Arcos
Sérsniðið niður í millimeter
Lítið eldhús sem kemur á óvart með óvæntum lausnum… Rafdrifnir skápar sem koma í ljós með einni snertingu og hverfa jafn hraðan aftur. Mjög djúpir skápar og skúffur sem innihalda mörg falin geymslurými. Hver einasti millimeter er nýttur til hins ýtrasta og gert er ráð fyrir öllum heimilistækjunum og þau eru falin þegar þau eru ekki í notkun.
Þetta eldhús er með framhliðar úr Arcos-línunni okkar, þar sem þú getur valið á milli 31 lita. Á myndinni er liturinn „Zonza“ á framhliðunum og lamineraða borðplatan í litnum „Armstrong“. Arcos Loft fæst bæði með og án halda, svo að möguleikarnir á að gera innréttinguna eftir sínu höfði eru mjög margir.
Svona innréttar þú dökkt eldhús með stemningu og stíl
- Veldu eldhústæki í dökkum tónum svo sem svörtum, koxgráum eða í dökkum við, til dæmis reyktum eða bæsuðum.
- Leggðu áherslu á vandað efnisval. Notaðu til dæmis svartan, grænan eða rauðan marmara í borðplötuna eða á vegginn.
- Farðu alla leið með dökkum gólfum. Dökkt línóleumgólf myndi til dæmis gefa eldhúsinu hlýleika og mýkt.
- Veldu hlýja málma svo sem gulllitaða fyrir höldur og blöndunartæki, en einnig í eldhústækin – bæði burstaða og glans útgáfur – það lýsir upp dökka eldhúsið þitt.
- Leiktu þér að andstæðum svo sem ljósbleikum eða hvítum, til dæmis með viskastykkjum, gólfteppum, ljósum eða gardínum.
Finndu þinn eigin stíl
Með því að blanda saman yfirborðsflötum, litum og handföngum getur þú sérsniðið eldhúsið þitt eftir þínum persónulega smekk og stíl heimilisins. Á það að vera einlitt, glansandi eða matt, með viðaráferð eða í öðru náttúrulegu útliti? Finndu þinn eigin stíl í okkar gríðarlega úrvali af litum, efni, áferðum og hönnun. Litirnir okkar geta parast saman út í hið óendanlega svo þú getur látið eldhúsið passa nákvæmlega fyrir þig.