Strass
Eldhús eftir málum
Hér kemur gagnsemi sérsniðnu eininganna frá Schmidt bersýnilega í ljós: Útdraganlegir neðri skápar í mismunandi breiddum, efri skápar í mismunandi breiddum og háir skápar í mismunandi hæðum og breiddum. Með alla þessa möguleika var auðvelt að innrétta þetta stóra rými sem er þó með hátt flækjustig, svo sem innbyggðan amerískan kæliskáp, plássnýtingu á milli bitanna í þessu verksmiðjuhúsnæði til þess að halda í flotta stílinn. Ekkert pláss fer til spillis, þökk sé sérsniðunu einingunum, þannig renna allar línurnar saman í eitt, þrátt fyrir mörkin sem arkitektúrinn setur.
Finndu þinn eigin stíl
Með því að blanda saman yfirborðsflötum, litum og handföngum getur þú sérsniðið eldhúsið þitt eftir þínum persónulega smekk og stíl heimilisins. Á það að vera einlitt, glansandi eða matt, með viðaráferð eða í öðru náttúrulegu útliti? Finndu þinn eigin stíl í okkar gríðarlega úrvali af litum, efni, áferðum og hönnun. Litirnir okkar geta parast saman út í hið óendanlega svo þú getur látið eldhúsið passa nákvæmlega fyrir þig.