Þegar eldhúsið er hjarta heimilisins er mikilvægt að stíllinn passi bæði húsinu og persónuleika og stíl fjölskyldunnar. Þess vegna bjóðum við upp á mjög mikið úrval. Við viljum hafa hönnun fyrir alla, og það getum við einungis með því að eiga engar lagervörur, en búum hvert einasta eldhús sérstaklega fyrir hvern og einn viðskiptavin.
Við vinnum út frá hugtakinu heildarútlit og gefum þér möguleikann á því að búa til fullkomlega einstaka samsetningu af við og öðrum efnum. Í raun bjóðum við upp á meira en milljón samsetningamöguleika.
Jafnar og beinar línur og samhverfa skapar ró og jafnvægi. Auðvelt er að undirstrika stílinn með löngum og fallegum höldum.
Við erum búin að hækka skápana. Þar með eru þeir orðnir þægilegri og aðgengið betra til dæmis í útdraganlegu skápunum.
Innbyggðar skúffur og praktískar áhaldaskúffur sem nýta plássið á sem bestan hátt á sama tíma sem þú færð yfirsýn yfir hlutina þína. Þetta stuðlar að betra vinnuumhverfi og eykur gleðina við að vinna í eldhúsinu.
Schmidt er frönsk gæðahönnun sem leggur upp með að mæta persónulegum þörfum er varða smekk, stíl, drauma og þarfir. Hönnuðurnir okkar hafa skapað ramma fyrir notendavæna gæðalausn, en það ert þú sem ert mikilvægasti hönnuðurinn, og það ert þú sem skapar loka niðurstöðuna. Heimilið er persónulegt og innréttingin á að passa hversdegi fjölskyldunnar – ekki smekk eins hönnuðar.