Major Linéa
Með mikinn karakter
Norrænn stíll með mikinn karakter. Þessi vörulína er ein af mörgum vörulínum í gegnheilum við, sem gerir úrval Schmidt algjörlega einstakt. Eldhúsborðið er í sama efnisvali og innréttingin og það smáatriði er einnig einstakt hjá okkur hjá Schmidt. Borðplatan, efni innan í skápunum og aukahlutir fyrir skúffur eru allt smáatriði sem draga fram hlýjuna í viðnum sem parast fallega með hvítu framhliðunum.
Finndu þinn eigin stíl
Við að blanda saman yfirborðsflötum, litum og handföngum getur þú sérsniðið eldhúsið þitt eftir þínum persónulega smekk og stíl heimilisins. Á það að vera einlitt, glansandi eða matt, með viðaráferð eða í öðru náttúrulegu útliti? Finndu þinn eigin stíl í okkar gríðarlega úrvali af litum, efni, áferðum og hönnun. Litirnir okkar geta parast saman út í hið óendanlega svo þú getur látið eldhúsið passa nákvæmlega fyrir þig.