Strato & Lagune
Fágaðar andstæður
Flott og hlýleg viðaráferð með greinilegar viðaræðar sem dragast fram í blandi við einfaldari efni, þannig skapast fágaðar andstæður í eldhúsinu þínu.
Finndu þinn eigin stíl
Við að blanda saman yfirborðsflötum, litum og handföngum getur þú sérsniðið eldhúsið þitt eftir þínum persónulega smekk og stíl heimilisins. Á það að vera einlitt, glansandi eða matt, með viðaráferð eða í öðru náttúrulegu útliti? Finndu þinn eigin stíl í okkar gríðarlega úrvali af litum, efni, áferðum og hönnun. Litirnir okkar geta parast saman út í hið óendanlega svo þú getur látið eldhúsið passa nákvæmlega fyrir þig.