eigin stíl í stóra úrvalinu okkar af viðarlitum. Við erum með skápahurðir í öllum gerðum, eitthvað sem ekki er fáanlegt annars staðar: Sandblásnar, burstaðar, með rákum og plankaútliti sem koma í mismunandi breiddum, með „vintage“ útliti, lakkað með opnum æðum, yfirborðsmeðhöndlaðar með antík útliti, málaðar… Hægt er að raða öllum litunum okkar saman á óendanlega marga vegu, svo þú getir látið eldhúsið, baðherbergið, kommóðuna eða fataskápinn passa þínum persónulega smekk.
19 mm hurðir í gegnheilum við. Sterkar og endingagóðar hurðir sem fara aldrei úr tísku. Viður er tímalaus og skapar huggulega stemningu í hvaða eldhúsi sem er. Fæst í 15 mismunandi lökkuðum yfirborðum. Allur okkar viður er FSC merktur, það er vottun fyrir því að viðurinn komi úr sjálfbærri skógrækt.
Þú getur einnig blandað saman gagnsæju gleri við hurðirnar. Það skapar léttara yfirbragð og hægt er að fá flott útlit með innbyggðri skápalýsingu. Þá getur þú einnig haft fína stellið þitt til sýnis.
19 mm spónlagðar hurðir með MDF plötu sem grunnlag, á hana er 0,6 mm þykkur spónn límdur á báðar hliðar. Sterkbyggðar og endingagóðar hurðir sem sameina hlýja viðaráferð og viðhaldslétt gæði. Fást í 6 mismunandi litum af bæsi og í 15 mismunandi lökkuðum yfirborðum. Allur okkar viður er FSC merktur, það er vottun fyrir því að viðurinn komi úr sjálfbærri skógrækt. Þú getur einnig búið til samsetningu með hurðirnar og gagnsætt gler.
19 mm melamín hurðir með möttu yfirborði. Endingagóðar og sterkbyggðar hurðir sem létt er að þrífa og þægileg viðkomu. Hurðirnar fást í mörgum mismunandi litum. Veldu á milli einlitaðra, með viðarútliti eða steypuútliti sem eru mjög raunveruleg. Þú getur einnig valið að setja hurðirnar saman við gagnsætt gler.
Innblástur: